flugfréttir

Lokaskýrsla gefin út vegna flugslyssins á Akureyri árið 2013

- Beygjan of skörp fyrir hönnun vélarinnar

19. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:00

TF-MYX fórst við kappakstursbrautina við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst árið 2013

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið frá sér lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað þann 5. ágúst árið 2013 er King Air 200 sjúkraflugvél frá Mýflugi (TF-MYX) fórst við kappakstursbraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri.

Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar eftir sjúkraflug frá Hornafirði til Reykjavíkur en um borð voru flugmaður, flugstjóri og sjúkraflutningsmaður.

Flugstjórinn og sjúkraflutningsmaðurinn létu lífið í slysinu en flugmaðurinn slasaðist töluvert.

Mat rannsóknarnefndarinnar er sú að mannleg mistök hafi orsakað flugslysið þar sem vélinni var flogið of lágt og látin taka of krappa beygju og var afl vélarinnar ekki nægilegt fyrir þá stöðu sem vélin var sett í.

Vélin hafði ekki undan til að taka beygjuna og ekki í nógu mikilli hæð til að koma sér út úr aðstæðunum.

Halli vélarinnar var komin í 72 gráður sem er mun meiri halli en hönnun vélarinnar gerir ráð fyrir og ekki náðist að leiðrétta vélina þar sem vélin var komin í of litla hæð yfir jörðu og var farin að skrúfa sig niður þar sem hún missti hæð.

Frá slysstað í ágúst árið 2013

Rannsóknarnefndin telur að flugstjórinn hafi ætla að fara í yfirflug yfir aksturbrautina þar sem hann var kunnugur Bílaklúbb Akureyrar.

Gerð þrívíddarmódels var tímafrek

Rannsókn slyssins hefur tekið tæp 4 ár en Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefndinni segir að ástæða þess hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið megi rekja til þess að enginn flugriti var um borð í vélinni.

Nauðsynlegt var að ráðast í gerð á þrívíddarmódeli með aðstoð kanadískra sérfræðinga og því næst gerð hreyfimynd til að átta sig á aðstæðum og fluglagi vélarinnar en út frá því var hægt að gera sér betur grein fyrir flughraða vélarinnar, halla og stefnu en það verk tók gríðarlegan langan tíma.

Mýflug hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar lokaskýrslunnar þar sem fram kemur að það sé mikill léttir að rannsókn sé lokið og hefur Mýflug fært rannsóknarnefndinni innilegar þakkir fyrir þá miklu vinnu sem lög var í rannsóknina.

„Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldrei verði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar og umfjöllunar um hana“, segir í tilkynningu.

Hérna má skoða skýrsluna í heild sinni  fréttir af handahófi

Antonov stefnir á að afhenda 70 þotur á næstu fimm árum

14. ágúst 2017

|

Móðufélag Antonov flugvélaframleiðandans ætlar sér að afhenta að minnsta kosti 70 nýjar flugvélar á næstu fimm árum.

Tvö flugfélög í Íran panta 73 þotur frá Airbus

22. júní 2017

|

Tvö flugfélög í Íran hafa gert samkomulag við Airbus um kaup á 73 farþegaþotum.

WTO sakar Boeing um að þiggja styrki frá Bandaríkjastjórn

12. júní 2017

|

Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Boeing hafi þegið ólögmæta styrki á vissum sviðum frá bandarísku ríkisstjórninni og hafi flugvélaframleiðandinn haldið áfram að

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair mun hefja flug til Cleveland

22. ágúst 2017

|

Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Cleveland á næsta ári en borgin er nítjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu.

Flugmenn Thomas Cook boða til verkfalls

22. ágúst 2017

|

Samtök breskra atvinnuflugmanna (BALPA) hafa lýst því yfir að flugmenn hjá Thomas Cook Airlines hafi kosið um verkfallsaðgerðir með 88 prósent atkvæðum eftir atkvæðagreiðslu.

FAA gerir úttekt á flugöryggismálum í Nígeríu

22. ágúst 2017

|

Starfsmenn frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) eru nú komnir til Nígeríu til að gera úttekt á öryggismálum í fluginu í landinu sem hefur ekki verið hátt skrifað að undanförnu er kemur að flugöry

Galli í hæðarmæli talin orsök áreksturs tveggja þotna yfir Senegal

22. ágúst 2017

|

Flugslysasérfræðingar hafa komist að niðurstöðu varðandi orsök flugslyss sem átti sér stað yfir Senegal þann 5. september árið 2015 er tvær vélar rákust saman í háloftunum, þota af gerðinni Boeing 7

Norwegian reynir að laða til sín flugmenn frá Air Berlin

21. ágúst 2017

|

Norwegian mun halda atvinnuviðtöl í Berlín og í Dusseldorf en flugfélagið norska vonast til þess ráða til sín þá flugmenn sem hafa flogið fyrir Air Berlin sem lýsti yfir gjaldþroti í seinustu viku.

Kish Air í Íran pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

21. ágúst 2017

|

Flugfélagið Kish Air í Íran hefur gert samkomulag við Boeing um pöntun á tíu Boeing 737 MAX þotum.

Icelandair leigir eina Boeing 757 þotu til Suður-Ameríku

21. ágúst 2017

|

Icelandair og Loftleiðir Icelandic hafa gengið frá leigusamningi á einni Boeing 757-200 þotu sem verður leigð til suður-ameríska flugfélagsins LAW (Latin American Wings) í Chile en félagið mun fá véli

Delta gerir upp á milli A320neo og Boeing 737 MAX

20. ágúst 2017

|

Delta Air Lines er nú íhuga pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur en flugvélar frá Boeing og Airbus koma til greina sem verið er að skoða.

Flugstjóri sendur í hraðbanka ef Air Berlin greiðir ekki fyrirfram

19. ágúst 2017

|

Einn flugvöllur í Evrópu hefur farið fram á að Air Berlin greiði lendingargjöld sín fyrirfram áður en félagið flýgur til vallarins en að öðru leyti verður farið fram á flugstjórinn greiða afgreiðslu

Icelandair mun fljúga til Berlínar

18. ágúst 2017

|

Icelandair mun þann 3. nóvember í haust hefja flug til Berlínar sem er nýr áfangastaður hjá félaginu en flogið verður til Tegel-flugvallarins og verður flogið allan ársins hring.