flugfréttir

Vindhvörf meginorsök flugslyssins í Dubai í fyrra

- Koma með tillögur að breytingum varðandi veðurupplýsingar til flugmanna

7. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Slysið átti sér stað þann 3. ágúst 2016

Rannsóknarnefnd flugslysa í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur birt tímabundna uppfærslu á rannsóknarskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 3. ágúst í fyrra er Boeing 777-300 þota frá Emirates brotlenti í lendingu á flugvellinum í Dubai.

Flugslysasérfræðingar hafa einblínt hvað mest á veðurskilyrðin sem voru á staðnum er slysið átti sér stað og þá einna helst vindinn en af þeim fjórum flugvélum, sem lentu áður en Emirates-vélin brotlenti, þá höfðu tvær af þeim farið í fráflug („go around“) vegna vindhvarfa á flugvellnum („wind shear“).

Vaktstjóri í flugturninum á flugvellinum í Dubai var nýbúin að ræða við flugumferðarstjóra, sem stjórnaði aðfluginu, um vindáttina þar sem breytileg vindátt var farin að breytast í meðvind inn á milli en í frumskýrslunni kemur fram að flugumferðarstjórarnir lýstu því að veðurskilyrðin hvað vindinn varðar voru frekar „furðulegar“.

Að lokum var ákveðið að skipta um braut þar sem vindurinn var farinn að snúast með ríkjandi meðvindi á brautarendann sem var í notkun en á þeim tímapunti var Boeing 777-300 þotan frá Emirates við það að lenda en hún brotlenti 10 sekúndum síðar eftir misheppnað fráflug.

Vélin hafði verið með mótvind niður að 1.000 fetum en eftir það var vélin farin að fá á sig töluverðan meðvind sem jókst upp í 16 hnúta eða sem samsvarar 8 metrum á sekúndu en fimm sekúndum fyrir lendingu breyttist vindurinn aftur í mótvind.

Rannsóknarnefndin í Dubai hefur lagt til tillögur að breytingum á verkferlum er snúa að mati á veðurupplýsingum til flugmanna auk þess sem búið er að framkvæma ítarlega úttekt á rýminguna sem fram fór í kjölfarið vindáttin hafði töluverð áhrif á rýmingu vélarinnar og notkun neyðarrennibrauta.

Enginn um borð lést í slysinu en einn slökkviliðsmaður lést af sárum sínum við björgunaraðgerðir þar sem vélin varð alelda eftir brotlendinguna.

Þá kemur fram að tæknilegt ástand vélarinnar hafi verið í lagi og engin bilun hafi fundist en enn er verið að rannsaka mannlega þáttinn.

Frumskýrsla vegna slyssins var birt í fyrra en talið er að lokaskýrslan verði birt árið 2019.  fréttir af handahófi

Rangt hitastig í FMC orsök þess að Boeing 737 hóf sig seint á loft

21. september 2017

|

Talið er að rangar upplýsingar um hitastig, sem settar voru inn í flugtölvu (FMC) á Boeing 737-800 þotu hjá Sunwing Airlines fyrir flugtak, hafi verið orsök atviks sem átti sér stað þann 21. júlí í s

Icelandair leitar að flugmönnum framtíðarinnar

25. september 2017

|

Icelandair hefur ákveðið að setja af stað flugnámsbraut í samstarfi við flugskóla, bæði hér á landi sem og erlendis, til þess að styðja áframhaldandi vöxt félagsins og tryggja sér hæft starfsfólk ti

Örn og kanína enduðu í hreyfli á Boeing 737 í flugtaki

26. október 2017

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737 þurfti að snúa við skömmu eftir flugtak frá Melbourne í Ástralíu um seinustu helgi eftir að stór örn og kanína enduðu í vinstri hreyfil þotunnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugmenn Ryanair boða til verkfalls fyrir jólin

12. desember 2017

|

Flugmenn hjá Ryanair hafa boðað til verkfallsaðgerða fyrir jólin en nokkur starfsmannafélög meðal flugmanna félagsins, bæði á Írlandi og á meginlandi Evrópu hafa boðað til verkfalla.

Rannsókn lokið á þotu sem fór í loftið með mikla ísingu

12. desember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Svíþjóð hafa lokið við rannsókn á atviki er fjögurra hreyfla farþegaþota af gerðinni Avro RJ-100 fór í loftið með ísingu á vængjum en vélin gekkst ekki undir afísingarferli fyrir b

Malaysian ætlar að hafa risaþoturnar áfram

12. desember 2017

|

Malaysia Airlines hefur tilkynnt að félagið sé hætt við að taka Airbus A380 risaþoturnar úr notkun og ætlar félagið að halda þeim áfram í flotanum í reglubundnu áætlunarflugi.

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

Líftími hreyflablaða í Boeing 787 styttri en talið var

11. desember 2017

|

Nokkur flugfélög í heiminum, sem hafa Dreamliner-þoturnar í flota sínum sem koma með Trent 1000 hreyflum frá Rolls-Royce, standa frammi fyrir mögulegum seinkunum á flugi yfir jólin og áramót vegna va

„Það mun koma önnur niðursveifla í fraktfluginu“

11. desember 2017

|

Talið er að frakflug í heiminum eigi eftir að halda áfram að aukast jafnt og þétt á næsta ári og er talið að árið 2018 verði mjög gott almennt séð í flugfraktinni.

249.000 farþegar með Icelandair í nóvember

10. desember 2017

|

Alls voru 249.000 farþegar sem flugu með Icelandair í nóvembermánuði sem leið sem er 8 prósenta aukning samanborðið við nóvember í fyrra.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00