flugfréttir

Flugslys í Mississippi: KC-130 Hercules herflugvél fórst á akri

- 16 voru um borð og komst enginn lífs af

11. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 10:34

16 manns voru um borð í vélinni og komst enginn lífs af

Enginn komst lífs af er herflugvél á vegum bandaríska sjóhersins af gerðinni Lockheed KC-130 fórst í Mississippi í gærkvöldi.

Vélin fórst á sojabaunaakri í um 135 kílómetra fjarlægð frá höfuðstaðnum Jackson en nokkrir sjónarvottar sáu vélina hrapa til jarðar í spuna.

16 manna áhöfn var um borð í vélinni og létust allir og dreifðist brak úr vélinni í um 8 kílómera fjarlægð frá þeim stað þar sem vélin brotlenti. Mikinn svartan reyk lagði til himsins og þurfti slökkvilið að hörfa frá á tímabili vegna elds í kjölfar sprengingar sem varð er slökkvistarfið stóð yfir.

Starfsmaður á flugvellinum í Greenwood í Mississippi segir að vélin hafi verið í 20.000 feta hæð samkvæmt ratsjá og telur hann sennilegt að bilun hafi orðið í stjórnflötum vélarinnar.

Slysið átti sér stað um 10-leytið í gærkvöldi

Vélin fór í loftið frá Cherry Point í Norður-Karólínu en skömmu fyrir slysið hafði hún haft viðkomu á Memphis-flugvellinum í Tennessee til að taka eldsneyti.

Milt veður var er slysið átti sér stað, léttskýjað og hiti í kringum 30 gráður.

Lockheed Martin KC-130 er fjögurra hreyfla eldsneytisflugvél sem byggir á C-130 Hercules voruflutningavélinni.

Myndir:

  fréttir af handahófi

Malaysian pantar 8 Dreamliner-þotur og átta Boeing 737 MAX

13. september 2017

|

Malaysia Airlines hefur gert samkomulag við Boeing um pöntun á átta Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787-9.

Útlit fyrir að að easyJet fái 25 Airbus-þotur frá Air Berlin

14. október 2017

|

EasyJet mun að öllum líkindum kaupa 25 farþegaþotur úr flota Air Berlin sem allar eru af gerðinni Airbus A320.

Miklar skemmdir á St. Maarten flugvelli eftir fellibylinn Irmu

6. september 2017

|

Princess Juliana flugvöllurinn í Karíbahafi er mjög illa farinn eftir fellibylinn Irmu sem reið yfir St. Maarten eyjuna snemma í morgun.

  Nýjustu flugfréttirnar

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

20. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

Hringsólaði í 7 klukkustundir til að brenna eldsneyti

16. október 2017

|

Breiðþota frá Turkish Airlines af gerðinni Airbus A330 hringsólaði í 7 klukkustundir í nágrenni við Istanbúl sl. föstudag skömmu eftir flugtak frá Ataturk-flugvellinum.

Lufthansa undirbýr tilboð í rekstur Alitalia

16. október 2017

|

Lufthansa ætlar sér að gera tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að senda inn tilboð mun renna út í dag.

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

16. október 2017

|

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með easyJet.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00