flugfréttir

Farþegar komu auga á eldsneytisleka rétt fyrir brottför

16. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 08:54

Skjáskot af myndbandi sem brúðhjónin tóku út um gluggann en þau sýndu flugmönnunum myndbandið er þeim var boðið frammí stjórnklefann

Flugfélagið United Airlines þurfti að fella niður flug í vikunni eftir að mikill eldsneytisleki kom upp í vinstri væng á Boeing 767 þotu félagsins.

Vélin var á leið í flugtak á Newark-Liberty flugvellinum í Bandaríkjunum áleiðis til Feneyja á Ítalíu en brúðhjón, sem voru á leið í brúðkaupsferðina, voru meðal þeirra farþega sem komu auga á lekann á vængnum.

Brúðurinn sagði að hún hefði verið að horfa út um gluggann með flugkvíða í maganum er hún tók eftir því að eldsneyti fór að sprautast á fullu úr vængnum en þá var vélin að aka í átt að flugbrautinni fyrir flugtak.

Brúðhjónin Rachel og Mike Brumfield

Að söfn hennar þá tóku flugfreyjurnar því ekki vel og sögðu henni að vera róleg og setjast og tilkynntu henni að það væri allt í sómanum.

„Ef þetta er ekki neyðartilfelli þá skaltu vera í sætinu þínu“, á flugfreyjan að hafa sagt en þegar hún leit sjálf út um gluggann þá fór hún rakleiðis í átt að stjórnklefanum til að láta flugmennina vita.

Brúðurin segir að flugfreyjan hafi síðan komið til baka, þakkað þeim fyrir ábendinguna og boðið þeim fram í stjórnklefann þar sem þau ræddu við flugmennina þar sem vélin var ekki að fara neitt vegna atviksins en fluginu var aflýst skömmu síðar.

Flugfreyjan bauð þeim kampavín frammí og sýndu þau flugmönnunum meðal annars myndband af lekanum.

Flugmennirnir báðu þau um að vara varlega með að setja myndbandið á samfélagsmiðla en hugur þeirra í garð United Airlines breyttist eftir að félagið náði ekki að finna annað flug fyrir þau þar sem brúðhjónin áttu bókaða siglingu um Miðjarðarhafið og höfðu þau miklar áhyggjur af því að missa af siglingunni.

Brúðhjónin sögðust hafa verið mjög hissa yfir því hversu lítið United Airlines vildi gera fyrir þau en þau náðu að bóka næturflug með Delta en þurftu að eyða nóttunni á JFK-flugvellinum þar sem þau sváfu á gólfinu við ferðatöksufærðiband í flugstöðinni.  fréttir af handahófi

Kínverjar eignast flugvöll í Ástralíu fyrir 1 dollara

1. janúar 2018

|

Töluverð reiði ríkir meðal flugsamfélagsins í Ástralíu eftir að Merredin-flugvöllurinn í Vestur-Ástralíu var seldur til kínverskra stjórnvalda fyrir aðeins 1 dollara sem samsvarar 103 íslenskum krónum

Bluebird Cargo breytir nafni sínu í Bluebird Nordic

9. janúar 2018

|

Fraktflugfélagið Bluebird Cargo hefur breytt nafni félagsins í Bluebird Nordic en félagið mun þrátt fyrir það halda sama flugrekstrarleyfi.

Airbus kaupir þjálfunarmiðstöð í Colorado

7. janúar 2018

|

Airbus mun á næstunni opna fyrstu flugþjálfunarmiðstöð sína á vesturströnd Bandaríkjanna en flugvélaframleiðandinn evrópski hefur fjárfest í fyrirtækinu Strategic Simulations Solutions í Aurora í Col

  Nýjustu flugfréttirnar

Air France-KLM undirbýr risastóra pöntun í nýjar flugvélar

22. janúar 2018

|

Air France-KLM er sagt vera að undirbúa risastóra pöntun í nýjar farþegaþotur sem verður lögð inn fyrir lok þessa árs.

Léttara flugtímarit sparar United 29 milljónir króna í eldsneyti

22. janúar 2018

|

United Airlines segir að félagið hafi náð að spara sér um 170.000 gallon af eldsneyti eftir að byrjað var að prenta flugtímaritið um borð í vélum félagsins með léttari pappír.

Etihad Cargo leggur öllum Airbus A330-200F fraktþotunum

22. janúar 2018

|

Etihad Airways hefur lagt öllum fimm Airbus A330-200F fraktþotunum sínum og hafa þær verið settar í geymslu.

Noregur stefnir á rafknúið innanlandsflug fyrir árið 2040

22. janúar 2018

|

Noregur stefnir að því að verða fyrsta landið í heimi til að hafa eingöngu rafknúnar farþegaflugvélar á stuttum flugleiðum í innanlandsflugi fyrir árið 2040.

Von á nýju útliti fyrir Lufthansa

22. janúar 2018

|

Lufthansa ætlar sér að breyta litum félagsins og kynna nýjan búning á flugflota félagsins en núverandi litir Lufthansa hafa verið í óbreyttri mynd í marga áratugi.

British Airways sagt í viðræðum um kaup á nýju A380 risaþotum

21. janúar 2018

|

Svo virðist sem að British Airways hafi áhuga á að fá fleiri Airbus 380 risaþotur í flotann en sagt er að Airbus eigi í viðræðum við flugfélagið breska um fleiri risaþotur.

Flugmenn Ryanair samþykkja 20 prósenta launahækkun

21. janúar 2018

|

Ryanair hefur tilkynnt að allir flugmenn félagsins, á öllum þeim 15 starfsstöðvum í Bretlandi, ásamt þeim sem starfa á London Stansted, hafa samþykkt tilboð félagsins um 20 prósenta launahækkun í ley

Leggja til að þriðja flugbrautin verði 300 metrum styttri

19. janúar 2018

|

Lögð hefur verið fram tillaga sem miðar af því að stytta þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum í London en tillagan hefur verið kynnt með nokkrum breytingum varðandi framkvæmdir á þriðju brautin

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

18. janúar 2018

|

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

Í beinni: Pegasus-þotan fjarlægð af vettvangi

18. janúar 2018

|

Á þessu augnabliki er verið að vinna að því að fjarlægja Boeing 737 þotuna frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines sem fór út af braut eftir lendingu á flugvellinum í borginni Trabzon í Tyrklandi.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00