flugfréttir

Tvær hljóðfráar þotur nálgast flugprófanir

25. janúar 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:22

Tölvugerð mynd af Spike S-512 (fyrir ofan) og hljóðfráa þotan frá Boom Technology (fyrir neðan)

Áætlað er að tvær hljóðfráar tilraunaþotur frá sitthvoru fyrirtækinu muni hefja prófanir og undirbúning á þessu ári fyrir sitt fyrsta flug en nokkur fyrirtæki í heiminum hafa sl. misseri lýst því yfir að verið sé að þróa flugvél sem á að geta flogið á hraða hljóðsins líkt og Concorde-þotan gerði forðum daga.

Annar framleiðandinn er fyrirtækið Boom Technology í Colorado sem hefur nú þegar lokið við tilraunir í vindgöngum með líkan af hljóðfrárri þotu og er verið að safna gögnum úr þeim prófunum til að hefja framleiðslu á prótótýpu í fullri stærð fyrir lok þessa árs.

Boom Technology var stofnað árið 2014 í kjallara á heimili stofnandans, Blake School, sem er einkaflugmaður og forritari sem hefur m.a. starfað fyrir Amazon.com en hann hafði enga reynslu af flugvélasmíði þar til hann fór að afla sér upplýsinga úr fjölda bóka auk þess sem hann ræddi við ótal sérfræðinga í flugvélasmíði áður en hann tók stóra skrefið.

Blake stofnaði loks Boom Technology en þar starfa í dag á annan tug starfsmanna og þar á meðal verkfræðingar sem áður störfuðu hjá fyrirtækjum á borð við Pratt & Whitney, NASA, Lockheed Martin og Northrop Grumman.

Tölvugerð mynd af hljóðfráu þotunni sem Boom Technology vinnur að á Heathrow-flugvellinum

Boom tilkynnti í fyrra að til stæði að smíða hljóðfrá farþegaþotu sem myndi taka 45 farþega og flogið á hraðanum Mach 2.2 sem er meira en tvöfaldur hljóðhraði.

Hönnunin miðar af því að „kæfa“ niður þann hávaða sem fylgir því er flugvél rífur hljóðmúrinn en Boom Technology telur mikla eftirspurn vera eftir hljóðfráu farþegaflugi á sambærilegu verði og farþegar greiða fyrir Business Class farrými.

S-512 þotan sem Spike Aerospace vinnur að

Á sama tíma er annar framleiðandi einnig með sambærilega þotu í bígerð sem er Spike Aerospace í Boston í Massachusetts en þar á bæ er verið að leggja lokahönd á líkan af Spike S-512 sem verður einkaþota en nokkrar tilraunavélar verða smíðaðar af þeirr vél og er stefnt á jómfrúarflugið árið 2018.

Spike S-512 verður einnig hönnuð sérstaklega til að geta rofið hljóðmúrinn án tilheyrandi hávaða sem takmarkar notkun fyrir slíku flugi yfir byggð en þess má geta að Concorde-þotan mátti ekki hefja hljóðfrátt flug fyrr en hún var komin yfir hafið en í dag er mega aðeins herþotur rjúfa hljóðmúrinn í Bandaríkjunum og í Evrópu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga