flugfréttir

Einkaþota Elvis Presleys verður seld á uppboði

- Lockheed JetStar-þotan hefur verið geymd í eyðimörkinni í Roswell í 30 ár

22. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:16

Einkaþotan verður seld á uppboði þann 27. maí

Einkaþota, sem var eitt sinn í eigu poppgoðsins Elvis Presley, verður seld á uppboði í næstu viku eftir að hafa varið 30 árum í flugvélakirkjugarði í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó.

Einkaþotan, sem er rauð á lit, er af gerðinni Lockheed JetStar, smíðuð árið 1962 og er hún því 55 ára gömul.

Vélin verður seld hæstbjóðanda á uppboði sem fer fram þann 27. maí en upphafsboð er í 10.000 bandaríkjadölum sem samsvarar 993.000 krónum en búast má við því að vélin verði seld á mun hærra verði.


">

Farþegarýmið í Lockheed JetStar einkaþotu Elvis Presleys

Ekki verður hægt að fljúga þotunni af uppboðsstaðnum þar sem búið er að fjarlægja hreyfla hennar. Það er fyrirtækið GWS Auction Inc. í Kaliforníu sem mun bjóða vélina upp en einkaþotan er metin á 198 til 340 milljónir króna.

„Þetta er týnda þotan hans Elvis sem var honum mjög mikilvæg en hann átti þotuna ásamt föður sínum, Vernon“, segir á vefsíðu uppboðsfyrirtækisins.

Netmiðillinn Celebrity Insider greindi frá því á laugardag að hörðustu Elvis-aðdáendurnir vonast flestir til þess að Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona goðsins, muni kaupa þotuna og koma henni fyrir á safni eða á Graceland í Memphis.

Einkaþotan er núna í eigu einkaaðila sem vill ekki koma fra undir nafni en Elvis átti einnig aðrar einkaþotur.

Innréttingarnar í einkaþotunni voru sérstaklega hannaðar að ósk Elvis sem lét innrétta hana eftir sínu höfði með gullhúðuðu tréverki, rauðu teppi á gólfi og rauðum sætum með flauel-áklæði.

Vélin er ein af þeim 204 þotum sem Lockheed framleiddi í samvinnu við JetStar frá árinum 1957 og 1978.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Flugmenn hjá Ryanair vilja fastan ráðningarsamning

21. september 2017

|

Flugmenn á 17 bækistöðvum Ryanair, víðsvegar um Evrópu, krefjast þess nú að fá fastan ráðningarsamning hjá félaginu til langstíma samkvæmt reglugerðum í hverju landi fyrir sig.

Ruglaði saman merkingum á 286 ferðatöskum

21. september 2017

|

Flugvallarstarfsmaður á Changi-flugvellinum í Singapore hefur verið ákærður vegna gruns um að hafa skipt um merkingar á fjölda innritaðra ferðataskna með þeim afleiðingum að þær fór með flugi til kol

Ryanair reynir að fá forstjóra Malaysian aftur til starfa

15. október 2017

|

Ryanair gerir nú tilraun til þess að fá aftur til starfa Peter Bellew og gera hann að rekstrarstjóra félagsins í stað Michael Hickey, sem hefur sagt starfi sínu lausu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

Líftími hreyflablaða í Boeing 787 styttri en talið var

11. desember 2017

|

Nokkur flugfélög í heiminum, sem hafa Dreamliner-þoturnar í flota sínum sem koma með Trent 1000 hreyflum frá Rolls-Royce, standa frammi fyrir mögulegum seinkunum á flugi yfir jólin og áramót vegna va

„Það mun koma önnur niðursveifla í fraktfluginu“

11. desember 2017

|

Talið er að frakflug í heiminum eigi eftir að halda áfram að aukast jafnt og þétt á næsta ári og er talið að árið 2018 verði mjög gott almennt séð í flugfraktinni.

249.000 farþegar með Icelandair í nóvember

10. desember 2017

|

Alls voru 249.000 farþegar sem flugu með Icelandair í nóvembermánuði sem leið sem er 8 prósenta aukning samanborðið við nóvember í fyrra.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00