flugfréttir

Vindhvörf meginorsök flugslyssins í Dubai í fyrra

- Koma með tillögur að breytingum varðandi veðurupplýsingar til flugmanna

7. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Slysið átti sér stað þann 3. ágúst 2016

Rannsóknarnefnd flugslysa í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur birt tímabundna uppfærslu á rannsóknarskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 3. ágúst í fyrra er Boeing 777-300 þota frá Emirates brotlenti í lendingu á flugvellinum í Dubai.

Flugslysasérfræðingar hafa einblínt hvað mest á veðurskilyrðin sem voru á staðnum er slysið átti sér stað og þá einna helst vindinn en af þeim fjórum flugvélum, sem lentu áður en Emirates-vélin brotlenti, þá höfðu tvær af þeim farið í fráflug („go around“) vegna vindhvarfa á flugvellnum („wind shear“).

Vaktstjóri í flugturninum á flugvellinum í Dubai var nýbúin að ræða við flugumferðarstjóra, sem stjórnaði aðfluginu, um vindáttina þar sem breytileg vindátt var farin að breytast í meðvind inn á milli en í frumskýrslunni kemur fram að flugumferðarstjórarnir lýstu því að veðurskilyrðin hvað vindinn varðar voru frekar „furðulegar“.

Að lokum var ákveðið að skipta um braut þar sem vindurinn var farinn að snúast með ríkjandi meðvindi á brautarendann sem var í notkun en á þeim tímapunti var Boeing 777-300 þotan frá Emirates við það að lenda en hún brotlenti 10 sekúndum síðar eftir misheppnað fráflug.

Vélin hafði verið með mótvind niður að 1.000 fetum en eftir það var vélin farin að fá á sig töluverðan meðvind sem jókst upp í 16 hnúta eða sem samsvarar 8 metrum á sekúndu en fimm sekúndum fyrir lendingu breyttist vindurinn aftur í mótvind.

Rannsóknarnefndin í Dubai hefur lagt til tillögur að breytingum á verkferlum er snúa að mati á veðurupplýsingum til flugmanna auk þess sem búið er að framkvæma ítarlega úttekt á rýminguna sem fram fór í kjölfarið vindáttin hafði töluverð áhrif á rýmingu vélarinnar og notkun neyðarrennibrauta.

Enginn um borð lést í slysinu en einn slökkviliðsmaður lést af sárum sínum við björgunaraðgerðir þar sem vélin varð alelda eftir brotlendinguna.

Þá kemur fram að tæknilegt ástand vélarinnar hafi verið í lagi og engin bilun hafi fundist en enn er verið að rannsaka mannlega þáttinn.

Frumskýrsla vegna slyssins var birt í fyrra en talið er að lokaskýrslan verði birt árið 2019.  fréttir af handahófi

Fyrsta Airbus-þotan komin í búning Alaska Airlines

5. janúar 2018

|

Búið er að mála fyrstu Airbus-þotuna í litum Alaska Airlines en um er að ræða Airbus A321neo þotu sem Virgin America pantaði en Alaska Airlines tók yfir rekstur félagsins í kjölfar yfirtöku sem fram

Tecnam afhendir þrjár fyrstu P2006T SMP flugvélarnar

5. desember 2017

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur afhent fyrstu Tecnam P2006T SMP flugvélarnar en þrjár slíkar vélar voru afhentar til fyrirtækis eins í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í kortagerð úr lofti

Bandaríkjaher ætlar að fljúga B-52 til ársins 2050

14. febrúar 2018

|

Bandaríski flugherinn hefur tilkynnt að til standi að nota Boeing B-52 Stratofortress sprengjuflugvélarnar áfram næstu 30 árin að minnsta kosti.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Vandamál með hjólabúnað á Bombardier-vél

23. febrúar 2018

|

Vandamál kom upp með hjólabúnað á Bombardier Dash 8 Q400 flugvél hjá Croatia Airlines er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Brussel í gær eftir flug frá Zagreb.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Líktu eftir sömu aðstæðum í flughermi

22. febrúar 2018

|

Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.