flugfréttir

Þörf á 70 nýjum flugmönnum daglega til ársins 2027

- 50 prósent af 255.000 flugmönnum framtíðarinnar hafa ekki enn hafið þjálfun

21. júní 2017

|

Frétt skrifuð kl. 09:25

105.000 flugmenn munu láta af störfum á næstu 10 árum í heiminum sökum aldurs

Ef þú stefnir á nám í vetur eða á næstunni en veist ekki hvað þú vilt læra þá er kannski ekki úr vegi að athuga möguleikann á því að fara í flugið og verða atvinnuflugmaður.

Seinustu misseri hefur verið bjart yfir atvinnumöguleikum í fluginu en í kjölfar skýrslu sem kanadíska fyrirtækinu CAE gaf út í gær þá virðast vera að birta enn frekar til í iðnaðinum.

Þörf er á 255.000 nýjum flugmönnum í heiminum á næstu 10 árum samkvæmt skýrslunni CAE Airline Pilots Demand Outlook sem birt var á flugsýningunni í París.

Meðal þess sem fram kemur þá hafa 50% af þeim 255 þúsund flugmönnum sem vantar á næstu 10 árum ekki enn hafið sinn flugferil og eiga eftir að taka sín fyrstu skref í flugnámi.

Það þýðir að yfir 120.000 einstaklingar sem starfa við eitthvað annað í dag, eru í öðru námi eða án vinnu, munu koma til með að fljúga farþegaþotum- og flugvélum framtíðarinnar.

1/3 starfandi flugmanna í dag munu láta af störfum sökum aldurs innan 10 ára

Í skýrslu CAE kemur fram að 290.000 atvinnuflugmenn séu starfandi í heiminum í dag en þörf er á 440.000 flugmönnum fyrir árið 2027.

105.000 nýja flugmenn þarf bara til að fylla í skarð þeirra flugmanna sem munu láta af störfum sökum aldurs á þessum 10 árum á meðan 150 þúsund nýja flugmenn vantar til þess að uppfylla aukna eftirspurn.

20.000 atvinnuflugmenn útskrifuðust í fyrra í heiminum en það dugar samt ekki alveg til

Þá eiga yfir 180.000 atvinnuflugmenn, sem starfa sem aðstoðarflugmenn í dag („first officers“), eftir að verða uppfærðir yfir í vinstra sætið sem flugstjórar á sama tímabili sem sést hefur í iðnaðinum.

Þriðjungurinn af þessum 255.000 flugmönnunum munu starfa í Norður-Ameríku en mest er eftirspurnin eftir flugmönnum í Asíu og þá sérstaklega í Kína og á Indlandi.

Á hverri klukkustund þurfa flugfélög heimsins 3 nýja flugmenn

Til að mæta þessari eftirspurn þá þarf að þjálfa 70 flugmenn á hverjum einasta degi næstu 10 árin sem samsvarar því að þörf er á þremur atvinnuflugmönnum á klukkustund til ársins 2027.

„Ef við gerum ekki eitthvað í málunum akkurat núna þá erum við að fara standa frammi fyrir alvarlegum skorti á flugmönnum“, segir Marc Parent, framkvæmdarstjóri CAE.

Í fyrra voru 20.000 nýir flugmenn þjálfaðir í heiminum en talið er að sá fjöldi eigi eftir að fara í 25.000 nýja flugmenn á ári eftir 10 ár.

CAE er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og þróun á flughermum og hefur góða yfirsýn yfir eftirspurn er kemur að þjálfun flugmanna

Gríðarlegur fjöldi nýrra þotna sem flugfélög hafa pantað á sl. árum og hár fjöldi eldri flugmanna, sem eru að nálgast starfslokaaldur, er ein helsta ástæða fyrir þessum fjölda flugmanna í heiminum.

CAE er leiðandi fyrirtæki í þjálfun flugmanna og framleiðslu á flughermum sem flugfélögin nota til að þjálfa atvinnuflugmenn en fyrirtækið er með 25% markaðshlutdeild í heiminum.

Skýrsla CAE er á svipuðum nótum og spár Boeing og Airbus sem sjá fram á að þörf sé á 617.000 og 530.000 flugmönnum á næstu 20 árum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga