flugfréttir

Vindhvörf meginorsök flugslyssins í Dubai í fyrra

- Koma með tillögur að breytingum varðandi veðurupplýsingar til flugmanna

7. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Slysið átti sér stað þann 3. ágúst 2016

Rannsóknarnefnd flugslysa í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur birt tímabundna uppfærslu á rannsóknarskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 3. ágúst í fyrra er Boeing 777-300 þota frá Emirates brotlenti í lendingu á flugvellinum í Dubai.

Flugslysasérfræðingar hafa einblínt hvað mest á veðurskilyrðin sem voru á staðnum er slysið átti sér stað og þá einna helst vindinn en af þeim fjórum flugvélum, sem lentu áður en Emirates-vélin brotlenti, þá höfðu tvær af þeim farið í fráflug („go around“) vegna vindhvarfa á flugvellnum („wind shear“).

Vaktstjóri í flugturninum á flugvellinum í Dubai var nýbúin að ræða við flugumferðarstjóra, sem stjórnaði aðfluginu, um vindáttina þar sem breytileg vindátt var farin að breytast í meðvind inn á milli en í frumskýrslunni kemur fram að flugumferðarstjórarnir lýstu því að veðurskilyrðin hvað vindinn varðar voru frekar „furðulegar“.

Að lokum var ákveðið að skipta um braut þar sem vindurinn var farinn að snúast með ríkjandi meðvindi á brautarendann sem var í notkun en á þeim tímapunti var Boeing 777-300 þotan frá Emirates við það að lenda en hún brotlenti 10 sekúndum síðar eftir misheppnað fráflug.

Vélin hafði verið með mótvind niður að 1.000 fetum en eftir það var vélin farin að fá á sig töluverðan meðvind sem jókst upp í 16 hnúta eða sem samsvarar 8 metrum á sekúndu en fimm sekúndum fyrir lendingu breyttist vindurinn aftur í mótvind.

Rannsóknarnefndin í Dubai hefur lagt til tillögur að breytingum á verkferlum er snúa að mati á veðurupplýsingum til flugmanna auk þess sem búið er að framkvæma ítarlega úttekt á rýminguna sem fram fór í kjölfarið vindáttin hafði töluverð áhrif á rýmingu vélarinnar og notkun neyðarrennibrauta.

Enginn um borð lést í slysinu en einn slökkviliðsmaður lést af sárum sínum við björgunaraðgerðir þar sem vélin varð alelda eftir brotlendinguna.

Þá kemur fram að tæknilegt ástand vélarinnar hafi verið í lagi og engin bilun hafi fundist en enn er verið að rannsaka mannlega þáttinn.

Frumskýrsla vegna slyssins var birt í fyrra en talið er að lokaskýrslan verði birt árið 2019.  fréttir af handahófi

MRJ90 þotan á Íslandi

15. júní 2017

|

Þegar stórar flugsýningar nálgast þá senda flugvélaframleiðendur nýjustu afurð sína á slíkar sýningar og stórar sem smáar vélar eru þá sendar heimshorna á milli.

Delta tekur úr umferð fyrstu MD-90 þotuna

28. júní 2017

|

Delta Air Lines hefur tekið úr umferð fyrstu McDonnell Douglas MD-90 þotuna.

Kennsluflugvél flaug á dróna í Ástralíu

12. júlí 2017

|

Árekstur varð milli kennsluflugvélar og dróna í gær í Ástralíu en mögulega er um að ræða fyrsta atvikið í Ástralíu þar sem dróni og flugvél rekast saman en enn á þó eftir að staðfesta að um dróna haf

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair mun hefja flug til Cleveland

22. ágúst 2017

|

Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Cleveland á næsta ári en borgin er nítjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu.

Flugmenn Thomas Cook boða til verkfalls

22. ágúst 2017

|

Samtök breskra atvinnuflugmanna (BALPA) hafa lýst því yfir að flugmenn hjá Thomas Cook Airlines hafi kosið um verkfallsaðgerðir með 88 prósent atkvæðum eftir atkvæðagreiðslu.

FAA gerir úttekt á flugöryggismálum í Nígeríu

22. ágúst 2017

|

Starfsmenn frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) eru nú komnir til Nígeríu til að gera úttekt á öryggismálum í fluginu í landinu sem hefur ekki verið hátt skrifað að undanförnu er kemur að flugöry

Galli í hæðarmæli talin orsök áreksturs tveggja þotna yfir Senegal

22. ágúst 2017

|

Flugslysasérfræðingar hafa komist að niðurstöðu varðandi orsök flugslyss sem átti sér stað yfir Senegal þann 5. september árið 2015 er tvær vélar rákust saman í háloftunum, þota af gerðinni Boeing 7

Norwegian reynir að laða til sín flugmenn frá Air Berlin

21. ágúst 2017

|

Norwegian mun halda atvinnuviðtöl í Berlín og í Dusseldorf en flugfélagið norska vonast til þess ráða til sín þá flugmenn sem hafa flogið fyrir Air Berlin sem lýsti yfir gjaldþroti í seinustu viku.

Kish Air í Íran pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

21. ágúst 2017

|

Flugfélagið Kish Air í Íran hefur gert samkomulag við Boeing um pöntun á tíu Boeing 737 MAX þotum.

Icelandair leigir eina Boeing 757 þotu til Suður-Ameríku

21. ágúst 2017

|

Icelandair og Loftleiðir Icelandic hafa gengið frá leigusamningi á einni Boeing 757-200 þotu sem verður leigð til suður-ameríska flugfélagsins LAW (Latin American Wings) í Chile en félagið mun fá véli

Delta gerir upp á milli A320neo og Boeing 737 MAX

20. ágúst 2017

|

Delta Air Lines er nú íhuga pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur en flugvélar frá Boeing og Airbus koma til greina sem verið er að skoða.

Flugstjóri sendur í hraðbanka ef Air Berlin greiðir ekki fyrirfram

19. ágúst 2017

|

Einn flugvöllur í Evrópu hefur farið fram á að Air Berlin greiði lendingargjöld sín fyrirfram áður en félagið flýgur til vallarins en að öðru leyti verður farið fram á flugstjórinn greiða afgreiðslu

Icelandair mun fljúga til Berlínar

18. ágúst 2017

|

Icelandair mun þann 3. nóvember í haust hefja flug til Berlínar sem er nýr áfangastaður hjá félaginu en flogið verður til Tegel-flugvallarins og verður flogið allan ársins hring.