flugfréttir

Einkaþota Elvis Presleys verður seld á uppboði

- Lockheed JetStar-þotan hefur verið geymd í eyðimörkinni í Roswell í 30 ár

22. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:16

Einkaþotan verður seld á uppboði þann 27. maí

Einkaþota, sem var eitt sinn í eigu poppgoðsins Elvis Presley, verður seld á uppboði í næstu viku eftir að hafa varið 30 árum í flugvélakirkjugarði í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó.

Einkaþotan, sem er rauð á lit, er af gerðinni Lockheed JetStar, smíðuð árið 1962 og er hún því 55 ára gömul.

Vélin verður seld hæstbjóðanda á uppboði sem fer fram þann 27. maí en upphafsboð er í 10.000 bandaríkjadölum sem samsvarar 993.000 krónum en búast má við því að vélin verði seld á mun hærra verði.


">

Farþegarýmið í Lockheed JetStar einkaþotu Elvis Presleys

Ekki verður hægt að fljúga þotunni af uppboðsstaðnum þar sem búið er að fjarlægja hreyfla hennar. Það er fyrirtækið GWS Auction Inc. í Kaliforníu sem mun bjóða vélina upp en einkaþotan er metin á 198 til 340 milljónir króna.

„Þetta er týnda þotan hans Elvis sem var honum mjög mikilvæg en hann átti þotuna ásamt föður sínum, Vernon“, segir á vefsíðu uppboðsfyrirtækisins.

Netmiðillinn Celebrity Insider greindi frá því á laugardag að hörðustu Elvis-aðdáendurnir vonast flestir til þess að Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona goðsins, muni kaupa þotuna og koma henni fyrir á safni eða á Graceland í Memphis.

Einkaþotan er núna í eigu einkaaðila sem vill ekki koma fra undir nafni en Elvis átti einnig aðrar einkaþotur.

Innréttingarnar í einkaþotunni voru sérstaklega hannaðar að ósk Elvis sem lét innrétta hana eftir sínu höfði með gullhúðuðu tréverki, rauðu teppi á gólfi og rauðum sætum með flauel-áklæði.

Vélin er ein af þeim 204 þotum sem Lockheed framleiddi í samvinnu við JetStar frá árinum 1957 og 1978.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Þörf fyrir allt að 100 Airbus A380 risaþotur í Kína

20. september 2017

|

Airbus segir að markaður sé fyrir 60 til 100 risaþotur af gerðinni Airbus A380 í Kína á næstu fimm til sjö árum.

Stefna á 14 Dreamliner-þotur á mánuði árið 2019

14. september 2017

|

Boeing ætlar sér að slá met í framleiðsluhraða á breiðþotum með því að hækka afkastagetuna í smíði á Dreamliner-þotunni upp á 14 eintök á mánuði árið 2019.

Emirates mun fá fyrstu Boeing 777X vélina

6. október 2017

|

Boeing hefur tilkynnt að Emirates verði fyrsta flugfélagið til að fá nýju Boeing 777X þotuna afhenta sem verður arftaki Boeing 777 þotunnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

20. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

Hringsólaði í 7 klukkustundir til að brenna eldsneyti

16. október 2017

|

Breiðþota frá Turkish Airlines af gerðinni Airbus A330 hringsólaði í 7 klukkustundir í nágrenni við Istanbúl sl. föstudag skömmu eftir flugtak frá Ataturk-flugvellinum.

Lufthansa undirbýr tilboð í rekstur Alitalia

16. október 2017

|

Lufthansa ætlar sér að gera tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að senda inn tilboð mun renna út í dag.

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

16. október 2017

|

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með easyJet.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00