flugfréttir

Rússar gefa í skyn að þeir lumi á arftaka Boeing 757

20. júlí 2017

|

Frétt skrifuð kl. 07:24

Irkut MC-21-300 þotan frá United Aircraft Corporation

Rússar gefa nú í skyn að mögulega gætu þeir verið með réttu þotuna á teikniborðinu sem þeir segja að gæti verið hin nýja meðalstór þota sem flugfélögin þurfa á að halda eftir að Boeing hætti að framleiða Boeing 757 fyrir 13 árum síðan.

Lengi hefur verið talað um þörfina fyrir ákveðna stærð af meðalstórri farþegaþotu sem fengið hefur viðurnefnið „middle of the market“ en rússneski flugvélaframleiðandinn United Aircraft Corporation (UAC) segir að Irkut MC-21 þotan gæti mögulega verið lausnin.

UAC segir að Irkut-verksmiðjurnar séu að skoða möguleika á að koma með stærri útgáfu af vélinni sem myndi nefnast MC-21-200 sem myndi þá taka 180 farþega og kæmi eins og MC-21-300 þotan með einum gangi.

MC-21-200 myndi taka 180 farega ef United Aircraft Corporation mun framleiða þá vél

Tamara Kakushadze, markaðsstjóri UAC, segir að hugmyndin með MC-21-200 hugmyndavélina hafi vakið athygli í Rússlandi og ríki smá bjartsýni með að þarna væri komin vél sem myndi brúa bilið sem talað er um.

Boeing skilgreinir „middle of the market“ sem gatið milli Boeing 737 MAX 10 og Boeing 787-8 en óljóst er hvort slík vél myndi njóta velgengni á alþjóðamarkaði ef hún kæmi frá Rússum.

United Aircraft Corporation segist vera sammála Boeing um að þörf sé á vél sem brúi þetta bil og spáir rússneski framleiðandinn að þörf sé fyrir 5.660 þotum með einum gangi sem koma með sætum fyrir 200 farþega til ársins 2036.  fréttir af handahófi

Frestur til að bjóða í Air Berlin rennur út á hádegi

15. september 2017

|

Frestur til að leggja inn tilboð í hið gjaldþrota flugfélag, Air Berlin, rennur út á hádegi í dag að íslenskum tíma.

Norwegian ætlar að ráða 40 Boeing 737 flugmenn á Írlandi

12. september 2017

|

Norwegian leitar nú að allt að fjörutíu flugmönnum sem munu fljúga Boeing 737 þotum félagsins en þeir munu fljúga vélunum frá nýrri starfsstöð í Dublin.

Horizon fellir niður áfangastað vegna skorts á flugmönnum

19. september 2017

|

Bandaríska flugfélagið Horizon Air hefur tilkynnt að félagið muni hætta að fljúga milli Colorado Springs og Seattle vegna skorts á flugmönnum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

20. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Nepal Airlines tókst að selja Boeing 757 þotuna

18. október 2017

|

Nepal Airlines hefur tekist að selja þá Boeing 757-200 þotu sem félagið hefur reynt að losa sig við í tæpt ár en vélin var tekin úr umferð í apríl 2016.

Hringsólaði í 7 klukkustundir til að brenna eldsneyti

16. október 2017

|

Breiðþota frá Turkish Airlines af gerðinni Airbus A330 hringsólaði í 7 klukkustundir í nágrenni við Istanbúl sl. föstudag skömmu eftir flugtak frá Ataturk-flugvellinum.

Lufthansa undirbýr tilboð í rekstur Alitalia

16. október 2017

|

Lufthansa ætlar sér að gera tilboð í ítalska flugfélagið Alitalia en frestur til að senda inn tilboð mun renna út í dag.

Sjö milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

16. október 2017

|

Starfsfólk Isavia fagnaði á dögunum sjö milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár er hann kom til landsins frá Belfast með easyJet.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00