flugfréttir

Leit stendur yfir af herflugvél í Myanmar

- 116 manns um borð - Talið að véli hafi farist yfir Andaman-hafi

7. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:19

Allt að 120 manns eru um borð í vélinni sem hefur verið saknað frá klukkan 07:05 í morgun að íslenskum tíma

Leit stendur yfir af herflugvél með um 120 manns um borð sem saknað hefur verið frá því í morgun í Myanmar en vélin hvarf af ratsjá klukkan 07:05 í morgun að íslenskum tíma.

Vélin fór í loftið frá borginni Myeik í suðurhluta landsins áleiðis til höfuðborgarinnar Yangoon en sambandið rofnaði þegar vélin var yfir Andaman-hafi en þá var vélin í um 32 kílómetra fjarlægð vestur af bænum Dawei.

Vélin er af gerð Shaanxi Y-8 sem er fjögurra hreyfla herflutningavél með skrúfumótora sem framleidd hefur verið í Kína frá árinu 1981.

Vélin var yfir Andamann-hafi á leið til Yangoon þegar hún hvarf af ratsjá
í morgun

Flugvélar og skip hafa verið við leit á svæðinu en um borð voru 106 hermenn og fjölskyldur þeirra auk 14 manna áhafnar en aðrir fjölmiðlar segja að 105 farþegar séu um borð auk 11 manna áhafnar.

Heimildarmaður sem kunnugur er málinu segir að sennilega hafi bilun hafi komið upp í vélinni en veðrið á svæðinu var mjög gott.

Ekki hefur verið staðfest hvort að vélin hafi farist en rétt fyrir klukkan 13:00 að íslenskum tíma bárust fregnir um að vitað sé um allt að 15 manns sem hafi lifað flugslysið af en það er þó enn óstaðfest.

Þá hafa einnig fréttir borist af því að búið sé að koma auga á brak í sjónum sem talið er vera úr vélinni.  fréttir af handahófi

Eurowings lætur fólk kjósa um nýjan áfangastað

7. október 2017

|

Það fer oft mikil rannsóknarvinna í að ákveða nýjan áfangastað hjá flugfélögunum þar sem athuga þarf vel hversu mikill eftirspurn er eftir flugsætum á flugleiðinni.

Icelandair leitar að flugmönnum framtíðarinnar

25. september 2017

|

Icelandair hefur ákveðið að setja af stað flugnámsbraut í samstarfi við flugskóla, bæði hér á landi sem og erlendis, til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja sér hæft starfsfólk ti

Kish Air í Íran pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

21. ágúst 2017

|

Flugfélagið Kish Air í Íran hefur gert samkomulag við Boeing um pöntun á tíu Boeing 737 MAX þotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

20. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

Hringsólaði í 7 klukkustundir til að brenna eldsneyti

16. október 2017

|

Breiðþota frá Turkish Airlines af gerðinni Airbus A330 hringsólaði í 7 klukkustundir í nágrenni við Istanbúl sl. föstudag skömmu eftir flugtak frá Ataturk-flugvellinum.

Lufthansa undirbýr tilboð í rekstur Alitalia

16. október 2017

|

Lufthansa ætlar sér að gera tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að senda inn tilboð mun renna út í dag.

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

16. október 2017

|

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með easyJet.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00