flugfréttir

Vindhvörf meginorsök flugslyssins í Dubai í fyrra

- Koma með tillögur að breytingum varðandi veðurupplýsingar til flugmanna

7. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Slysið átti sér stað þann 3. ágúst 2016

Rannsóknarnefnd flugslysa í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur birt tímabundna uppfærslu á rannsóknarskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 3. ágúst í fyrra er Boeing 777-300 þota frá Emirates brotlenti í lendingu á flugvellinum í Dubai.

Flugslysasérfræðingar hafa einblínt hvað mest á veðurskilyrðin sem voru á staðnum er slysið átti sér stað og þá einna helst vindinn en af þeim fjórum flugvélum, sem lentu áður en Emirates-vélin brotlenti, þá höfðu tvær af þeim farið í fráflug („go around“) vegna vindhvarfa á flugvellnum („wind shear“).

Vaktstjóri í flugturninum á flugvellinum í Dubai var nýbúin að ræða við flugumferðarstjóra, sem stjórnaði aðfluginu, um vindáttina þar sem breytileg vindátt var farin að breytast í meðvind inn á milli en í frumskýrslunni kemur fram að flugumferðarstjórarnir lýstu því að veðurskilyrðin hvað vindinn varðar voru frekar „furðulegar“.

Að lokum var ákveðið að skipta um braut þar sem vindurinn var farinn að snúast með ríkjandi meðvindi á brautarendann sem var í notkun en á þeim tímapunti var Boeing 777-300 þotan frá Emirates við það að lenda en hún brotlenti 10 sekúndum síðar eftir misheppnað fráflug.

Vélin hafði verið með mótvind niður að 1.000 fetum en eftir það var vélin farin að fá á sig töluverðan meðvind sem jókst upp í 16 hnúta eða sem samsvarar 8 metrum á sekúndu en fimm sekúndum fyrir lendingu breyttist vindurinn aftur í mótvind.

Rannsóknarnefndin í Dubai hefur lagt til tillögur að breytingum á verkferlum er snúa að mati á veðurupplýsingum til flugmanna auk þess sem búið er að framkvæma ítarlega úttekt á rýminguna sem fram fór í kjölfarið vindáttin hafði töluverð áhrif á rýmingu vélarinnar og notkun neyðarrennibrauta.

Enginn um borð lést í slysinu en einn slökkviliðsmaður lést af sárum sínum við björgunaraðgerðir þar sem vélin varð alelda eftir brotlendinguna.

Þá kemur fram að tæknilegt ástand vélarinnar hafi verið í lagi og engin bilun hafi fundist en enn er verið að rannsaka mannlega þáttinn.

Frumskýrsla vegna slyssins var birt í fyrra en talið er að lokaskýrslan verði birt árið 2019.  fréttir af handahófi

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Cleveland

17. maí 2018

|

Icelandair flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug til Cleveland í Ohio sem er nýjasti áfangastaðurinn í leiðarkerfi félagsins.

Boeing 777X og 787-10 ekki í myndinni fyrir American

26. maí 2018

|

Hvorki Boeing 777X né Boeing 787-10 eru í myndinni fyrir American Airlines en Vasu Raja, varaformaður yfir leiðakerfis- og áætluanardeild félagsins, segir að ekki sé verið að skoða nýjustu breiðþotur

Austrian Airlines þjálfar 150 nýja flugmenn frá grunni

12. maí 2018

|

Australian Airlines stefnir á að þjálfa yfir 150 nýja flugmenn frá grunni á næstu misserum sem munu gangast undir flugnám á vegum flugfélagsins austurríska.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

Metumferð um Vnukovo-flugvöll vegna HM í Rússlandi

12. júlí 2018

|

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur orðið til þess að aldrei áður hafa eins margir farþegar farið um Vnokovo-flugvöllinn í Moskvu.