flugfréttir

Einkaþota Elvis Presleys verður seld á uppboði

- Lockheed JetStar-þotan hefur verið geymd í eyðimörkinni í Roswell í 30 ár

22. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:16

Einkaþotan verður seld á uppboði þann 27. maí

Einkaþota, sem var eitt sinn í eigu poppgoðsins Elvis Presley, verður seld á uppboði í næstu viku eftir að hafa varið 30 árum í flugvélakirkjugarði í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó.

Einkaþotan, sem er rauð á lit, er af gerðinni Lockheed JetStar, smíðuð árið 1962 og er hún því 55 ára gömul.

Vélin verður seld hæstbjóðanda á uppboði sem fer fram þann 27. maí en upphafsboð er í 10.000 bandaríkjadölum sem samsvarar 993.000 krónum en búast má við því að vélin verði seld á mun hærra verði.


">

Farþegarýmið í Lockheed JetStar einkaþotu Elvis Presleys

Ekki verður hægt að fljúga þotunni af uppboðsstaðnum þar sem búið er að fjarlægja hreyfla hennar. Það er fyrirtækið GWS Auction Inc. í Kaliforníu sem mun bjóða vélina upp en einkaþotan er metin á 198 til 340 milljónir króna.

„Þetta er týnda þotan hans Elvis sem var honum mjög mikilvæg en hann átti þotuna ásamt föður sínum, Vernon“, segir á vefsíðu uppboðsfyrirtækisins.

Netmiðillinn Celebrity Insider greindi frá því á laugardag að hörðustu Elvis-aðdáendurnir vonast flestir til þess að Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona goðsins, muni kaupa þotuna og koma henni fyrir á safni eða á Graceland í Memphis.

Einkaþotan er núna í eigu einkaaðila sem vill ekki koma fra undir nafni en Elvis átti einnig aðrar einkaþotur.

Innréttingarnar í einkaþotunni voru sérstaklega hannaðar að ósk Elvis sem lét innrétta hana eftir sínu höfði með gullhúðuðu tréverki, rauðu teppi á gólfi og rauðum sætum með flauel-áklæði.

Vélin er ein af þeim 204 þotum sem Lockheed framleiddi í samvinnu við JetStar frá árinum 1957 og 1978.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

United mun hætta flugi til Venesúela

5. júní 2017

|

United Airlines ætlar sér að hætta öllu flugi til Venesúela bæði vegna ástandsins í landinu og einnig þar sem flugið er ekki lengur arðbært fyrir félagið.

Fórst í aðflugi að Lukla-flugvellinum í Nepal

29. maí 2017

|

Tveir eru látnir í flugslysi í Nepal í gær er tveggja hreyfla Let L-410UVP flugvél frá Summit Air fórst skömmu fyrir lendingu á Lukla-flugvellinum.

Helmingur starfsfólks Air Zimbabwe verður sagt upp

15. júlí 2017

|

Afríska flugfélagið Air Zimbabwe ætlar að fækka starfsfólki sínu um helming til að ná að halda starfsemi félagsins gangandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair mun hefja flug til Cleveland

22. ágúst 2017

|

Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Cleveland á næsta ári en borgin er nítjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu.

Flugmenn Thomas Cook boða til verkfalls

22. ágúst 2017

|

Samtök breskra atvinnuflugmanna (BALPA) hafa lýst því yfir að flugmenn hjá Thomas Cook Airlines hafi kosið um verkfallsaðgerðir með 88 prósent atkvæðum eftir atkvæðagreiðslu.

FAA gerir úttekt á flugöryggismálum í Nígeríu

22. ágúst 2017

|

Starfsmenn frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) eru nú komnir til Nígeríu til að gera úttekt á öryggismálum í fluginu í landinu sem hefur ekki verið hátt skrifað að undanförnu er kemur að flugöry

Galli í hæðarmæli talin orsök áreksturs tveggja þotna yfir Senegal

22. ágúst 2017

|

Flugslysasérfræðingar hafa komist að niðurstöðu varðandi orsök flugslyss sem átti sér stað yfir Senegal þann 5. september árið 2015 er tvær vélar rákust saman í háloftunum, þota af gerðinni Boeing 7

Norwegian reynir að laða til sín flugmenn frá Air Berlin

21. ágúst 2017

|

Norwegian mun halda atvinnuviðtöl í Berlín og í Dusseldorf en flugfélagið norska vonast til þess ráða til sín þá flugmenn sem hafa flogið fyrir Air Berlin sem lýsti yfir gjaldþroti í seinustu viku.

Kish Air í Íran pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

21. ágúst 2017

|

Flugfélagið Kish Air í Íran hefur gert samkomulag við Boeing um pöntun á tíu Boeing 737 MAX þotum.

Icelandair leigir eina Boeing 757 þotu til Suður-Ameríku

21. ágúst 2017

|

Icelandair og Loftleiðir Icelandic hafa gengið frá leigusamningi á einni Boeing 757-200 þotu sem verður leigð til suður-ameríska flugfélagsins LAW (Latin American Wings) í Chile en félagið mun fá véli

Delta gerir upp á milli A320neo og Boeing 737 MAX

20. ágúst 2017

|

Delta Air Lines er nú íhuga pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur en flugvélar frá Boeing og Airbus koma til greina sem verið er að skoða.

Flugstjóri sendur í hraðbanka ef Air Berlin greiðir ekki fyrirfram

19. ágúst 2017

|

Einn flugvöllur í Evrópu hefur farið fram á að Air Berlin greiði lendingargjöld sín fyrirfram áður en félagið flýgur til vallarins en að öðru leyti verður farið fram á flugstjórinn greiða afgreiðslu

Icelandair mun fljúga til Berlínar

18. ágúst 2017

|

Icelandair mun þann 3. nóvember í haust hefja flug til Berlínar sem er nýr áfangastaður hjá félaginu en flogið verður til Tegel-flugvallarins og verður flogið allan ársins hring.