flugfréttir

Farþegar komu auga á eldsneytisleka rétt fyrir brottför

16. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:54

Skjáskot af myndbandi sem brúðhjónin tóku út um gluggann en þau sýndu flugmönnunum myndbandið er þeim var boðið frammí stjórnklefann

Flugfélagið United Airlines þurfti að fella niður flug í vikunni eftir að mikill eldsneytisleki kom upp í vinstri væng á Boeing 767 þotu félagsins.

Vélin var á leið í flugtak á Newark-Liberty flugvellinum í Bandaríkjunum áleiðis til Feneyja á Ítalíu en brúðhjón, sem voru á leið í brúðkaupsferðina, voru meðal þeirra farþega sem komu auga á lekann á vængnum.

Brúðurinn sagði að hún hefði verið að horfa út um gluggann með flugkvíða í maganum er hún tók eftir því að eldsneyti fór að sprautast á fullu úr vængnum en þá var vélin að aka í átt að flugbrautinni fyrir flugtak.

Brúðhjónin Rachel og Mike Brumfield

Að söfn hennar þá tóku flugfreyjurnar því ekki vel og sögðu henni að vera róleg og setjast og tilkynntu henni að það væri allt í sómanum.

„Ef þetta er ekki neyðartilfelli þá skaltu vera í sætinu þínu“, á flugfreyjan að hafa sagt en þegar hún leit sjálf út um gluggann þá fór hún rakleiðis í átt að stjórnklefanum til að láta flugmennina vita.

Brúðurin segir að flugfreyjan hafi síðan komið til baka, þakkað þeim fyrir ábendinguna og boðið þeim fram í stjórnklefann þar sem þau ræddu við flugmennina þar sem vélin var ekki að fara neitt vegna atviksins en fluginu var aflýst skömmu síðar.

Flugfreyjan bauð þeim kampavín frammí og sýndu þau flugmönnunum meðal annars myndband af lekanum.

Flugmennirnir báðu þau um að vara varlega með að setja myndbandið á samfélagsmiðla en hugur þeirra í garð United Airlines breyttist eftir að félagið náði ekki að finna annað flug fyrir þau þar sem brúðhjónin áttu bókaða siglingu um Miðjarðarhafið og höfðu þau miklar áhyggjur af því að missa af siglingunni.

Brúðhjónin sögðust hafa verið mjög hissa yfir því hversu lítið United Airlines vildi gera fyrir þau en þau náðu að bóka næturflug með Delta en þurftu að eyða nóttunni á JFK-flugvellinum þar sem þau sváfu á gólfinu við ferðatöksufærðiband í flugstöðinni.  fréttir af handahófi

Seinasta Tupolev Tu-154 þotan í Evrópu kveður

2. september 2017

|

Seinasta Tupolev Tu-154 þotan í löndum Evrópusambandsins kvaddi flugheiminn í vikunni þegar ríkisstjórnin í Slóvakíu tók seinustu Tu-154 vélina úr umferð úr flota Slovak Airlines.

Emirates fær tvær fyrstu SR22 G6 kennsluvélarnar frá Cirrus

7. september 2017

|

Flugakademía Emirates hefur fengið afhentar tvær fyrstu Cirrus SR22 G6 kennsluvélarnar af þeim 22 sem pantaðar voru.

Rússar og Kínverjar í samstarf um hönnun nýs hreyfils

26. september 2017

|

Rússar og Kínverjar hafa skrifað undir samstarfssamning um þróun og hönnun á þotuhreyfli fyrir nýja tegund breiðþotu sem til stendur að smíða.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Berlin reynir að fá skaðabætur frá Etihad Airways

23. október 2017

|

Air Berlin hefur farið fram á að Etihad Airways greiði 1,2 milljarða króna í skaðabætur á þeim forsendum að félagið reyndi aldrei á neinum tímapunkti að koma í veg fyrir gjaldþrot Air Berlin eða veit

Bellew aftur til Ryanair - Hefur sagt upp hjá Malaysian

23. október 2017

|

Ryanair hefur tekist að ná aftur til sín fyrrverandi rekstrarstjóra félagsins, Peter Bellew, sem í dag er framkvæmdarstjóri Malaysia Airlines, en hann hefur nú tilkynnt uppsögn sína hjá malasíska fé

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00