flugfréttir
Hjól losnaði af Airbus A330 þotu fyrir flugtak í Montréal

Hjólastell vélarinnar við komuna til Heathrow-flugvallarins í London
Dekk losnaði af hjólastelli af farþegaþotu af gerðinni Airbus A330 frá Air Canada skömmu fyrir flugtak á flugvellinum í Montréal en vélin var á leið til London Heathrow.
Vélin var á akstri frá flugstöðinni þann 16. apríl á leið út á flugbraut þegar eitt hjól á aðalhjólastelli vélarinnar losnaði
af og hélt vélin áfram út á brautarendann og hóf sig á loft.
Dekkið fannst við hlið brautarinnar eftir að vélin var farin í flugtak en hún lenti heil á höldnu á
Heathrow-flugvellinum tæpum sex tímum síðar.
Air Canada segir í yfirlýsingu sinni að engin hætta hafi ferið á ferðum þar sem aðalhjólastellin tvö
á vélinni hafa alls átta dekk.
294 farþegar voru um borð í vélinni en að sögn þeirra þá hristist vélin mikið til er hún var í flugtakinu.
Air Canada segir að ekki sé vitað hvort að flugmennirnir hafi verið meðvitaðir um að hjólið hafi lostnað af áður en þeir fóru í flugtak en nýtt hjól var sett á stellið á Heathrow-flugvellinum.


14. febrúar 2018
|
Starfsmenn Boeing munu á næstu vikum fá greidda stærstu bónus-greiðslu í sögu fyrirtækisins.

11. apríl 2018
|
Fyrsta Airbus A330neo þota WOW air er komin í samsetningarsal Airbus í Toulouse og gengst nú undir lokasamsetningu.

17. mars 2018
|
Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

17. apríl 2018
|
Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

17. apríl 2018
|
Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.

17. apríl 2018
|
Flugakademía Keilis mun aftur í sumar bjóða upp á sérstakar flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama sem fá einstakt tækifæri á því að kynnast öllum krókum og kimum flugsins og þeim flugtengdum fög

17. apríl 2018
|
Primera Air hefur fengið sína fyrstu A321neo þotu afhenta frá Airbus við hátíðlega athöfn sem fram fór við verksmiðjurnar í Hamborg.