flugfréttir

Hátíðarflug Icelandair með Vatnajökli yfir Ísland

- Flogið til Egilsstaða og til baka með fjölmiðlafólk og boðsgesti

15. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:28

Flugið var flogið sl. laugardag (13. maí)

Icelandair flaug sl. laugardag sérstakt hátíðarflug með einni af Boeing 757 vélum félagsins sem hefur verið máluð í glæsilegum litabúningi Vatnajökuls í tilefni að 80 ára afmæli félagsins.

Vatnajökull, sem ber skráninguna TF-FIR, er önnur „þemaflugvél“ Icelandair en í febrúar árið 2015 fékk TF-FIU nafnið Hekla Aurora eftir að hún var máluð í litum norðurljósanna.

Um borð í hátíðarfluginu sl. laugardag voru 100 manns, boðsgestir og fjölmiðlamenn og var farið í loftið frá Keflavíkurflugvelli um hádegisbil og flogið til Egilsstaða þar sem erlendir blaðamenn fóru frá borði.

Þótt um var að ræða útsýnisflug þá voru veðurguðirnir ekki ýkja örlátir á heiðríkjuna þar sem landslag skýjanna spilaði stórt hlutverk en gestir um borð í vélinni fengu þrátt fyrir það einstakt tækifæri að upplifa sérstaka flugferð yfir landið með viðkomu á Egilsstöðum og lágflug yfir allt höfuðborgarsvæðið á leiðinni til baka.

Flogið var með fram suðurströnd landsins eftir flugtak frá braut 11 á Keflavíkurflugvelli klukkan 12:55 og var flogið yfir ósa Ölfusár og Þjórsár, yfir Heklu og Landmannalaugar og var vélin komin að Öræfajökli klukkan 13:24.

Ósar Þjórsár

Þaðan var beygt til norðurs inn yfir Vatnajökul og flogið yfir hann í 15.000 fetum í von um að fá sýn á jökulinn milli skýjanna en veðurguðurnir földu hann vel í skýjahjúpnum.

Yfir Þríhyrningsfjallgarði var tekin beygja til austurs í átt að enda Lagarfljótsins og tekin lokastefna inn á braut 04 á Egilsstaðaflugvelli þar sem vélin lenti klukkan 13:52.

Komið var við á Egilsstöðum í 50 mínútur

Erlendur hópur blaðamanna fór úr vélinni á Egilsstöðum og fengu gestir einnig að fara frá borði og skoða vélina betur og taka myndir en eftir 50 mínútna viðdvöl var farið aftur í loftið.

Á suðurleiðinni var flogið norður yfir landið og tekin stefna í átt að Reykjavík niður eftir Kili og komið niður fyrir skýjahæð í 5.000 fetum í Mosfellsdalnum og við tók glæsilegt útsýni yfir höfuðborgarsvæðið.

Flogið var suður fyrir úthverfin, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog og því næst haldið norður yfir sundin og tekin stefna að braut 19 þar sem vélin fór í lágflugi yfir miðborgina og yfir höfuðstöðvar Icelandair og að því loknu var haldið suður til Keflavíkur þar sem vélin lenti klukkan 15:37.

Í lágflugi yfir Reykjavíkurflugvelli

Flugmennirnir í þessu skemmtilega flugi voru þau Eva María Guðmundsdóttir og flugstjórinn var Eiríkur Haraldsson.

Icelandair hefur sett í loftið sérstaka undirsíðu um Vatnajökul þar sem má sjá stórglæsilegt myndband þar sem sýnt er þegar flugvélin var máluð í litum jökulsins og stórbrotið myndskeið sem tekið var af vélinni á flugi yfir Vatnajökli á dögunum.

icelandair.is/vatnajokull

Hér að neðan má smella á slóð til að fara inn á sérstaka myndasíðu þar sem sjá má 60 ljósmyndir úr fluginu í hærri upplausn.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga