flugfréttir

Lokaskýrsla gefin út vegna flugslyssins á Akureyri árið 2013

- Beygjan of skörp fyrir hönnun vélarinnar

19. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:00

TF-MYX fórst við kappakstursbrautina við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst árið 2013

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið frá sér lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað þann 5. ágúst árið 2013 er King Air 200 sjúkraflugvél frá Mýflugi (TF-MYX) fórst við kappakstursbraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri.

Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar eftir sjúkraflug frá Hornafirði til Reykjavíkur en um borð voru flugmaður, flugstjóri og sjúkraflutningsmaður.

Flugstjórinn og sjúkraflutningsmaðurinn létu lífið í slysinu en flugmaðurinn slasaðist töluvert.

Mat rannsóknarnefndarinnar er sú að mannleg mistök hafi orsakað flugslysið þar sem vélinni var flogið of lágt og látin taka of krappa beygju og var afl vélarinnar ekki nægilegt fyrir þá stöðu sem vélin var sett í.

Vélin hafði ekki undan til að taka beygjuna og ekki í nógu mikilli hæð til að koma sér út úr aðstæðunum.

Halli vélarinnar var komin í 72 gráður sem er mun meiri halli en hönnun vélarinnar gerir ráð fyrir og ekki náðist að leiðrétta vélina þar sem vélin var komin í of litla hæð yfir jörðu og var farin að skrúfa sig niður þar sem hún missti hæð.

Frá slysstað í ágúst árið 2013

Rannsóknarnefndin telur að flugstjórinn hafi ætla að fara í yfirflug yfir aksturbrautina þar sem hann var kunnugur Bílaklúbb Akureyrar.

Gerð þrívíddarmódels var tímafrek

Rannsókn slyssins hefur tekið tæp 4 ár en Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefndinni segir að ástæða þess hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið megi rekja til þess að enginn flugriti var um borð í vélinni.

Nauðsynlegt var að ráðast í gerð á þrívíddarmódeli með aðstoð kanadískra sérfræðinga og því næst gerð hreyfimynd til að átta sig á aðstæðum og fluglagi vélarinnar en út frá því var hægt að gera sér betur grein fyrir flughraða vélarinnar, halla og stefnu en það verk tók gríðarlegan langan tíma.

Mýflug hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar lokaskýrslunnar þar sem fram kemur að það sé mikill léttir að rannsókn sé lokið og hefur Mýflug fært rannsóknarnefndinni innilegar þakkir fyrir þá miklu vinnu sem lög var í rannsóknina.

„Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldrei verði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar og umfjöllunar um hana“, segir í tilkynningu.

Hérna má skoða skýrsluna í heild sinni  fréttir af handahófi

Air Koryo dregur úr umsvifum til að spara eldsneyti

11. janúar 2018

|

Air Koryo hefur dregið úr umsvifum sínum um þriðjung þar sem flugfélagið norðurkóreska reynir nú að spara eldsneyti í kjölfar viðskiptaþvinganna frá vestrænum löndum.

Airbus prófar Sharklets-vænglinga fyrir A350

25. október 2017

|

Airbus vinnur nú að hönnun á nýjum Sharklets-vængenda fyrir Airbus A350 breiðþotuna sem mun bæði lengja vænghaf vélarinnar og auka flugdrægi hennar.

Hætti við flugtak vegna vatnselgs í flugtaki

20. desember 2017

|

Breiðþota af gerðinni Boeing 767 frá kanadíska flugfélaginu Air Canada Rouge þurfti að hætta við flugtak á flugvellinum í Vancouver í gær vegna slabbs og vatnselgs á flugbrautinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air France-KLM undirbýr risastóra pöntun í nýjar flugvélar

22. janúar 2018

|

Air France-KLM er sagt vera að undirbúa risastóra pöntun í nýjar farþegaþotur sem verður lögð inn fyrir lok þessa árs.

Léttara flugtímarit sparar United 29 milljónir króna í eldsneyti

22. janúar 2018

|

United Airlines segir að félagið hafi náð að spara sér um 170.000 gallon af eldsneyti eftir að byrjað var að prenta flugtímaritið um borð í vélum félagsins með léttari pappír.

Etihad Cargo leggur öllum Airbus A330-200F fraktþotunum

22. janúar 2018

|

Etihad Airways hefur lagt öllum fimm Airbus A330-200F fraktþotunum sínum og hafa þær verið settar í geymslu.

Noregur stefnir á rafknúið innanlandsflug fyrir árið 2040

22. janúar 2018

|

Noregur stefnir að því að verða fyrsta landið í heimi til að hafa eingöngu rafknúnar farþegaflugvélar á stuttum flugleiðum í innanlandsflugi fyrir árið 2040.

Von á nýju útliti fyrir Lufthansa

22. janúar 2018

|

Lufthansa ætlar sér að breyta litum félagsins og kynna nýjan búning á flugflota félagsins en núverandi litir Lufthansa hafa verið í óbreyttri mynd í marga áratugi.

British Airways sagt í viðræðum um kaup á nýju A380 risaþotum

21. janúar 2018

|

Svo virðist sem að British Airways hafi áhuga á að fá fleiri Airbus 380 risaþotur í flotann en sagt er að Airbus eigi í viðræðum við flugfélagið breska um fleiri risaþotur.

Flugmenn Ryanair samþykkja 20 prósenta launahækkun

21. janúar 2018

|

Ryanair hefur tilkynnt að allir flugmenn félagsins, á öllum þeim 15 starfsstöðvum í Bretlandi, ásamt þeim sem starfa á London Stansted, hafa samþykkt tilboð félagsins um 20 prósenta launahækkun í ley

Leggja til að þriðja flugbrautin verði 300 metrum styttri

19. janúar 2018

|

Lögð hefur verið fram tillaga sem miðar af því að stytta þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum í London en tillagan hefur verið kynnt með nokkrum breytingum varðandi framkvæmdir á þriðju brautin

Íslendingur sigrar á heimsbikarmóti í svifvængjaflugi

18. janúar 2018

|

Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, náði þeim einstaka árangri að sigra keppnisdag á heimsbikarmótinu í Svifvængjaflugi sem fram fer í Kólumbíu.

Í beinni: Pegasus-þotan fjarlægð af vettvangi

18. janúar 2018

|

Á þessu augnabliki er verið að vinna að því að fjarlægja Boeing 737 þotuna frá tyrkneska flugfélaginu Pegasus Airlines sem fór út af braut eftir lendingu á flugvellinum í borginni Trabzon í Tyrklandi.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00