flugfréttir

25 ár liðin frá endalokum Pan Am

- Frægasta flugfélag í heimi sem flaug heimshorna á milli

4. desember 2016

|

Frétt skrifuð kl. 17:19

Pan American World Airways var stofnað þann 19. október árið 1927 en varð gjaldþrota 4. desember árið 1991

25 ár eru í dag liðin frá því að flugfélagið Pan Am varð gjaldþrota og hætti flugrekstri en félagið var á sínum tíma eitt það stærsta í heimi og brautryðjandi í farþegaflugi á þotuöldinni og átti fjölmörg met í flugsögunni og var oftar en ekki langt á öðrum flugfélögum.

Merki Pan Am er eitt frægasta merki flugsögunnar og voru þeir fáir áfangastaðirnir sem félagið flaug ekki til þar sem þotur félagsins flugu til margra fjarlægra borga í hverju heimshorni og bauð farþegum snemma upp á spennandi áfangastaði.

Pan Am var stofnað af Juna Trippe árið 1927 sem Pan Am World Airways og hafði félagið því verið í flugrekstri í 64 ár en Pan Am er eitt af þeim flugfélögum sem var stofnað með tilkomu löggjafarar um póstflug sem ríkisstjórn Bandaríkjanna kom á fót árið 1925 og blómstraði rekstur félagsins út frá því.

Á fimm árum hafði Pan Am náði mjög góðum árangri í póstflugi milli Bandaríkjanna og Kúbu og ákvað Trippe að auka umsvifin með því að hefja póstflug niður eftir til Mexíkó og síðar til Suður-Ameríku.

Pan Am flaug einnig með eitthvað af farþegum á þessum tíma en flugfélög einblíndu þó aðallega á saminga við stjórnvöld um póstflug sem skilaði þeim mun meiri tekjum.

Póstflugið gaf Pan Am forskotið

Árið 1930 varð lögum um póstflug breytt og einnig gjaldskránni og var flugfélögum greitt fyrir þyngd á hverja mílu og voru það því yfirleitt flugfélög með stærri vélar sem fengu samninga um póstflutninga.

Það átti eftir að hvetja flugfélög til að fjárfesta í stærri vélum sem varð einnig til þess að félögin fóru að fylla vélarnar með farþegum og hefja farþegaflug í meira mæli.

Þar sem sum flugfélög náðu ekki að vera með í samkeppninni í póstfluginu ákvað Pan Am að kaupa nokkur minni flugfélög um miðjan fjórða áratuginn sem styrkti stöðu félagsins enn meira og byrjaði leiðarkerfið að stækka, bæði í póstflugi og í farþegaflugi.

Pósti komið fyrir um borð árið 1930

Þann 20. maí árið 1939 flaug Pan Am fyrsta bandaríska farþegaflugið yfir Atlantshafið til Evrópu með Boeing 314 flugbáti og með upphafi seinni heimstyrjaldarinnar fór Pan Am að fljúga hermönnum til Evrópu, Afríku og Asíu en það átti eftir að gefa flugfélaginu viðamikla reynslu inn í flugrekstur til fjarlægustu heimshorna á undan öllum öðrum flugfélögum sem varð til þess að Pan Am var farið að fljúga farþegaflug til Afríku, Evrópu og Asíu fyrir lok heimstyrkaldarinnar.

Pan Am fékk reynslu af flugi um allan heim eftir að hafa flutt hermenn í stríðinu

Samkeppnin var samt orðin mikil þar sem önnur flugfélög á borð við Braniff, American Overseas Airlines, TWA, United og Northwest Orient voru farin að færa út kvíarnar til heimsbyggðarinnar.

Kapphlaupið yfir Atlantshafið var byrjað en American Overseas Airlines (AOA) var fyrsta flugfélagið til að fljúga farþegaflugvél yfir til Evrópu sem lenti á landi en ekki á sjó með flugi með Douglas DC-4 frá New York til London í október árið 1945.

Kyrrahafsáætlun Pan Am á fimmta áratugnum

Pan Am fór að taka yfir farþegaflug yfir Kyrrahafið en árið 1946 var Honolulu eini áfangastaðurinn en félagið bætti við daglegu flugi frá San Francisco til Tókýó árið 1958 með tveggja hæða Stratocruiser vélum með svefnaðstöðu en ekkert flugfélag náði að keppa við þá á þeirri flugleið er varðar þægindi.

Pan Am fylgdi í kjölfarið þremur mánuðum síðar með daglegu flugi frá LaGuardia til London með Douglas DC-4 vélum og tók flugið 17 klukkustundir og 40 mínútur sem var tólf tímum styttra flug en með Boeing 314 flugbátnum en sjóflugið var fljótt að leggjast af.

Hnattflug kringum jörðina daglegt brauð

Árið 1947 byrjaði Pan Am í fyrsta sinn að fljúga í kringum jörðina og var flogið vikulega með Douglas DC-4 vélum frá San Francisco en fyrsta stoppið var Honolulu. Næstu viðkomustaðir í hnattfluginu var Midway, Wake, Guam, Manila, Bangkok og Kalkútta þar sem önnur áhöfn tók við sem hélt áfram til Karachi, Istanbul, London, Shannon, Gander og New York.

Leiðarkerfi Pan Am árið 1948

Hnattflugið varð daglegt flug með tilkomu þotnanna en þegar félagið fékk Boeing 707 afhenta á sjöunda áratugnum þá varð hnattflugið, sem kallaðist PA1, daglegt flug frá árinu 1962 en áfangastaðirnir breyttust oft og komutími var ekki alltaf sá sami fyrst um sinn.

Árið 1963 hóf Pan Am daglegt hnattflug frá San Francisco og var brottfarartími kl. 9:00 vestur á bóginn og lenti vélin aftur í New York 56 klukkustundum síðar en árið 1976 var Pan Am farið að fljúga frá New York til New York kringum jörðina daglega.

Á sjöunda áratugnum komst Pan Am að því að Boeing 707 þotan var ekki nægilega stór fyrir félagið sem var farið að vaxa það hratt og sá Juan Trippe að eina lausnin væri sú að fá stærri þotu fyrir Pan Am - Helst einhverja sem væri tvisvar sinnum stærri en Boeing 707.

Boeing 707 þota Pan Am árið 1963

Pan Am var mikilvægasti viðskiptavinur Boeing og kom Juan Trippe að máli við flugvélaframleiðandann þar sem hann hafði mikinn áhuga á hönnun sem Boeing hafði komið með í samkeppni um herflutningavél á vegum ríkisstjórnar Bandaríkjanna en Boeing tapaði þeirri keppni þar sem tillaga Lockheed varð fyrir valinu.

Boeing var á sama tíma byrjað að þróa Boeing 737 og var verkfræðingur að nafni Joe Sutter færður úr þeirri deild yfir í deild sem var byrjuð að hanna vél sem var þegar búin að fá vinnsluheitið 747 og var hann beðin um að fara yfir þarfir Pan Am og annarra flugfélaga um enn stærri flugvél sem átti að vera sú stærsta sem Boeing hafði framleitt.

Pan Am fékk fyrstu júmbó-þotuna afhenta árið 1970



Þann 15. janúar árið 1970 gaf Pat Nixon forsetafrú Bandaríkjanna fyrstu júmbó-þotu Pan Am nafnið Clipper Young America við hátíðlega athöfn á Dulles-flugvellinum í Washington og sex dögum síðar átti vélin að fljúga fyrsta júmbó-þotuflug í heimi með farþega frá Kennedy-flugvellinum í New York til London Heathrow en bilun í hreyfli varð til þess að jómfrúarfluginu seinkaði og þurfti önnur júmbó-þota að fljúga fyrsta flugið nokkrum klukkustundum síðar.

Blómatími Pan Am

Blómatími Pan Am var frá miðjum sjöunda áratugnum fram á fyrstu ár áttunda áratugarins en þá notaði Pan Am slagorðið „World´s Most Experienced Airline“.

Pan Am hafði gert samning við IBM um hönnun á risatölvu sem hélt utan um upplýsingar um flug, farþega, flugvelli, hótel og veitingastaði en tölvan var staðsett á fjórðu hæð í Pan Am byggingunni á Manhattan sem var á tímabili stærsta skrifstofubygging í heimi.

Þann 24. maí árið 1960 opnaði Pan Am nýja flugstöð á Kennedy-flugvellinum sem hét Worldport sem var hringlaga flugstöð með risastóru skyggni sem kom í veg fyrir að farþegar myndu blotna er þeir gengu frá borði í rigningu eða snjó en með tilkomu landgangsins var slíkt skyggni óþarfi en byggingin var söguþekkt í mörg ár á Kennedy-flugvellinum eftir að starfsemi Pan Am leið undir lok.

Pan Am Worldport flugstöðin var rifin árið 2013

Til stóð að reyna friða Pan Am Worldport og skrá bygginguna á minjasafn á vegum New York borgar en þær tilraunir báru ekki árangur og var byggingin eyðilögð árið 2013 og rifin niður til að rýma fyrir upphækkaðri hraðbraut sem tengja þurfti við nýja flugstöð á Kennedy-flugvelli.

Árið 1968 hafði Pan Am yfir 150 þotur í flotanum sem flugu til 86 landa í hverri einustu heimsálfu að undanskildu Suðurskautslandinu en það árið flugu yfir 7 milljónir farþega með félaginu.

Halla fór undan fæti Pan Am á seint á níunda áratugnum

Á þessum tíma samanstóð flugfloti Pan Am af þotum af gerðinni Douglas DC-8, Boeing 747, Boeing 707 og Boeing 727 og síðar fékk félagið Boeing 737 og Boeing 747SP sem gat flogið beint flug frá New York til Tókýó og þá var félagið einnig með Lockheed TriStar L-1011, McDonnell Douglas DC-10, Airbus A300 og A310.

Aðflugið að gjaldþrotinu

Pan Am hafði fjárfest í enn fleiri flugvélum enda sá félagið ekki neinn enda á síaukinni fjölgun farþega en árið 1973 skall olíukreppan á sem varð stórt högg fyrir félagið þar sem verð á þotueldsneyti hækkaði gríðarlega á sama tíma og farþegum fækkaði vegna kreppunnar.

Rekstarkostnaðurinn fór að hækka hjá Pan Am og eldri flugvélar voru orðnar dýrari í rekstri og skuldir félagsins fóru að hrannast upp sem varð til þess að félagið þufti að skera niður í leiðarkerfinu um 25%.

Pan Am hafði á þessum tíma 40.000 starfsmenn en félagið þurti að fækka þeim um þriðjung en með því kom félagið sér hjá gjaldþroti og náði sér aftur á strik á þremur árum og fór Pan Am að skila hagnaði á ný árið 1977.

Matur borin fram á efra þilfarinu í júmbó-þotu Pan Am

Töluvert fór að halla undan fæti Pan Am á níunda áratugnum þar sem Delta Air Lines, United Airlines og American Airlines voru orðin stærstu flugfélög Bandaríkjanna og á sama tíma var flotfloti Pan Am farin að eldast og hafði félagið ekki efni á að skipta út gömlum vélum fyrir nýjar þotur en kostnaðurinn við að halda við gömlum vélum var orðin meiri en hagnaðurinn af hverju flugi.

Pan Am eyddi um 800 bandaríkjadölum á hverja klukkustund í viðhald á meðan Delta var að fara með um 400 dali í viðhald á klukkustund á sinn flugflota og á sama tíma var verðstríð meðal bandarískra flugfélaga sem Pan Am hafði ekki roð í og gat engan vegin tekið þátt í.

Airbus A310 þota Pan Am á flugvellinum í Frankfurt á níunda áratugnum

Þrátt fyrir það fór Pan Am að endurskoða flugflotann sinn með pöntun í nýjar þotur af gerðinni Airbus A300 en þær áttu að vera hagkvæmari og nýstárlegri en Boeing 747 sem Pan Am skipti út fyrir Airbus A310.

Lockerbie-slysið var rothöggið

Árið 1988 náði Pan Am að rétta úr kútnum með hægræðingu í rekstri en félagið seldi m.a. leiðarkerfið sitt yfir Kyrrahafið til United Airlines en þann 21. desember sama árið kom enn annar skellurinn fyrir Pan Am.

Júmbó-þota af gerðinni Boeing 747-100 sem var á leið frá London til New York fórst yfir bænum Lockerbie í Skotlandi með þeim afleiðingum að allir þeir 270 voru um borð létu lífið auk ellefu á jörðu niðri en fljótlega kom í ljós að vélin hafði verið sprengd upp af hryðjuverkamönnum.

Stjórnklefinn af Boeing 747-100 þotu Pan Am í Skotlandi eftir að Clipper Maid of the Seas var sprengd upp yfir bænum Lockerbie árið 1991

Með tilkomu frægðarför merkis Pan Am varð það til þess að félagið hafði orðið skotmark hryðjuverkamanna en þetta varð til þess að farþegar fóru að forðast það að fljúga með Pan Am af ótta við frekari hryðjuverk.

Síðasti naglinn í líkkustu Pan Am var Persaflóastríðið sem braust út tveimur árum eftir Lockerbie-slysið en þá hækkaði olíuverð gríðarlega í heiminum sem hafði mikil áhrif á flugfélögin en þetta varð til þess að Pan Am fór að selja eignir og flugleiðir til annarra flugfélaga til að halda velli en Pan Am.

Í desember árið 1990 kom TWA með tilboð í Pan Am upp á 375 milljónir dala en Pan Am lýsti yfir gjaldþroti nokkrum dögum síðar eða þann 8. janúar árið 1991 og tóku önnur bandarísk flugfélög yfir helstu flugleiðum félagsins milli Ameríku og Evrópu.

Í október árið 1991 tók Russel Ray Jr. yfir rekstri Pan Am og voru höfuðstöðvarnar færðar frá Pan Am byggingunni á Manhattan til Miami og var reynt að stofna nýtt flugfélag með 60 þotur og 7,500 starfsmenn en taprekstur félagsins var ennþá gríðarlegt.

Clipper Goodwill flaug síðasta áætlunarflugið eftir 64 ára flugsögu Pan Am frá Bridgetown á Barbados til Miami

Lausafé Pan Am var aðeins 200 milljónir dala en félagið þurfti 25 milljónir á viku til að halda starfseminni gangandi áfram en þann 3. desember játaði Russel Ray Jr. sig sigraðan og sá að tilraunir til þess að endurreisa félagið voru ekki að ganga og var því lýst yfir að félagið myndi fara í gjaldþrotaskipti.

9.000 starfsmönnum var sagt upp en fjölmargir þeirra höfðu flutt frá New York til Miami til að halda áfram að vinna í nýju höfuðstöðvunum en Pan Am var þriðja bandaríska flugfélagið sem varð gjaldþrota árið 1991 á eftir Eastern Air Lines og Midway Airlines.

Síðasta flug Pan Am var flug PA436 frá Bridgetown á Barbados til Miami sem var flogið með farþegaþotu af gerðinni Boeing 727 en vélin hét Clipper Goodwill.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga