flugfréttir

Lokaskýrsla gefin út vegna flugslyssins á Akureyri árið 2013

- Beygjan of skörp fyrir hönnun vélarinnar

19. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:00

TF-MYX fórst við kappakstursbrautina við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst árið 2013

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið frá sér lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað þann 5. ágúst árið 2013 er King Air 200 sjúkraflugvél frá Mýflugi (TF-MYX) fórst við kappakstursbraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri.

Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar eftir sjúkraflug frá Hornafirði til Reykjavíkur en um borð voru flugmaður, flugstjóri og sjúkraflutningsmaður.

Flugstjórinn og sjúkraflutningsmaðurinn létu lífið í slysinu en flugmaðurinn slasaðist töluvert.

Mat rannsóknarnefndarinnar er sú að mannleg mistök hafi orsakað flugslysið þar sem vélinni var flogið of lágt og látin taka of krappa beygju og var afl vélarinnar ekki nægilegt fyrir þá stöðu sem vélin var sett í.

Vélin hafði ekki undan til að taka beygjuna og ekki í nógu mikilli hæð til að koma sér út úr aðstæðunum.

Halli vélarinnar var komin í 72 gráður sem er mun meiri halli en hönnun vélarinnar gerir ráð fyrir og ekki náðist að leiðrétta vélina þar sem vélin var komin í of litla hæð yfir jörðu og var farin að skrúfa sig niður þar sem hún missti hæð.

Frá slysstað í ágúst árið 2013

Rannsóknarnefndin telur að flugstjórinn hafi ætla að fara í yfirflug yfir aksturbrautina þar sem hann var kunnugur Bílaklúbb Akureyrar.

Gerð þrívíddarmódels var tímafrek

Rannsókn slyssins hefur tekið tæp 4 ár en Ragnar Guðmundsson hjá rannsóknarnefndinni segir að ástæða þess hversu langan tíma rannsóknin hefur tekið megi rekja til þess að enginn flugriti var um borð í vélinni.

Nauðsynlegt var að ráðast í gerð á þrívíddarmódeli með aðstoð kanadískra sérfræðinga og því næst gerð hreyfimynd til að átta sig á aðstæðum og fluglagi vélarinnar en út frá því var hægt að gera sér betur grein fyrir flughraða vélarinnar, halla og stefnu en það verk tók gríðarlegan langan tíma.

Mýflug hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar lokaskýrslunnar þar sem fram kemur að það sé mikill léttir að rannsókn sé lokið og hefur Mýflug fært rannsóknarnefndinni innilegar þakkir fyrir þá miklu vinnu sem lög var í rannsóknina.

„Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldrei verði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar og umfjöllunar um hana“, segir í tilkynningu.

Hérna má skoða skýrsluna í heild sinni

  fréttir af handahófi

Fyrsta skóflustungan að þyrluverksmiðju Airbus í Kína

29. maí 2017

|

Airbus hefur tekið fyrstu skóflustunguna að nýrru þyrluverksmiðju í Kína þar sem til stendur að framleiða H135 þyrlur fyrir Airbus Helicopters sem áður hét Eurocopter.

Flugstjóri hjá Biman Banglades fær æðstu viðurkenningu frá IFALPA

14. maí 2017

|

Flugstjóri frá flugfélaginu Biman Bangladesh fékk á dögunum æðstu viðurkenningu frá alþjóðasamtökum flugmanna (IFALPA) en þetta er í fyrsta sinn sem asískur flugmaður hlýtur þessi háttvirtu verðlaun.

737 MAX vélarnar kyrrsettar vegna möglegs galla í hreyfli

10. maí 2017

|

Boeing tilkynnti í dag að allar flugprófanir með Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið settar á hilluna eftir að upp komst um mögulegar sprungur í innvolsi LEAP-1B hreyfilsins sem framleiddur er af CFM

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær Ilyushin Il-96-300 þotur pantaðar fyrir Rússlandsforseta

26. júní 2017

|

Vladimir Pútin mun fá tvær nýjar forsetaflugvélar af gerðinni Ilyushin Il-96-300.

BA tekur á leigu níu Airbus-þotur frá Qatar Airways

26. júní 2017

|

British Airways ætlar sér að taka á leigu níu Airbus A320 og Airbus A321 þotur frá Qatar Airways til að bregðast við yfirvofandi verkfalls sem skellur á þann 1. júlí næstkomandi.

Tíu herflugvélar urðu fyrir skemmdum eftir skýstróka

25. júní 2017

|

Tíu herflugvélar á vegum bandaríska flughersins skemmdust er skýstrókur gekk yfir Offutt Air Force Base herflugvöllinn í Nebraska á dögunum.

Einn metri skildi að dróna og Airbus A319 þotu frá easyJet

24. júní 2017

|

Aðeins einn metri skildi að Airbus A319 þotu frá easyJet og dróna er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Liverpool sl. fimmtudag.

Emirates segir að Airbus A380plus sé engin töfralausn

22. júní 2017

|

Emirates segist ekki ætla að panta fleiri Airbus A380 risaþotur nema Airbus fái fleiri flugfélög til að panta vélina og tryggi það að notaðar A380 þotur eigi sér framtíð.

Tvö flugfélög í Íran panta 73 þotur frá Airbus

22. júní 2017

|

Tvö flugfélög í Íran hafa gert samkomulag við Airbus um kaup á 73 farþegaþotum.

Qatar Airways vill kaupa 10 prósenta hlut í American

22. júní 2017

|

Qatar Airways hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa 10 prósenta hlut í American Airlines.

WOW air fyrsta flugfélagið til að fá A321neo afhenta í Evrópu

21. júní 2017

|

WOW air verður fyrsta flugfélagið í Evrópu til að hefja áætlunarflug með Airbus A321neo þotunni en félagið hefur nú þegar fengið sína fyrstu Airbus A320neo vél.

Primera Air pantar tíu þotur af gerðinni Airbus A321neo

21. júní 2017

|

Primera Air hefur lagt inn pöntun í 10 nýjar þotur af gerðinni Airbus A321neo en tvær af þeim verða af langdrægari gerðinni sem nefnist Airbus A321LR (Long Range).

Þriggja vikna seinkun á PW1100G hreyflinum

21. júní 2017

|

Þriggja vikna seinkun verður á afhendingum á PW1100G hreyflinum frá Pratt & Whitney til Airbus sökum mistaka sem urðu hjá birgjum sem framleiða íhluti í hreyfilinn.

 síðustu atvik

  2017-04-01 22:09:00