flugfréttir

Farþegar komu auga á eldsneytisleka rétt fyrir brottför

16. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:54

Skjáskot af myndbandi sem brúðhjónin tóku út um gluggann en þau sýndu flugmönnunum myndbandið er þeim var boðið frammí stjórnklefann

Flugfélagið United Airlines þurfti að fella niður flug í vikunni eftir að mikill eldsneytisleki kom upp í vinstri væng á Boeing 767 þotu félagsins.

Vélin var á leið í flugtak á Newark-Liberty flugvellinum í Bandaríkjunum áleiðis til Feneyja á Ítalíu en brúðhjón, sem voru á leið í brúðkaupsferðina, voru meðal þeirra farþega sem komu auga á lekann á vængnum.

Brúðurinn sagði að hún hefði verið að horfa út um gluggann með flugkvíða í maganum er hún tók eftir því að eldsneyti fór að sprautast á fullu úr vængnum en þá var vélin að aka í átt að flugbrautinni fyrir flugtak.

Brúðhjónin Rachel og Mike Brumfield

Að söfn hennar þá tóku flugfreyjurnar því ekki vel og sögðu henni að vera róleg og setjast og tilkynntu henni að það væri allt í sómanum.

„Ef þetta er ekki neyðartilfelli þá skaltu vera í sætinu þínu“, á flugfreyjan að hafa sagt en þegar hún leit sjálf út um gluggann þá fór hún rakleiðis í átt að stjórnklefanum til að láta flugmennina vita.

Brúðurin segir að flugfreyjan hafi síðan komið til baka, þakkað þeim fyrir ábendinguna og boðið þeim fram í stjórnklefann þar sem þau ræddu við flugmennina þar sem vélin var ekki að fara neitt vegna atviksins en fluginu var aflýst skömmu síðar.

Flugfreyjan bauð þeim kampavín frammí og sýndu þau flugmönnunum meðal annars myndband af lekanum.

Flugmennirnir báðu þau um að vara varlega með að setja myndbandið á samfélagsmiðla en hugur þeirra í garð United Airlines breyttist eftir að félagið náði ekki að finna annað flug fyrir þau þar sem brúðhjónin áttu bókaða siglingu um Miðjarðarhafið og höfðu þau miklar áhyggjur af því að missa af siglingunni.

Brúðhjónin sögðust hafa verið mjög hissa yfir því hversu lítið United Airlines vildi gera fyrir þau en þau náðu að bóka næturflug með Delta en þurftu að eyða nóttunni á JFK-flugvellinum þar sem þau sváfu á gólfinu við ferðatöksufærðiband í flugstöðinni.  fréttir af handahófi

Ætlar að bjóða börnum og unglingum upp á frítt kynnisflug

10. mars 2018

|

Flugmaður einn í New York fylki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að bjóða ungu fólki upp á ókeypis námskeið í fluginu sem mun fara fram mánaðarlega en með því vill hann hvetja börn og unglinga til þess

Norwegian stefnir á flug til Kanada

9. mars 2018

|

Norwegian stefnir á að hefja áætlunarflug til Kanada og hefur lágfargjaldafélagið norska sótt um leyfi til kanadískra flugmálayfirvalda fyrir flugi þangað frá Evrópu.

Hörður: Þeir segja að það sé draumur að fljúga Dornier-num“

2. febrúar 2018

|

Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á nýrri farþegaflugvél sem verður sú stærsta í flota félagsins en vélin er af gerðinni Dornier 328 og tekur 32 farþega í sæti.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

20. apríl 2018

|

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

JPMorgan-bankinn undirbýr tilboð í Norwegian fyrir IAG

20. apríl 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

United kaupir 20 notaðar Airbus A319 þotur

20. apríl 2018

|

United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

Orsök flugslyss: Flugmenn slepptu tékklista fyrir flugtak

20. apríl 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fá ferðastyrk Vildarbarna

19. apríl 2018

|

20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

Málmþreyta talin orsök sprengingar í hreyfli

18. apríl 2018

|

Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

Widerøe íhugar að panta minni Embraer-þotu

18. apríl 2018

|

Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

Avinor vill ekki malbika alla flugbrautina í Røros

17. apríl 2018

|

Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

Takmarkanir á Trent 1000 mun gera flugfélögum erfitt fyrir

17. apríl 2018

|

Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

Hreyfill sprakk á þotu frá Southwest í 31.000 fetum

17. apríl 2018

|

Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.