flugfréttir
Icelandair valið flugfélag ársins af CAPA

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair tekur við viðurkenningunni í Amsterdam í gærkvöldi.
Icelandair var í gærkvöldi valið flugfélag ársins í flokki smærri flugfélaga af CAPA (Center for Aviation) sem er alþjóðleg upplýsingaveita um flugmál.
Það var Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdarstjóri Icelandair, sem tók við viðurkenningunni við hátíðlega athöfn sem fram fór í Amsterdam.
Verðlaunin sem Icelandair hlaut eru veitt því flugfélagi í heiminum sem þykir skara fram úr meðal þeirra sem flytja færri en 10 milljónir farþega árlega en dómnefnd alþjóðlegra sérfræðinga valdi Icelandair vegna sterkrar frammistöðu í harðri alþjóðlegri samkeppni þrátt fyrir að heimamarkaður félagsins sé lítill.

Verðlaunin sem Icelandair hlaut eru veitt því flugfélagi í heiminum sem þykir skara fram úr meðal þeirra sem flytja færri en 10 milljónir farþega
Félagið hafi vaxið hratt og skilað hvað bestum rekstrarárangri meðal hefðbundinna flugfélaga en Peter Harbison, forstjóri CAPA, sagði m.a. frumlegt og framsækið leiðakerfi með tengingum milli Evrópu og Norður-Ameríku hafa drifið áfram bæði vöxt félagsins og ferðaþjónustunnar á Íslandi og að bæði vöxturinn
og afkoman væri sannarlega óvenjuleg meðal Evrópskra flugfélaga.
CAPA – Center for Aviation er helsta upplýsingaveita og rannsóknaraðili á alþjóðaflugmarkaðinum og sérfræðingar fyrirtækisins veita stjórnvöldum, flugfélögum og flugvöllum um allan heim ráðgjöf og tölfræðiupplýsingar.
Hátíðin í gær er fjórtánda Aviation Awards for Excellence hátíðin sem haldin er þar sem bæði flugvellir og flugfélög eru verðlaunuð fyrir framúrskarandi
árangur á sínum sviðum.
London City flugvöllurinn og Vancouver flugvöllur fengu verðlaun í flokki flugvalla og þá hlaut Tony Fernandes, framkvæmdarstjóri Air Asia, verðlaun
sem besti framkvæmdarstjóri flugfélags.
Qatar Airways var valið CAPA flugfélag ársins í aðalflokki, Wizz Air var valið lágfargjaldarfélag ársins og þá hlaut Iberia verðlaun fyrir framúrskarandi viðsnúning
á rekstri félagsins sem er komin á réttan kjöl eftir erfið ár.
Fjórtánda Aviation Awards for Excellence hátíðin fór fram í gærkvöldi í Amsterdam


11. apríl 2018
|
Tvær einingar á klæðningu losnuðu af júmbó-þotu frá Lufhansa í flugtaki í Buenos Aires í Argentínu sl. sunnudag.

2. febrúar 2018
|
Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur brotlentu eftir að hafa rekist á hvora aðra á flugi í suðurhluta Frakklands í morgun.

28. mars 2018
|
Norwegian hefur gert nyrðri flugvöllinn á Tenerife að bækistöð sinni þar sem félagið verður með eina flugvél staðsetta til að byrja með.

23. apríl 2017
|
Vandamál með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce á Boeing 787-9 Dreamliner-þotunum hefur valdið því að áætlunarflug hjá Air New Zealand hefur nokkrum sinnum sl. daga þurft að lenda á miðri leið til

22. apríl 2018
|
Boeing hefur hafið niðurrif á einni af þeim fyrstu Dreamliner-þotum sem smíðaðar voru en um er að ræða fimmtu Boeing 787-8 tilraunarþotuna sem smíðuð var.

21. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal