flugfréttir

Einkaþota Elvis Presleys verður seld á uppboði

- Lockheed JetStar-þotan hefur verið geymd í eyðimörkinni í Roswell í 30 ár

22. maí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:16

Einkaþotan verður seld á uppboði þann 27. maí

Einkaþota, sem var eitt sinn í eigu poppgoðsins Elvis Presley, verður seld á uppboði í næstu viku eftir að hafa varið 30 árum í flugvélakirkjugarði í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó.

Einkaþotan, sem er rauð á lit, er af gerðinni Lockheed JetStar, smíðuð árið 1962 og er hún því 55 ára gömul.

Vélin verður seld hæstbjóðanda á uppboði sem fer fram þann 27. maí en upphafsboð er í 10.000 bandaríkjadölum sem samsvarar 993.000 krónum en búast má við því að vélin verði seld á mun hærra verði.


">

Farþegarýmið í Lockheed JetStar einkaþotu Elvis Presleys

Ekki verður hægt að fljúga þotunni af uppboðsstaðnum þar sem búið er að fjarlægja hreyfla hennar. Það er fyrirtækið GWS Auction Inc. í Kaliforníu sem mun bjóða vélina upp en einkaþotan er metin á 198 til 340 milljónir króna.

„Þetta er týnda þotan hans Elvis sem var honum mjög mikilvæg en hann átti þotuna ásamt föður sínum, Vernon“, segir á vefsíðu uppboðsfyrirtækisins.

Netmiðillinn Celebrity Insider greindi frá því á laugardag að hörðustu Elvis-aðdáendurnir vonast flestir til þess að Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona goðsins, muni kaupa þotuna og koma henni fyrir á safni eða á Graceland í Memphis.

Einkaþotan er núna í eigu einkaaðila sem vill ekki koma fra undir nafni en Elvis átti einnig aðrar einkaþotur.

Innréttingarnar í einkaþotunni voru sérstaklega hannaðar að ósk Elvis sem lét innrétta hana eftir sínu höfði með gullhúðuðu tréverki, rauðu teppi á gólfi og rauðum sætum með flauel-áklæði.

Vélin er ein af þeim 204 þotum sem Lockheed framleiddi í samvinnu við JetStar frá árinum 1957 og 1978.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Riftun á kjarnorkusamkomulagi byr undir vængi Sukhoi

16. júlí 2018

|

Ákvörðun Bandaríkjanna um að draga til baka kjarnorkusamkomulagið sem gert var við Írani er vatn á myllu rússneska flugvélaframleiðandans Sukhoi.

The Dirty Dozen veggspjald númer tvö fjallar um kæruleysi

25. apríl 2018

|

Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefur nú út veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen".

Hafa aðeins 48 tíma til að innrita sig á Netinu

17. maí 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að taka upp sérstakt aukagjald fyrir þá sem innrita sig ekki í flug á Netinu og þá hafa farþegar einnig styttri tíma til að innrita sig.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

Metumferð um Vnukovo-flugvöll vegna HM í Rússlandi

12. júlí 2018

|

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur orðið til þess að aldrei áður hafa eins margir farþegar farið um Vnokovo-flugvöllinn í Moskvu.