flugfréttir

Einkaþota Elvis Presleys verður seld á uppboði

- Lockheed JetStar-þotan hefur verið geymd í eyðimörkinni í Roswell í 30 ár

22. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:16

Einkaþotan verður seld á uppboði þann 27. maí

Einkaþota, sem var eitt sinn í eigu poppgoðsins Elvis Presley, verður seld á uppboði í næstu viku eftir að hafa varið 30 árum í flugvélakirkjugarði í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó.

Einkaþotan, sem er rauð á lit, er af gerðinni Lockheed JetStar, smíðuð árið 1962 og er hún því 55 ára gömul.

Vélin verður seld hæstbjóðanda á uppboði sem fer fram þann 27. maí en upphafsboð er í 10.000 bandaríkjadölum sem samsvarar 993.000 krónum en búast má við því að vélin verði seld á mun hærra verði.


">

Farþegarýmið í Lockheed JetStar einkaþotu Elvis Presleys

Ekki verður hægt að fljúga þotunni af uppboðsstaðnum þar sem búið er að fjarlægja hreyfla hennar. Það er fyrirtækið GWS Auction Inc. í Kaliforníu sem mun bjóða vélina upp en einkaþotan er metin á 198 til 340 milljónir króna.

„Þetta er týnda þotan hans Elvis sem var honum mjög mikilvæg en hann átti þotuna ásamt föður sínum, Vernon“, segir á vefsíðu uppboðsfyrirtækisins.

Netmiðillinn Celebrity Insider greindi frá því á laugardag að hörðustu Elvis-aðdáendurnir vonast flestir til þess að Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona goðsins, muni kaupa þotuna og koma henni fyrir á safni eða á Graceland í Memphis.

Einkaþotan er núna í eigu einkaaðila sem vill ekki koma fra undir nafni en Elvis átti einnig aðrar einkaþotur.

Innréttingarnar í einkaþotunni voru sérstaklega hannaðar að ósk Elvis sem lét innrétta hana eftir sínu höfði með gullhúðuðu tréverki, rauðu teppi á gólfi og rauðum sætum með flauel-áklæði.

Vélin er ein af þeim 204 þotum sem Lockheed framleiddi í samvinnu við JetStar frá árinum 1957 og 1978.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Airbus kaupir þjálfunarmiðstöð í Colorado

7. janúar 2018

|

Airbus mun á næstunni opna fyrstu flugþjálfunarmiðstöð sína á vesturströnd Bandaríkjanna en flugvélaframleiðandinn evrópski hefur fjárfest í fyrirtækinu Strategic Simulations Solutions í Aurora í Col

Vilja framleiða enn fleiri Airbus A320 þotur

6. febrúar 2018

|

Airbus leitar nú leiða til þess að auka framleiðsluhraðann á Airbus A320 þotunni enn frekar.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Vandamál með hjólabúnað á Bombardier-vél

23. febrúar 2018

|

Vandamál kom upp með hjólabúnað á Bombardier Dash 8 Q400 flugvél hjá Croatia Airlines er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Brussel í gær eftir flug frá Zagreb.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Líktu eftir sömu aðstæðum í flughermi

22. febrúar 2018

|

Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00