flugfréttir

Ný flugstöð í Iqaluit verður 8 sinnum stærri en sú gamla

- Ætluð til að þjóna Baffinslandi til næstu 50 ára

24. apríl 2017

|

Frétt skrifuð kl. 23:41

Tölvugerð mynd af nýju flugstöðinn eins og hún mun líta út þegar hún verður tilbúin til notkunar

Þótt að flugvöllurinn í Iqaluit á Baffinslandi er ekki stór er kemur að farþegafjölda þá standa þar yfir viðamiklar framkvæmdir við stækkun vallarins en til að mynda þá verður ný flugstöð 8 sinnum stærri en sú sem fyrir er.

Núverandi flugstöð var reist á níunda áratugnum en margir kannast við flugvöllinn á því að flugstöðin er í skærgulum lit sem einkennir völlinn sem er í umsjá ríkisstjórnarinnar í Nunavut sem er stærsta héraðið í Kanada.

Aðeins fjögur flugfélög fljúga um Iqaluit-flugvöll; Air Nunavut, Canadian North, First Air og Nolinor Aviation en þrátt fyrir það fljúga þessi flugfélög til fjölda áfangastaða og smábæja í Kanada.

Aðspurður hvers vegna ný flugstöð verður 8 sinnum stærri en núverandi flugstöð, svarar Barry Reimer, verkefnisstjóri yfir framkvæmdunum, að verið sé að hugsa til framtíðar og þá til næstu 50 ára.

Flugstöðin á flugvellinum í Iqaluit

Framkvæmdirnar kosta um 23 milljarða króna en helmingur fjármagnsins fer í nýju flugstöðina á meðan hinn helmingurinn fer í framkvæmdir á flugvallarsvæðinu sjálfu og endurnýjun á búnaði og flugbrautum.

Nýja flugstöðin mun koma með 16 innritunarborðum, fjölda veitingastaða, tveimur ferðatöskufæriböndum í komusal, sex brottfararhliðum auk fjölda annarra rýma.

Flugstöðin nýja verður 8 sinnum stærri en sú sem fyrir er

Verkefnið er á áætlun þrátt fyrir eldsvoða sem kom upp í þaki flugstöðvarinnar í september í fyrra en áætluð verklok eru fyrir lok þessa árs.

Þá verður yfirlag flugbrauta og stæða endurnýjuð, skipt verður um flugbrautarljós og leiðslur og nýrri tækni komið fyrir en Barry Reimer segir að sumt af því sem er notað á flugvellinum sé orðið það gamalt að það eigi í raun og veru aðeins heima á Smithsonian-flugsafninu.

Nýja flugstöðin að innan

Tölvugerð mynd af flugstöðinni sem verður rauð á litinn

Ný eldsneytisstöð verður reist sem mun spara þann tíma sem fer í að setja eldsneyti á flugvélar, nýjum akstursbrautum verður komið fyrir og þá er gert ráð fyrir nýju flugvallarstæði og flugskýli fyrir þyrlur og vinnuvélar og flugvallartæki á borð við snjómoksturtæki.

Myndband:

A sneak peak at Iqaluit's new airport terminal

Iqaluit's airport manager John Hawkins gives a sneak peak of the new airport terminal under construction. It's scheduled to be opened August 9, 2017

Posted by CBC Nunavut on Tuesday, August 16, 2016







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga