flugfréttir

Indverskir flugmenn beðnir um að leggja sig ekki yfir Evrópu

- Of flókin flugumferðarssvæði í Evrópu kalla á fulla athygli beggja flugmanna

20. mars 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:14

Um borð í stjórnklefa á Boeing 777 þotu í næturflugi

Stjórn Air India hefur beðið þá flugmenn, sem fljúga til evrópskra áfangastaða, að taka sér ekki hvíld á meðan þeir fljúga yfir Evrópu að beiðni flugmálayfirvalda á Indlandi.

Flugmenn hafa rétt á því að skiptast á að hvíla sig í stjórnklefanum á flugi og eru flestir flugmenn sem leggja sig í smástund á löngum flugleiðum til fjarlægra áfangastaða.

Síðastliðin misseri hefur nokkrum sinnum komið upp sú staða að evrópskir flugumferðarstjórar hafa ekki náð sambandi við farþegaþotu í nokkrar mínútur yfir Evrópu og átti það sér seinast stað þann 10. mars sl.

„Í Evrópu er mikið af litlum löndum sem við fljúgum yfir sem þýðir að flugmenn þurfa að skipta um tíðni í fjarskiptum við flugumferðarstjórnir mjög ört. Vandamálið kemur yfirleitt upp þegar þeir gera mistök við að skipta um tíðni meðan þeir fljúga frá einni lofthelgi inn í aðra“, segir aðili sem er kunnugur málinu innan Air India.

„Í þessum aðstæðum er best að báðir flugmennirnir séu vakandi og þessi tilmæli hafa verið borin undir flugrekstrardeildina sem heldur utan um vaktir flugmanna“.

Indverskar flugvélar koma oftast að Evrópu eftir að hafa flogið yfir Svartahaf og þá hafa vélarnar lokið við 2/3 af flugleiðinni til Evrópu.

Stjórn Air India hefur komið málinu áleiðis til flugmanna sinna

„Flugmenn eiga helst að leggja sig áður en þeir koma inn í evrópska lofthelgi eða eftir að þeir hafa yfirgefið hana á leiðinni til baka“.

Þann 10. mars voru ungverskar orrustuþotur ræstar út og sendar til móts við farþegaþotu frá Air India sem ekki náðist til á leið sinni frá Ahmedabad til London Heathrow og þann 16. febrúar sendi þýski flugherinn herþotur til móts við farþegaþotu frá indverska flugfélaginu Jet Airways sem var á leið frá Bombay til London.

„Ógjörningur að verða ekki þreyttir milli klukkan 2 og 6 á nóttunni“

Yfirflugstjóri hjá Air India segir að í flugi, sem er lengra en 8 tímar, þá sé krafist þess að þrír flugmenn séu um borð en flestar þessara flugferða fljúga gegnum tímabelti frá klukkan 2 til 6 á morgnanna sem er sá tími þar sem athygli og skörp hugsun flugmanna er ekki í hámarki þar sem þessi tími sólarhringsins hefur áhrif á líkamsklukkuna.

„Það er ógjörningur fyrir hvern sem er að vera ekki þreyttur milli klukkan 2 og 6 á nóttunni. En þegar það eru þrír flugmenn um borð þá þróa þeir með sér starfshætti þar sem a.m.k. einn þeirra leggur sig á meðan“, segir yfirflugstjóri hjá Air India.

„Þegar flugmaðurinn hefur lokið við að hvíla sig kemur hann aftur í stjórnklefann og leysir af hólmi næsta flugmann og þannig er hægt að viðhalda hæsta flugöryggi í stjórnklefanum allan tímann“.

Vegna skorts á flugmönnum þá hafa ekki öll flugfélög á Indlandi náð að framfylgja því að hafa þrjá flugmenn í stjórnklefanum á löngum flugleiðum og segir viðkomandi yfirflugstjóri að flugmálayfirvöld á Indlandi verði að bregðast við þeim vanda.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga