flugfréttir

Farþegar komu auga á eldsneytisleka rétt fyrir brottför

16. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:54

Skjáskot af myndbandi sem brúðhjónin tóku út um gluggann en þau sýndu flugmönnunum myndbandið er þeim var boðið frammí stjórnklefann

Flugfélagið United Airlines þurfti að fella niður flug í vikunni eftir að mikill eldsneytisleki kom upp í vinstri væng á Boeing 767 þotu félagsins.

Vélin var á leið í flugtak á Newark-Liberty flugvellinum í Bandaríkjunum áleiðis til Feneyja á Ítalíu en brúðhjón, sem voru á leið í brúðkaupsferðina, voru meðal þeirra farþega sem komu auga á lekann á vængnum.

Brúðurinn sagði að hún hefði verið að horfa út um gluggann með flugkvíða í maganum er hún tók eftir því að eldsneyti fór að sprautast á fullu úr vængnum en þá var vélin að aka í átt að flugbrautinni fyrir flugtak.

Brúðhjónin Rachel og Mike Brumfield

Að söfn hennar þá tóku flugfreyjurnar því ekki vel og sögðu henni að vera róleg og setjast og tilkynntu henni að það væri allt í sómanum.

„Ef þetta er ekki neyðartilfelli þá skaltu vera í sætinu þínu“, á flugfreyjan að hafa sagt en þegar hún leit sjálf út um gluggann þá fór hún rakleiðis í átt að stjórnklefanum til að láta flugmennina vita.

Brúðurin segir að flugfreyjan hafi síðan komið til baka, þakkað þeim fyrir ábendinguna og boðið þeim fram í stjórnklefann þar sem þau ræddu við flugmennina þar sem vélin var ekki að fara neitt vegna atviksins en fluginu var aflýst skömmu síðar.

Flugfreyjan bauð þeim kampavín frammí og sýndu þau flugmönnunum meðal annars myndband af lekanum.

Flugmennirnir báðu þau um að vara varlega með að setja myndbandið á samfélagsmiðla en hugur þeirra í garð United Airlines breyttist eftir að félagið náði ekki að finna annað flug fyrir þau þar sem brúðhjónin áttu bókaða siglingu um Miðjarðarhafið og höfðu þau miklar áhyggjur af því að missa af siglingunni.

Brúðhjónin sögðust hafa verið mjög hissa yfir því hversu lítið United Airlines vildi gera fyrir þau en þau náðu að bóka næturflug með Delta en þurftu að eyða nóttunni á JFK-flugvellinum þar sem þau sváfu á gólfinu við ferðatöksufærðiband í flugstöðinni.

  fréttir af handahófi

Metfjöldi farþega um Heathrow í aprílmánuði

15. maí 2017

|

Aldrei hafa eins margir farþegar farið um Heathrow-flugvöllinn í London í apríl en í seinasta mánuði varð 11 prósenta farþegaaukning milli ára þrátt fyrir að Heathrow-flugvöllur sé orðin fullsetinn.

Lion Air hættir við sjö Airbus A320 þotur

8. júní 2017

|

Indónesíska lágfargjaldafélagið Lion Air hefur hætt við pöntun í sjö Airbus A320 þotur og þar á meðal eru fimm af gerðinni A320neo.

Tilraunum með vænglinga lokið fyrir Sukhoi Superjet 100 þotuna

10. júní 2017

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhoi hefur lokið við prófanir á vængjum á Sukhoi Superjet 100 þotunni sem fara fram vegna uppsetningu á vænglingum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær Ilyushin Il-96-300 þotur pantaðar fyrir Rússlandsforseta

26. júní 2017

|

Vladimir Pútin mun fá tvær nýjar forsetaflugvélar af gerðinni Ilyushin Il-96-300.

BA tekur á leigu níu Airbus-þotur frá Qatar Airways

26. júní 2017

|

British Airways ætlar sér að taka á leigu níu Airbus A320 og Airbus A321 þotur frá Qatar Airways til að bregðast við yfirvofandi verkfalls sem skellur á þann 1. júlí næstkomandi.

Tíu herflugvélar urðu fyrir skemmdum eftir skýstróka

25. júní 2017

|

Tíu herflugvélar á vegum bandaríska flughersins skemmdust er skýstrókur gekk yfir Offutt Air Force Base herflugvöllinn í Nebraska á dögunum.

Einn metri skildi að dróna og Airbus A319 þotu frá easyJet

24. júní 2017

|

Aðeins einn metri skildi að Airbus A319 þotu frá easyJet og dróna er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Liverpool sl. fimmtudag.

Emirates segir að Airbus A380plus sé engin töfralausn

22. júní 2017

|

Emirates segist ekki ætla að panta fleiri Airbus A380 risaþotur nema Airbus fái fleiri flugfélög til að panta vélina og tryggi það að notaðar A380 þotur eigi sér framtíð.

Tvö flugfélög í Íran panta 73 þotur frá Airbus

22. júní 2017

|

Tvö flugfélög í Íran hafa gert samkomulag við Airbus um kaup á 73 farþegaþotum.

Qatar Airways vill kaupa 10 prósenta hlut í American

22. júní 2017

|

Qatar Airways hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa 10 prósenta hlut í American Airlines.

WOW air fyrsta flugfélagið til að fá A321neo afhenta í Evrópu

21. júní 2017

|

WOW air verður fyrsta flugfélagið í Evrópu til að hefja áætlunarflug með Airbus A321neo þotunni en félagið hefur nú þegar fengið sína fyrstu Airbus A320neo vél.

Primera Air pantar tíu þotur af gerðinni Airbus A321neo

21. júní 2017

|

Primera Air hefur lagt inn pöntun í 10 nýjar þotur af gerðinni Airbus A321neo en tvær af þeim verða af langdrægari gerðinni sem nefnist Airbus A321LR (Long Range).

Þriggja vikna seinkun á PW1100G hreyflinum

21. júní 2017

|

Þriggja vikna seinkun verður á afhendingum á PW1100G hreyflinum frá Pratt & Whitney til Airbus sökum mistaka sem urðu hjá birgjum sem framleiða íhluti í hreyfilinn.

 síðustu atvik

  2017-04-01 22:09:00