flugfréttir
Airbus stofnar Airbus Interior Services
- Þrennskonar þjónusta fyrir uppsetningu á innréttingum í flugvélar

Airbus Interior Services tekur við af Airbus Corprate Jet Centre (ACJC) deildinni
Airbus hefur stofnað dótturfyrirtækið Airbus Interior Services (AIS) sem mun sérhæfa sig í innréttingum, uppfærslu og hönnun á farþegarými fyrir flugvélar.
Airbus Interior Services er með höfuðstöðvar í Toulouse og er stuðst við þá þekkingu og kunnáttu frá því teymi sem starfaði áður hjá Airbus Corprate Jet Centre (ACJC).
Þjónusta Airbus Interior Services er þríþætt en fyrst ber að nefna deildina „Tailored Equipment“ þar
sem innréttingar eru sérsniðnar að þörfum og kröfum hvers og eins og eru þá framleiddar sérstakar innréttingar
eftir pöntun sem annaðhvort Airbus sér um að setja upp eða þær afhentar í einingum beint til flugfélaganna.

Airbus býður upp á víðtæka þjónustu þegar kemur að uppsetningu og hönnun á innréttingum í flugvélar
Önnur deildin er „Upgrade Solutions“ (cabin & connectivity) þar sem innréttingar eru settar upp bæði frá öðrum
aðilum í bland við þær vörur sem Airbus lætur framleiða í samræmi við óskir flugfélaganna.
Þriðja deildin er „Innovative Products“ sem framleiðir innréttingar og einingar sem framleiddar eru af Airbus
og einungis í boði fyrir þær flugvélar sem Airbus framleiðir enn til þessarar deildar telst til að mynda
innréttingar í farþegaþotur Airbus sem koma sem staðalinnréttingar við lokasamsetningu.
AIS hefur yfir að ráða öflugu teymi og sérfræðingum er kemur að hönnun og uppsetningu á innréttningum sem starfa
í nánu samstarfi við birgja þau fyrirtæki sem framleiða íhlutina.


9. apríl 2018
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) vinnur nú að því að rannsaka hvað olli því að vængur losnaði af kennsluflugvél skömmu eftir flugtak í Daytona Beach í Flórída í Bandaríkjunum í síðustu viku

23. janúar 2018
|
Boeing hefur fengið flughæfnisvottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) fyrir Boeing 787-10 sem er lengsta gerðin af Dreamliner-þotunni.

4. febrúar 2018
|
AeroMexico mun hætta með Boeing 777 þoturnar á næstu dögum og verður síðasta flugið með vélunum flogið síðar í mánuðinum.

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

17. apríl 2018
|
Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

17. apríl 2018
|
Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.

17. apríl 2018
|
Flugakademía Keilis mun aftur í sumar bjóða upp á sérstakar flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama sem fá einstakt tækifæri á því að kynnast öllum krókum og kimum flugsins og þeim flugtengdum fög

17. apríl 2018
|
Primera Air hefur fengið sína fyrstu A321neo þotu afhenta frá Airbus við hátíðlega athöfn sem fram fór við verksmiðjurnar í Hamborg.