flugfréttir

Lokaskýrsla gefin út vegna flugslyssins á Akureyri árið 2013

- Beygjan of skörp fyrir hönnun vélarinnar

19. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:00

TF-MYX fórst við kappakstursbrautina við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst árið 2013

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið frá sér lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað þann 5. ágúst árið 2013 er King Air 200 sjúkraflugvél frá Mýflugi (TF-MYX) fórst við kappakstursbraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri.

Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar eftir sjúkraflug frá Hornafirði til Reykjavíkur en um borð voru flugmaður, flugstjóri og sjúkraflutningsmaður.

Flugstjórinn og sjúkraflutningsmaðurinn létu lífið í slysinu en flugmaðurinn slasaðist töluvert.

Mat rannsóknarnefndarinnar er sú að mannleg mistök hafi orsakað flugslysið þar sem vélinni var flogið of lágt og látin taka of krappa beygju og var afl vélarinnar ekki nægilegt fyrir þá stöðu sem vélin var sett í.

Vélin hafði ekki undan til að taka beygjuna og ekki í nógu mikilli hæð til að koma sér út úr aðstæðunum.

Halli vélarinnar var komin í 72 gráður sem er mun meiri halli en hönnun vélarinnar gerir ráð fyrir og ekki náðist að leiðrétta vélina þar sem vélin var komin í of litla hæð yfir jörðu og var farin að skrúfa sig niður þar sem hún missti hæð.

Frá slysstað í ágúst árið 2013

Rannsóknarnefndin telur að flugstjórinn hafi ætla að fara í yfirflug yfir aksturbrautina þar sem hann var kunnugur Bílaklúbb Akureyrar.

Gerð þrívíddarmódels var tímafrek

Rannsókn slyssins hefur tekið tæp 4 ár en Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefndinni segir að ástæða þess hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið megi rekja til þess að enginn flugriti var um borð í vélinni.

Nauðsynlegt var að ráðast í gerð á þrívíddarmódeli með aðstoð kanadískra sérfræðinga og því næst gerð hreyfimynd til að átta sig á aðstæðum og fluglagi vélarinnar en út frá því var hægt að gera sér betur grein fyrir flughraða vélarinnar, halla og stefnu en það verk tók gríðarlegan langan tíma.

Mýflug hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar lokaskýrslunnar þar sem fram kemur að það sé mikill léttir að rannsókn sé lokið og hefur Mýflug fært rannsóknarnefndinni innilegar þakkir fyrir þá miklu vinnu sem lög var í rannsóknina.

„Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldrei verði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar og umfjöllunar um hana“, segir í tilkynningu.

Hérna má skoða skýrsluna í heild sinni  fréttir af handahófi

ATR fékk þrefalt fleiri pantanir árið 2017

24. janúar 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR fékk þrisvar sinnum fleiri pantanir í nýjar flugvélar árið 2017 samanborðið við árið þar á undan.

Segja þriðjung flugmanna hafa farið frá Croatia Airlines

4. febrúar 2018

|

Flugmenn Croatia Airlines hafa töluverðar áhyggjur af rekstri félagins og hafa þeir sent forsetisráðherra Króatíu bréf varðandi efasemdir sínar um framtíð félagsins.

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

20. apríl 2018

|

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

JPMorgan-bankinn undirbýr tilboð í Norwegian fyrir IAG

20. apríl 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

United kaupir 20 notaðar Airbus A319 þotur

20. apríl 2018

|

United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

Orsök flugslyss: Flugmenn slepptu tékklista fyrir flugtak

20. apríl 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fá ferðastyrk Vildarbarna

19. apríl 2018

|

20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

Málmþreyta talin orsök sprengingar í hreyfli

18. apríl 2018

|

Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

Widerøe íhugar að panta minni Embraer-þotu

18. apríl 2018

|

Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

Avinor vill ekki malbika alla flugbrautina í Røros

17. apríl 2018

|

Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

Takmarkanir á Trent 1000 mun gera flugfélögum erfitt fyrir

17. apríl 2018

|

Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

Hreyfill sprakk á þotu frá Southwest í 31.000 fetum

17. apríl 2018

|

Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.