flugfréttir

Uzbekistan samþykkir leyfi fyrir nýjum alþjóðaflugvelli í Tashkent

- Í staðinn verður hætt við að stækka Tashkent-flugvöll

5. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:58

Þotur Uzbekistan Airways á flugvellinum í Tashkent

Ríkisstjórn Uzbekistan hefur ákveðið að gefa leyfi fyrir öðrum alþjóðaflugvelli í höfuðborginni Tashkent en samningur þess efnis var undirritaður af forseta landsins, Shavkat Mirziyoyev.

Flugvöllurinn mun rísa á því landsvæði þar sem Tashkent-Vostochny flugvöllurinn er í dag sem er notaður bæði sem herflugvöllur og fraktflugvöllur en einnig er sá völlur notaður fyrir tilraunaflug.

Upphaflega stóð til að stækka Islam Karimov alþjóðaflugvöllinn í Tashkent (TAS) en hætt hefur verið við þau áform vegna mótmæla frá almenningi þar sem annars hefði þurft að rífa niður íbúðarhverfi í grendinni.

Airbus A320 þota Uzkbekistan Airways á Tashkent-flugvelli

Það var stjórn Uzbekistan Airways sem kom með þá tillögu að best væri að hefja framkvæmdir á öðrum flugvelli og mun flugfélagið hafa yfirumsjón með verkefninu og hefur framkvæmdarráð landsins og borgarstjórnin í Tashkent samþykkt framkvæmdirnar.

Framkvæmdirnar fela í sér meðal annars endurgerð flugbrauta á Tashkent-Vostochny flugvellinum, framkvæmda á nýjum akstursbrautum og flugvélastæðum auk þess sem smíðuð verður ný flugstöð.

Flugherinn á Vostochny-flugvellinum mun færa sig yfir á annan herflugvöll en nýi flugvöllurinn mun geta tekið við 5 milljónum farþega á ári.  fréttir af handahófi

Fyrsta Airbus A350 fyrir Delta flýgur til Atlanta í kvöld

6. ágúst 2017

|

Verið er að undirbúa afhendingarflugið fyrir fyrstu Airbus A350 þotuna fyrir Delta Air Lines sem mun hefja sig á loft frá Toulouse klukkan 21:00 í kvöld áleiðis til Atlanta í Bandaríkjunum.

Jómfrúarflug Airbus A330neo áætlað í næstu viku

11. október 2017

|

Airbus áætlar að nýja Airbus A330neo þotan muni fljúga jómfrúarflugið í næstu viku.

Þrjár júmbó-þotur til sölu á uppboði á Alibaba.com

24. september 2017

|

Þrjár júmbó-þotur eru nú til sölu á uppboði á vefsíðunni Alibaba.com en allar vélarnar eru fraktvélar af gerðinni Boeing 747-400ERF.

  Nýjustu flugfréttirnar

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

20. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

Hringsólaði í 7 klukkustundir til að brenna eldsneyti

16. október 2017

|

Breiðþota frá Turkish Airlines af gerðinni Airbus A330 hringsólaði í 7 klukkustundir í nágrenni við Istanbúl sl. föstudag skömmu eftir flugtak frá Ataturk-flugvellinum.

Lufthansa undirbýr tilboð í rekstur Alitalia

16. október 2017

|

Lufthansa ætlar sér að gera tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að senda inn tilboð mun renna út í dag.

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

16. október 2017

|

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með easyJet.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00