flugfréttir

Ný Icelandair Saga Lounge setustofa opnuð í Leifsstöð

12. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:31

Nýja Saga Lounge er um tvöfalt stærri en sú sem fyrir var í kjallara flugstöðvarinnar

Icelandair opnaði í gærkvöldi nýja og glæsilega setustofa á Saga Lounge í flugstöð Leifs Eiríkssonar en setustofan er staðsett í nýrri byggingu á efstu hæði flugstöðvarinnar.

Um er að ræða 400 fermetra svæði þar sem fer saman falleg norræn hönnun, innblásin af íslenskri náttúru og menningu og frábært útsýni yfir flugstarfsemina á vellinum og alla leið til Snæfellsjökuls.

Nýja setustofan er um tvöfalt stærri en sú eldri en sú sem var í kjallara flugstöðvarinnar og þá var sætum og veitingastöðum fjölgað og þægindi aukin. Icelandair Saga Lounge er einn af fjölsóttari samkomustöðum landsins en gert er ráð fyrir að gestir félagsins þar verði um 120 þúsund á árinu.

Setustofan var hönnuð af Eggert Ketilssyni og Stíg Steinþórssyni sem höfðu að leiðarljósi stefnu Icelandair um að bjóða viðskiptavinum endurnærandi íslenska upplifun með lita- og efnisvali og sérstökum munum eins og afsteypu af þekktum álfasteini.

Á myndinni opna þeir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Keflavíkurflugvelli og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair nýju setustofuna með formlegum hætti að viðstöddu fjölmenni.

  fréttir af handahófi

Virgin Orbit sendi eldflaug út í geim frá júmbó-þotu

18. janúar 2021

|

Virgin Orbit, fyrirtæki í eigu milljarðamæringsins Richard Branson, tókst í gær að skjóta eldflauginni LauncherOne á loft út í geim frá júmbó-þotu af gerðinni Boeing 747-400 sem flaug með eldflaugina

Flair Airlines pantar þrettán Boeing 737 MAX þotur

29. janúar 2021

|

Kanadíska lágfargjaldarfélagið Flair Airlines hefur lagt inn pöntun í þrettán þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 en félagið, sem var stofnað árið 2005, hefur í dag þrjár þotur í flotanum sem eru af g

Ryanair sakar franska ríkið um að mismuna lágfargjaldafélögum

15. febrúar 2021

|

Ryanair hefur ítrekað óánægju sína yfir ákvörðun frönsku ríkisstjórnarinnar um að veita frekari fjárhagslega aðstoð til Air France og segir félagið að lítið sem ekkert sé gert til að koma til móts v

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00