flugfréttir

Kanaríeyjar vilja koma á flugi milli Íslands og Fuerteventura

- 20 milljónir í „hvatningarstyrk“ fyrir flug frá Keflavík til FUE

24. apríl 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:27

Fuerteventura er 2. stærsta eyja Kanaríeyja

Ferðamálaráð Kanaríeyja hefur óskað eftir umsóknum fyrir hvatningarstyrk til áætlunarflugs á 24 nýjum flugleiðum milli Kanaríeyja og Evrópu og Ameríku en á listanum er óskað eftir umsóknum um áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli til Fuerteventura.

Það er flugþróunarsjóðurinn (Flight Development Fund) í Las Palmas sem stendur fyrir verkefninu en markmiðið er plægja akurinn og kynna fyrir flugfélögum mögulegar flugleiðir sem vert er að huga að þar sem eftirspurn er fyrir beinum flugsamgöngum auk þess sem aðrir þættir spila inn í sem ferðamálaráð á eyjunnum hafa gert könnun á.

Flight Development Fund (FDF) þarfagreinir ferðamannamarkaðinn á Kanaríeyjum með tilliti til eftirspurnar og er reiknað út hvaða flugsamgöngur myndu vera arðbærar þar sem ekki eru fyrir beinar flugsamgöngur í dag og þá er fylgst með dreifingu ferðamanna um eyjarnar og skoðað frá hvaða löndum þeir eru.

15 lönd eru á listanum að þessu sinni og er Ísland þar á meðal en 20 milljónir úthlutast í styrk fyrir nýrri flugleið milli Reykjavíkur og Fuerteventura sem viðkomandi flugfélag fær í sinn hlut til að fjármagna það ferli sem fer í að koma flugleiðinnni á laggirnar fyrstu 2 árin.

Fuerteventura er önnur stærsta eyja Kanaríeyja en ekkert beint flug er í dag milli Íslands og eyjunnar en Icelandair, WOW air og Primera Air fljúga hinsvegar öll til Tenerife og til Las Palmas.

„Við vonumst til að þetta verði hvatning fyrir þau flugfélög sem eru að íhuga að auka umsvif sín til Kanaríeyja“, segir í tilkynningu frá FDF.

Frestur til að skila inn tilboði fyrir flugi frá Íslandi til Fuerteventura rennur út þann 4. maí næstkomandi

Flight Development Fund sjóðinn var komið á fót árið 2014 eftir mikla vinnu og samninga milli Kanaríeyja og Evrópusambandsins sem gerði miklar undanþágur á reglugerðum í flugmálum fyrir eyjarnar þar sem landfræðileg lega þess er frekar afskekkt frá meginlandinu.

Með sjóðnum fá Kanaríeyjar leyfi til að hvetja flugfélög til að hefja nýjar flugleiðir til eyjanna og þá var takmörkun um fjölda flugferða afnumin í kjölfarið.

Frá stofnun sjóðsins árið 2014 hefur tekið að koma á 18 nýjum áætlunarflugferðum milli Kanaríeyja og evrópskra áfangastaða með þessu fyrirkomulagi.

Frá flugvellinum á Fuerteventura

Þá er spænski flugrekstaraðilinn AENA í sífelldu sambandi við ríkisstjórn Spánar um ýmis mál á borð við lækkun flugvallarskatta á Kanaríeyjum með tilliti til hversu langt flugfélög þurfa að fljúga þangað frá Evrópu.

Flugvöllurinn á Fuerteventura er 2. stærsti flugvöllurinn á Kanaríeyjum er kemur að fjölda flugfélaga en þangað fljúga 62 flugfélög en sá stærsti er flugvöllinn á Gran Canaria sem tekur við 72 flugfélögum, Tenerife Reina Sofia (TFS) er í 3. sæti með 55 flugfélög og Lanzarote í 4. sæti með 27 flugfélög.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga