flugfréttir
Myndband: Boeing 737 MAX 9 flýgur sitt fyrsta flug
- Christine Walsh fyrsti kvenflugstjórinn í jómfrúarflugi Boeing

Boeing 737 MAX 9 tilraunaþotan kemur inn til lendingar eftir fyrsta flugið
Boeing flaug í gærkvöldi fyrsta flugið með Boeing 737 MAX 9 þotunni sem fór í loftið frá flugvellinum við verksmiðjur framleiðandans í Renton klukkan 13:52 að vesturstrandartíma eða klukkan 20:52 að íslenskum tíma.
Fyrsta Boeing 737 MAX 9 tilraunavélin var á flugi í 2 klukkustundir og 42 mínútur og lenti aftur í 20 hnúta hliðarvindi
en yfirleitt fara nýjar þotur í hliðarvindsprófanir nokkrum vikum eða mánuðum eftir jómfrúarflugið.
Flugstjórinn í fyrsta fluginu Boeing 737 MAX 9 var Christine Walsh en hún er fyrsti kvenkyns kapteinninn
sem flýgur jómfrúarflug á nýrri þotu hjá Boeing.
Eins og hálfrar klukkustunda töf varð á fluginu vegna tæknilegra örðuleika sem komu upp í fjarskiptum
á milli flugmanna og stjórnstöðvar Boeing en vandamálið leystist að lokum.
Vélinni var flogið upp í 24.000 fet og voru gerðar tilraunir með allar flapsa-stillingar vélarinnar auk þess
sem slökkt var á LEAP-1B hreyflunum á flugi og þeir ræstir svo aftur.

Tilraunaflugmennirnir Christine Walsh og Ed Wilson
Eina sem tókst ekki í tilraunafluginu var að fá mynd af vélinni á flugi sem taka átti úr annarri flugvélar en hætt var
við að láta þá flugvél „elta“ vélina þar sem mikil skýjahula hvíldi yfir Seattle-svæðinu.
Flugprófanir munu halda áfram að nýju á annan í páskum en næstu 8 mánuðina taka við
ítarleg tilraunaflug sem er hluti af flugprófunum sem standa yfir þar til vélin fær flughæfnisvottun.
Boeing 737 MAX 9 er ein af þeim sextán Boeing 737 MAX vélum sem Icelandair mun fá í flotann en félagið
á von á sjö þotum af þessari gerð auk níu véla af gerðinni Boeing 737 MAX 8.
Lion Air mun fá fyrsta eintakið af Boeing 737 MAX 9 þotunni en til stendur að auka flugþol vélarinnar úr 6.500 kílómetrum
upp í 6.676 kílómetra eftir árið 2021.
Síðasti tegundin af MAX þotunum, Boeing 737 MAX 7, er enn á teikniborðinu en fæstar pantanirnar í 737 MAX hafa komið
í þá tegund en aðeins hafa þrjú flugfélög pantað 55 eintök af þeirri vél sem eru WestJet, Canada Jetliners og Southwest
Airlines.
Fleiri myndir:
Myndbönd:


6. apríl 2018
|
Embraer og Widerøe fögnuðu í vikunni fyrstu E2 þotunni sem afhent var til flugfélagsins norska sem er fyrsta flugfélagið í heimi til að fá þessa flugvél sem er ný kynslóð af Embraer-þotunum.

21. febrúar 2018
|
Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

1. mars 2018
|
Flugmálayfirvöld í Eistlandi rannsaka nú lendingaratvik sem átti sér stað í gær á flugvellinum í Tallinn er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 skemmdist á hjólabúnaði er hún skoppaði í lendingu.

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

17. apríl 2018
|
Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

17. apríl 2018
|
Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.

17. apríl 2018
|
Flugakademía Keilis mun aftur í sumar bjóða upp á sérstakar flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama sem fá einstakt tækifæri á því að kynnast öllum krókum og kimum flugsins og þeim flugtengdum fög

17. apríl 2018
|
Primera Air hefur fengið sína fyrstu A321neo þotu afhenta frá Airbus við hátíðlega athöfn sem fram fór við verksmiðjurnar í Hamborg.