flugfréttir

Boeing sýnir fyrstu myndirnar af Boeing 797

- Sameinar þægindi breiðþotu og hagkvæmni mjóþotu

20. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:21

Tölvugerð mynd af Boeign 797. Ekki frá Boeing (sjá mynd að neðan frá Boeing)

Allt bendir til þess að Boeing sé alvara með nýja tegund af farþegþotu sem beðið hefur verið eftir sem ætlað er að brúa saman bilið frá Boeing 737 MAX upp í Dreamliner-þotuna.

Um er að ræða þotu sem hefur hingað til verið þekkt á frummálinu sem „Middle of the Market“ (MoM) þota eða „New Midsize Airplane“ en hefur einnig verið kennd við nafnið Boeing 797.

Boeing sýndi fyrstu tölvugerðu myndirnar af Boeing 797 á flugsýningunni í París í dag sem yrði fyrsta nýja farþegaþotan frá Boeing í meira en áratug en Dreamliner-þotan var formlega kynnt árið 2004.

Hugmyndaflugvélinni svipar til Dreamliner-þotunnar er kemur að væng og þá er skrokkur vélarinnar svipaður og á Boeing 787 nema hvað vélin hefur mjórra vænghaf.

Hugmyndin virðist enn vera í þróun og kemur fram að Boeing sé 6 til 12 mánuðum frá því að kynna vélina formlega til leiks en nokkrir aðilar í fluginu hafa staðfest að vélin mun koma til með að heita Boeing 797.

Nokkrar fleiri upplýsingar um vélina hafa komið í ljós á flugsýningunni í París sem hófst í gær og þar á meðal tölfræðilegar upplýsingar um afkastagetu vélarinnar sem virðast vera að taka á sig mynd innan Boeing sem ræðir við birgja og hreyflaframleiðendur á sýningunni vegna vélarinnar.

Frá kynningu Boeing á morgun þar sem framleiðandinn sýndi nokkrar myndir af hugmynda vélinni sem mun mögulega koma til með að heita „Boeing 797“

Þá er Boeing sagt í viðræðum við General Electric, Pratt & Whitney og Rolls-Royce vegna hönnun á nýjum hreyfli sem mun koma til með að knýja vélina áfram en Boeing 797 er ætlað að taka frá 220 til 270 farþega og hafa flugþol upp á 10 klukkustundir.

Mike Delaney, yfirmaður yfir þróunardeild Boeing, segir að hugmyndin sé að nýja flugvélin verði mitt á milli breiðþotu og „mjóþotu“ og sameini þau þægindi sem breiðþota býr yfir um borð í farþegarými en komi með fraktrými á við minni vél með tilheyrandi hagkvæmni.

„Þetta er rúmfræði sem sameinar hagkvæmni þotna með einum gangi og þægindin sem breiðþotur veita farþegum“, segir Delaney.

Mike Delaney hjá Boeing

Með þessari útfærslu áætlar Boeing að ný hugmyndafræði muni verða til á markaði farþegaþotna er kemur að hagkvæmni með vél sem hefði flugþol upp á allt að 9.200 kílómetra án þess að hafa sama viðnám („drag“) og breiðþota hefur og samsvarar það flugtíma upp á 10 klukkustundir.

Hafa rætt við 57 viðskiptavini og næsta skref er hönnun

„Boeing hannaði Dreamliner-þotuna meðal annars til að bjóða upp á meiri hagkvæmni en Boeing 777 vélin býr yfir og með lægri rekstarkostnað og núna viljum við gera það sama fyrir markaðinn sem er fyrir neðan 787“, segir Delaney.

Mörg smáatriði er kemur að frammistöðu og eiginleikum eru þó enn á huldu en Boeing hefur verið í viðræðum við 57 flugfélög í heiminum sem koma til greina sem mögulegir viðskiptavinir.

Boeing hefur tekið ákvörðun um að vélin muni fara í hönnunarferli og verða vængirnir og skrokkurinn smíðaðir úr blönduðum samsetningarefnum líkt og Dreamliner-vélin.

Boeing telur að markaður sé fyrir 4.000 vélar af þessari nýju gerð þegar hún mun koma á markað og byrja að fljúga með farþega árið 2025.

Airbus hefur greint frá því að þeir bjóði nú þegar upp á flugvél sem þjóni þeim markaði sem Boeing 797 er ætlað að þjóna.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga