flugfréttir

Farþegar komu auga á eldsneytisleka rétt fyrir brottför

16. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:54

Skjáskot af myndbandi sem brúðhjónin tóku út um gluggann en þau sýndu flugmönnunum myndbandið er þeim var boðið frammí stjórnklefann

Flugfélagið United Airlines þurfti að fella niður flug í vikunni eftir að mikill eldsneytisleki kom upp í vinstri væng á Boeing 767 þotu félagsins.

Vélin var á leið í flugtak á Newark-Liberty flugvellinum í Bandaríkjunum áleiðis til Feneyja á Ítalíu en brúðhjón, sem voru á leið í brúðkaupsferðina, voru meðal þeirra farþega sem komu auga á lekann á vængnum.

Brúðurinn sagði að hún hefði verið að horfa út um gluggann með flugkvíða í maganum er hún tók eftir því að eldsneyti fór að sprautast á fullu úr vængnum en þá var vélin að aka í átt að flugbrautinni fyrir flugtak.

Brúðhjónin Rachel og Mike Brumfield

Að söfn hennar þá tóku flugfreyjurnar því ekki vel og sögðu henni að vera róleg og setjast og tilkynntu henni að það væri allt í sómanum.

„Ef þetta er ekki neyðartilfelli þá skaltu vera í sætinu þínu“, á flugfreyjan að hafa sagt en þegar hún leit sjálf út um gluggann þá fór hún rakleiðis í átt að stjórnklefanum til að láta flugmennina vita.

Brúðurin segir að flugfreyjan hafi síðan komið til baka, þakkað þeim fyrir ábendinguna og boðið þeim fram í stjórnklefann þar sem þau ræddu við flugmennina þar sem vélin var ekki að fara neitt vegna atviksins en fluginu var aflýst skömmu síðar.

Flugfreyjan bauð þeim kampavín frammí og sýndu þau flugmönnunum meðal annars myndband af lekanum.

Flugmennirnir báðu þau um að vara varlega með að setja myndbandið á samfélagsmiðla en hugur þeirra í garð United Airlines breyttist eftir að félagið náði ekki að finna annað flug fyrir þau þar sem brúðhjónin áttu bókaða siglingu um Miðjarðarhafið og höfðu þau miklar áhyggjur af því að missa af siglingunni.

Brúðhjónin sögðust hafa verið mjög hissa yfir því hversu lítið United Airlines vildi gera fyrir þau en þau náðu að bóka næturflug með Delta en þurftu að eyða nóttunni á JFK-flugvellinum þar sem þau sváfu á gólfinu við ferðatöksufærðiband í flugstöðinni.  fréttir af handahófi

Afhendingar á A350 til Finnair komnar í eðlilegt horf

8. júní 2017

|

Finnair segir að afhendingar á Airbus A350 þotunum séu að komast í eðlilegt horf en mikil seinkun var á afhendingum á vélunum frá Airbus vegna tafa hjá þeim birgjum sem framleiða innréttingar og sæt

Bygging fyrir tvo nýja flugherma Icelandair rís á Flugvöllum

16. ágúst 2017

|

Framkvæmdir standa nú yfir við nýbyggingu þjálfunarseturs Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði en byggingin mun hýsa flugherma fyrir tvær flugvélategundir, Boeing 737 MAX og Boeing 767.

Primera Air pantar tíu þotur af gerðinni Airbus A321neo

21. júní 2017

|

Primera Air hefur lagt inn pöntun í 10 nýjar þotur af gerðinni Airbus A321neo en tvær af þeim verða af langdrægari gerðinni sem nefnist Airbus A321LR (Long Range).

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair mun hefja flug til Cleveland

22. ágúst 2017

|

Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Cleveland á næsta ári en borgin er nítjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu.

Flugmenn Thomas Cook boða til verkfalls

22. ágúst 2017

|

Samtök breskra atvinnuflugmanna (BALPA) hafa lýst því yfir að flugmenn hjá Thomas Cook Airlines hafi kosið um verkfallsaðgerðir með 88 prósent atkvæðum eftir atkvæðagreiðslu.

FAA gerir úttekt á flugöryggismálum í Nígeríu

22. ágúst 2017

|

Starfsmenn frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) eru nú komnir til Nígeríu til að gera úttekt á öryggismálum í fluginu í landinu sem hefur ekki verið hátt skrifað að undanförnu er kemur að flugöry

Galli í hæðarmæli talin orsök áreksturs tveggja þotna yfir Senegal

22. ágúst 2017

|

Flugslysasérfræðingar hafa komist að niðurstöðu varðandi orsök flugslyss sem átti sér stað yfir Senegal þann 5. september árið 2015 er tvær vélar rákust saman í háloftunum, þota af gerðinni Boeing 7

Norwegian reynir að laða til sín flugmenn frá Air Berlin

21. ágúst 2017

|

Norwegian mun halda atvinnuviðtöl í Berlín og í Dusseldorf en flugfélagið norska vonast til þess ráða til sín þá flugmenn sem hafa flogið fyrir Air Berlin sem lýsti yfir gjaldþroti í seinustu viku.

Kish Air í Íran pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

21. ágúst 2017

|

Flugfélagið Kish Air í Íran hefur gert samkomulag við Boeing um pöntun á tíu Boeing 737 MAX þotum.

Icelandair leigir eina Boeing 757 þotu til Suður-Ameríku

21. ágúst 2017

|

Icelandair og Loftleiðir Icelandic hafa gengið frá leigusamningi á einni Boeing 757-200 þotu sem verður leigð til suður-ameríska flugfélagsins LAW (Latin American Wings) í Chile en félagið mun fá véli

Delta gerir upp á milli A320neo og Boeing 737 MAX

20. ágúst 2017

|

Delta Air Lines er nú íhuga pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur en flugvélar frá Boeing og Airbus koma til greina sem verið er að skoða.

Flugstjóri sendur í hraðbanka ef Air Berlin greiðir ekki fyrirfram

19. ágúst 2017

|

Einn flugvöllur í Evrópu hefur farið fram á að Air Berlin greiði lendingargjöld sín fyrirfram áður en félagið flýgur til vallarins en að öðru leyti verður farið fram á flugstjórinn greiða afgreiðslu

Icelandair mun fljúga til Berlínar

18. ágúst 2017

|

Icelandair mun þann 3. nóvember í haust hefja flug til Berlínar sem er nýr áfangastaður hjá félaginu en flogið verður til Tegel-flugvallarins og verður flogið allan ársins hring.