flugfréttir

Lokaskýrsla gefin út vegna flugslyssins á Akureyri árið 2013

- Beygjan of skörp fyrir hönnun vélarinnar

19. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:00

TF-MYX fórst við kappakstursbrautina við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst árið 2013

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið frá sér lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað þann 5. ágúst árið 2013 er King Air 200 sjúkraflugvél frá Mýflugi (TF-MYX) fórst við kappakstursbraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri.

Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar eftir sjúkraflug frá Hornafirði til Reykjavíkur en um borð voru flugmaður, flugstjóri og sjúkraflutningsmaður.

Flugstjórinn og sjúkraflutningsmaðurinn létu lífið í slysinu en flugmaðurinn slasaðist töluvert.

Mat rannsóknarnefndarinnar er sú að mannleg mistök hafi orsakað flugslysið þar sem vélinni var flogið of lágt og látin taka of krappa beygju og var afl vélarinnar ekki nægilegt fyrir þá stöðu sem vélin var sett í.

Vélin hafði ekki undan til að taka beygjuna og ekki í nógu mikilli hæð til að koma sér út úr aðstæðunum.

Halli vélarinnar var komin í 72 gráður sem er mun meiri halli en hönnun vélarinnar gerir ráð fyrir og ekki náðist að leiðrétta vélina þar sem vélin var komin í of litla hæð yfir jörðu og var farin að skrúfa sig niður þar sem hún missti hæð.

Frá slysstað í ágúst árið 2013

Rannsóknarnefndin telur að flugstjórinn hafi ætla að fara í yfirflug yfir aksturbrautina þar sem hann var kunnugur Bílaklúbb Akureyrar.

Gerð þrívíddarmódels var tímafrek

Rannsókn slyssins hefur tekið tæp 4 ár en Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefndinni segir að ástæða þess hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið megi rekja til þess að enginn flugriti var um borð í vélinni.

Nauðsynlegt var að ráðast í gerð á þrívíddarmódeli með aðstoð kanadískra sérfræðinga og því næst gerð hreyfimynd til að átta sig á aðstæðum og fluglagi vélarinnar en út frá því var hægt að gera sér betur grein fyrir flughraða vélarinnar, halla og stefnu en það verk tók gríðarlegan langan tíma.

Mýflug hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar lokaskýrslunnar þar sem fram kemur að það sé mikill léttir að rannsókn sé lokið og hefur Mýflug fært rannsóknarnefndinni innilegar þakkir fyrir þá miklu vinnu sem lög var í rannsóknina.

„Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldrei verði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar og umfjöllunar um hana“, segir í tilkynningu.

Hérna má skoða skýrsluna í heild sinni  fréttir af handahófi

Icelandair mun hefja flug til Cleveland

22. ágúst 2017

|

Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Cleveland á næsta ári en borgin er nítjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu.

United Airlines á leið til Íslands

12. september 2017

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar sér að hefja flug til Íslands frá og með vorinu 2018.

Fyrsta flugvélin lendir á St. Maarten eftir Irmu

8. september 2017

|

Fyrsta flugvélin til að fara um Princess Juliana flugvöllinn á St. Maarten, eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir í vikunni, lenti á vellinum í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Berlin reynir að fá skaðabætur frá Etihad Airways

23. október 2017

|

Air Berlin hefur farið fram á að Etihad Airways greiði 1,2 milljarða króna í skaðabætur á þeim forsendum að félagið reyndi aldrei á neinum tímapunkti að koma í veg fyrir gjaldþrot Air Berlin eða veit

Bellew aftur til Ryanair - Hefur sagt upp hjá Malaysian

23. október 2017

|

Ryanair hefur tekist að ná aftur til sín fyrrverandi rekstrarstjóra félagsins, Peter Bellew, sem í dag er framkvæmdarstjóri Malaysia Airlines, en hann hefur nú tilkynnt uppsögn sína hjá malasíska fé

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00