flugfréttir

Icelandair mun hefja flug til Belfast

- Bombardier Q400 vélar Flugfélags Íslands munu annast flugið

2. desember 2016

|

Frétt skrifuð kl. 11:40

Bombardier Dash-8 Q400 flugvélar Flugfélags Íslands munu annast flugið fyrir hönd Icelandair

Icelandair hefur tilkynnt um nýjan áfangastað sem er Belfast á Norður-Írlandi sem verður 44. áfangastaðurinn í leiðarkerfi Icelandair en flugið verður flogið með Bombardier vélum Flugfélags Íslands.

Icelandair mun hefja flugið þann 1. júní 2017 og verður flogið til Belfast þrisvar sinnum í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum, allt árið.

Flogið verður á George Best Belfast City Airport (BHD) sem hét áður Belfast City Airport en árið 2006 var flugvöllurinn nefndur í höfuðið á fótboltaleikmanninum George Best. Flugtíminn til Belfast verður 2 klukkustundir og 55 mínútur.

„Belfast er ört vaxandi borg á heimsmælikvarða og býður upp á marga áhugaverða viðskiptakosti fyrir fyrirtæki ásamt iðandi mannlífi og afþreyingu fyrir farþega. Við erum mjög ánægð með að geta boðið viðskiptavinum upp á þennan spennandi kost í leiðarkerfinu okkar,“ sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Flugfélag Íslands mun annast flugið til Belfast á Bombardier Q400 flugvél félagsins sem tekur 72 farþega í sæti í samstarfi við Icelandair. Flogið verður til og frá Keflavíkurflugvelli með sömu tengimöguleikum fyrir farþega yfir Norður-Atlantshafið og í öðru flugi í leiðarkerfi Icelandair á morgnana og síðdegis.

Royal Avenue gatan í Belfast

Belfast er höfuðborg Norður-Írlands og langstærsta borg landsins með um 600 þúsund íbúa. Borgin er miðstöð stjórnsýslu og iðnaðar Norður-Íra og forn mennta- og menningarborg. Mikil saga er í borginni ásamt spennandi viðburðum, mörgum veitingastöðum og verslunum.

„Þessi nýja flugleið til Íslands mun sannarlega opna fyrir samgöngur okkar við Norður-Ameríku og er mikilvægur áfangi í þvi að auðvelda fólki um allan heim að komast til Norður-Írlands hvort sem það er í viðskiptaerindum eða til skemmtunar“, segir Simon Hamilton, efnahagsmálaráðherra Norður-Írlands.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga