Ef önnur fyrirtæki væru rekin eins og flugfélögin
- Samloka væri dýrari í hádeginu og lyfta á hóteli myndi kosta aukalega

Ímyndið ykkur ef allur heimurinn væri rekinn eins og flugfélögin - ef hálf samloka myndi kosta mun meira en ef þú kaupir alla samlokuna, ef lyftur á hótelum myndu kosta aukalega en frítt væri að taka stigann og dýrara væri að sitja við gluggann á Lækjarbrekku en að sitja annarsstaðar.

The Wall Street Journal tók saman á dögunum athyglisverð atriði kringum reksturinn hjá flugfélögum sem á sér fáar hliðstæður, þar sem verð eru óútreiknanleg, mikið af sérstökum reglugerðum, takmörkunum og aukagjöldum þar sem viðskiptavinir eru refsaðir með háum sektum.

Ímyndið ykkur ef verð á samlokum myndi hækka þegar fer að nálgast hádegi líkt og fargjöld hækka kringum jól, páska og sumartímann.



Ef netverslanir mynduu starfa eins og flugfélögin.

Einnig má líkja þessi við ef netverslun með föt á við Amazon.com myndi hafa fjöldan af tölvum til að reikna úr verð á gallabuxum sem væru seldar á Netinu og væri ódýrast að kaupa þær á þriðjudögum og miðvikudögum í febrúar.

En ef þær væru keyptar til að ganga í þeim í desember þá væru þær rándýrar og ef þú vilt kaupa gallabuxur til að vera í þeim strax á morgun þá myndu þær kosta 10 sinnum meira en þær buxur sem voru pantaðar fyrir 30 dögum síðan.

Ekki væri hægt að skipta gallabuxunum og fá endurgreitt nema greiða 2.000 krónru fyrir þann möguleika.

Ef afhending á gallabuxunum myndi seinka vegna veðurs eða þar sem það var svo mikil umferðarteppa þá myndi Amazon.com ekki taka neina ábyrgð á því nema þú myndir virkilega hafa fyrir því.





Ef hótelin væru eins og flugfélögin

Færum þetta yfir á hótelrekstur. Þú pantar hótelherbergi og það sem þú færð eru fjórir veggir, loft, gólf, rúm og sjónvarp fyrir eina nótt en fyrir þá sem vilja sæng og kodda þá kostar það aukalega. Sjónvarp á hótelinu er frítt en ef þú vilt fá sjónvarpsfjarstýringu með til að geta skipt um stöð þá þarftu að greiða 1.000 krónur aukalega fyrir hana. Viltu sofa þeim megin í rúminu til að vera nær glugganum ? - það kostar 2.250 krónur.

Þú mátt taka tvær ferðatöskur upp á herbergið en ef þær passa ekki inn um dyrnar (sem er mjög mjóar) þá þarf starfsfólk að koma henni fyrir sérstaklega um aðrar dyr með smá fyrirhöfn og það kostar þig 6.000 krónur. Ef þú gerðir grein fyrir breiddinni á farangrinum hinsvegar niðrí móttöku þá hefðiru sloppið við 2.000 krónur.





Ef matvöruverslanir væri eins og flugfélagin

Hagkaup myndi fjölga hillunum í verslunum sínum og þrengja gangana á milli til að koma fleiri viðskiptavinum fyrir í búðunum til að fá sem flesta í búðirnar á hverjum degi. Fólk þyrfti að labba til hliðar eftir hillunum til að komast fyrir.

Hinsvegar gætu viðskiptavinir greitt aukagjald til að fá að skoða vörur í hillum með 10 sentimetra víðari gangvegi





En af hverju er rekstur flugfélaganna öðruvísi en hjá öðrum fyrirtækjum?

Flugfélögin eru rekin í mjög krefjandi umhverfi þar sem mjög dýr og viðamikill rekstur á sér stað innan um strangar reglugerðir frá stjórnvöldum þar sem ekkert má út af bregða til að flugfélagið tapi peningum í miklu magni og fer starfsemin fram að mestu leyti utandyra í hvaða veðri sem er.

Rekstur flugfélaga er orðin mun flóknari síðastliðin ár miðað við í gamla daga þegar mun færri reglugerðir og lög voru í vegi fyrir rekstrinum.

Ef eitthvað kemur upp á í einni flugferð sem veldur seinkun getur það haft keðjuverkandi áhrif á næstu flugferðir félagsins. - "Ef starfsmaður á veitingastað klúðrar einni samloku þá mun það ekki hafa áhrif á næstu 100 samlokurnar sem á eftir að smyrja yfir daginn", segir John Hansman hjá flugsamgöngunefnd Massachusetts.

"Verð á flugfargjöldum er eitthvað sem viðskiptavinir eiga erfitt að sætta sig við en það vekur hinsvegar öfund meðal annara fyrirtækja í öðrum rekstri að flugfélög geti breytt verði eftir breytilegum þáttum sem hefur áhrif á reksturinn", segir Jan Brueckner, hagfræðingur hjá Kaliforníu-háskólanum í Irvine. - "Þetta er eins og ef matvöruverslanir myndu breyta verði á morgunkorni í hillunum á klukkutímafresti", bætir Brueckners við.

Rekstur flugfélaga er mjög krefjandi og er ekki hver sem er sem stofnar slíkan rekstur þar undirbúningar er gríðarlegur og þarf mikið fé til að koma því á fót, þrautseigju og kunnáttu.





 


  fleri greinar

4 kostir þess að bóka miðjusæti Sæti við gluggann og ganginn eru vinsælustu sætin þegar flugið e ...
Ef önnur fyrirtæki væru rekin eins og flugfélögin Ímyndið ykkur ef allur heimurinn væri rekinn eins og flugfélögin ...
28 atriði sem flugmenn segja ekki frá Það er margt sem flugmenn vita og eru ekkert að segja farþegum eð ...

  það helst úr flugfréttum

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsn

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni