flugfréttir

Vindhvörf meginorsök flugslyssins í Dubai í fyrra

- Koma með tillögur að breytingum varðandi veðurupplýsingar til flugmanna

7. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Slysið átti sér stað þann 3. ágúst 2016

Rannsóknarnefnd flugslysa í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur birt tímabundna uppfærslu á rannsóknarskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 3. ágúst í fyrra er Boeing 777-300 þota frá Emirates brotlenti í lendingu á flugvellinum í Dubai.

Flugslysasérfræðingar hafa einblínt hvað mest á veðurskilyrðin sem voru á staðnum er slysið átti sér stað og þá einna helst vindinn en af þeim fjórum flugvélum, sem lentu áður en Emirates-vélin brotlenti, þá höfðu tvær af þeim farið í fráflug („go around“) vegna vindhvarfa á flugvellnum („wind shear“).

Vaktstjóri í flugturninum á flugvellinum í Dubai var nýbúin að ræða við flugumferðarstjóra, sem stjórnaði aðfluginu, um vindáttina þar sem breytileg vindátt var farin að breytast í meðvind inn á milli en í frumskýrslunni kemur fram að flugumferðarstjórarnir lýstu því að veðurskilyrðin hvað vindinn varðar voru frekar „furðulegar“.

Að lokum var ákveðið að skipta um braut þar sem vindurinn var farinn að snúast með ríkjandi meðvindi á brautarendann sem var í notkun en á þeim tímapunti var Boeing 777-300 þotan frá Emirates við það að lenda en hún brotlenti 10 sekúndum síðar eftir misheppnað fráflug.

Vélin hafði verið með mótvind niður að 1.000 fetum en eftir það var vélin farin að fá á sig töluverðan meðvind sem jókst upp í 16 hnúta eða sem samsvarar 8 metrum á sekúndu en fimm sekúndum fyrir lendingu breyttist vindurinn aftur í mótvind.

Rannsóknarnefndin í Dubai hefur lagt til tillögur að breytingum á verkferlum er snúa að mati á veðurupplýsingum til flugmanna auk þess sem búið er að framkvæma ítarlega úttekt á rýminguna sem fram fór í kjölfarið vindáttin hafði töluverð áhrif á rýmingu vélarinnar og notkun neyðarrennibrauta.

Enginn um borð lést í slysinu en einn slökkviliðsmaður lést af sárum sínum við björgunaraðgerðir þar sem vélin varð alelda eftir brotlendinguna.

Þá kemur fram að tæknilegt ástand vélarinnar hafi verið í lagi og engin bilun hafi fundist en enn er verið að rannsaka mannlega þáttinn.

Frumskýrsla vegna slyssins var birt í fyrra en talið er að lokaskýrslan verði birt árið 2019.  fréttir af handahófi

Þörf fyrir allt að 100 Airbus A380 risaþotur í Kína

20. september 2017

|

Airbus segir að markaður sé fyrir 60 til 100 risaþotur af gerðinni Airbus A380 í Kína á næstu fimm til sjö árum.

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Jómfrúarflug Airbus A330neo verður á fimmtudag

16. október 2017

|

Airbus hefur tilkynnt um að fyrsta Airbus A330neo tilraunarþotan muni fljúga jómfrúarflugið sitt næstkomandi fimmtudag, þann 19. október.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Berlin reynir að fá skaðabætur frá Etihad Airways

23. október 2017

|

Air Berlin hefur farið fram á að Etihad Airways greiði 1,2 milljarða króna í skaðabætur á þeim forsendum að félagið reyndi aldrei á neinum tímapunkti að koma í veg fyrir gjaldþrot Air Berlin eða veit

Bellew aftur til Ryanair - Hefur sagt upp hjá Malaysian

23. október 2017

|

Ryanair hefur tekist að ná aftur til sín fyrrverandi rekstrarstjóra félagsins, Peter Bellew, sem í dag er framkvæmdarstjóri Malaysia Airlines, en hann hefur nú tilkynnt uppsögn sína hjá malasíska fé

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00