flugfréttir
Flugdagurinn á Akureyri fer fram 17. júní

Frá flugdeginum á Akureyri árið 2014
Þeir sem misstu að flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum geta bætt það upp á morgun með því að skella sér norður yfir heiðar en þar fer fram ekki síðri sýning á Akureyri.
Það er Flugsafn Íslands sem stendur fyrir flugdeginum á 17. júní á Akureyrarflugvelli en þar verður margt
skemmtilegt og forvitnilegt í boði.
Stórar og litlar flugvélar, hljóðlátar og háværar munu mæta á svæðið en meðal þeirra aðila sem munu taka virkan
þátt í sýningunni er Landhelgisgæslan, Flugfélag Íslands (Air Iceland Connect), Norlandair, Circle Air og Mýflug.
Þá verður einnig boðið upp á útsýnisflug gegn vægi gjaldi fyrir þá sem vilja bregða sér af yfirborði jarðar í smástund.
Opnað verður inn á svæðið klukkan 13:00 en nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Flugsafns Íslands
Mynd: Flugsafn Íslands


21. mars 2018
|
Boeing hefur lýst því yfir að ekki verði tekið neitt umfangsmikið stökk á sviði tækninnar til að láta nýja farþegaþotu verða að veruleika.

7. febrúar 2018
|
Ryanair mun fá fyrsta eintakið af Boeing 737 MAX 200 þotunni vorið 2019 en vélin er sérstök útgáfa af 737 MAX sem ætluð er fyrir lágfargjaldafélögin.

10. mars 2018
|
Turkish Airlines hefur lagt inn pöntun bæði til Boeing og Airbus í alls 60 nýjar farþegaþotur en pöntunin samanstendur bæði af breiðþotum og minni þotum.

23. apríl 2017
|
Vandamál með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce á Boeing 787-9 Dreamliner-þotunum hefur valdið því að áætlunarflug hjá Air New Zealand hefur nokkrum sinnum sl. daga þurft að lenda á miðri leið til

22. apríl 2018
|
Boeing hefur hafið niðurrif á einni af þeim fyrstu Dreamliner-þotum sem smíðaðar voru en um er að ræða fimmtu Boeing 787-8 tilraunarþotuna sem smíðuð var.

21. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal