flugfréttir

Fyrstu feðgarnir til að fljúga kringum jörðina á Íslandi

- C150 Global Odyssey leiðangurinn kom til Reykjavíkur í dag

13. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 17:11

Bob og Steven Dengler eru fyrstu feðgarnir í heimi til þess að fljúga í kringum hnöttinn

Þyrlufeðgarnir Bob og Steven Dengler lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag klukkan 14:40 eftir 3:40 klukkustunda langt flug frá Kulusuk á Grænlandi.

Feðgarnir eru að fljúga í kringum jörðina og er þetta í fyrsta sinn sem kanadísk þyrla flýgur hnattflug og fyrsta sinn í flugsögunni sem vitað er til þess að feðgar fara saman í hnattflug.

Ferðalag Bob og Steven nefnist C150 Global Odyssey en með þeim í för er einnig þyrluflugmaðurinn Rob “Dugal” MacDuff en þyrlan er af gerðinni Bell 429 Global Ranger og er hún framleidd í Montréal og byggir hún á Bell 427 þyrlunni sem framleidd er af Bell Helicopter.

Myndband:

Hnattferðin hófst þann 1. júlí sl. í höfuðborginni Ottawa á þjóðhátíðardegi Kanada sem fagnar í ár 150 ára sjálfstæði landsins eftir að hafa verið undir stjórn Breta til ársins 1867.

Frá Ottawa var förinni heitið til Sagueney í Québec en næstu viðkomustaðir voru m.a. Sydney í Nova Scotia, Stephenville í Nova Scota, St. John´s á Nýfundnalandi, Goose Bay, Iqaluit á Baffinslandi, Nuuk, Narsarsuaq og Kulusuk á Grænlandi en listinn er ekki tæmandi.

Frá Reykjavík munu þyrlan halda til Egilsstaða og því næst til Færeyja, Glasgow, Betlands, Frakkland, Þýskalands og til Tékklands.

Þá mun þyrlan hafa viðkomu á 20 stöðum í Rússlandi áður en hún mun fljúga yfir til Alaska og aftur til Kanada en alls munu feðgarnir lenda á 103 flugvöllum í 14 löndum og mun ferðalagið taka allt að 40 daga.

Feðgarnir og Rob MacDuff voru heppnir með veður en birta fór til er þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli á þriðja tímanum í dag en þeir höfðu tafist í Kulusuk og hefur ferðinni seinkað nú um tvö sólarhringa.

Ekki var flogið í mikilli hæð frá Kulusuk til Íslands en þyrlan var í 3.500 fetum og var farflugshraðinn frá 140 til 152 knútum.

Einstakt tækifæri fyrir feðga að eyða ævintýralegum tíma saman

Ferðin er hreint út sagt eitt stórt ævintýri og að segja „góða ferð“ við þessa kappa á svo sannarlega við þar sem ekki er um neitt lítið ferðalag að ræða.

Mest hlakkar Rob til þess að fljúga niður eftir Alaska en faðirinn, Bob, hefur áður komið til Íslands en þá með hefðbundnu farþegaflugi.

Bob og Steven með veggspjald sem hannað var í tilefni ferðarinnar

Bob er 77 ára gamall en Steven er 48 ára og fá þeir í ferðinni einstakt tækifæri á að eyða ævintýralegum tíma saman og það í frekar litlu rými en þeir hafa reynslubolta með sér í för þar sem Rob MacDuff hefur yfir 13.000 flugtíma undir belti af þyrluflugi.

Þess má geta að til stendur að fá ferðalagið skráð í Heimsmetabók Guinness þar sem þetta er í fyrsta sinn sem faðir og sonur fljúga kringum jörðina.

Myndir:



















































  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga