flugfréttir

Fyrsta skóflustungan að nýrri flugstöð Delta á LaGuardia

9. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 06:05

Yfirmenn Delta Air Lines og ríkisstjóri New York fylkis taka fyrstu skóflustunguna að nýrri flugstöð fyrir Delta á LaGuardia-flugvelli

Delta Air Lines hefur tekið fyrstu skóflustunguna að nýrri flugstöð á LaGuardia-flugvellinum í New York sem mun koma til með að kosta um 420 milljarða króna.

Þetta er stærsta fjárfesting sem Delta Air Lines hefur ráðist í er kemur að aðstöðu á flugvelli en nýja flugstöðin mun koma með 37 hliðum sem eingöngu Delta mun hafa aðgang að.

Nýja flugstöðin mun ná að anna öllum umsvifum á LaGuardia-flugvellinum en Delta er stærsta flugfélagið á flugvellinum sem er sá þriðji stærsti í New York á eftir Newark og Kennedy-flugvellinum.

Þá eru framkvæmdirnar þær stærstu sem nokkurt flugfélag hefur ráðist í á New York-svæðinu en American Airlines hefur nýlega hafið framkvæmdir á John F. Kennedy-flugvellinum sem munu kosta um 136 milljarða.

Tölvugerð mynd af flugstöðinni eins og hún mun líta út þegar hún verður fullkláruð

Framkvæmdirnar munu taka 9 ár en fyrsti áfangi flugstöðvarinnar verður tekinn í notkun árið 2021 en flugstöðin verður tilbúin að fullu árið 2026.

Delta Air Lines hefur fylgst náið með farþegaþróuninni á LaGuardia-flugvellinum en mikil þrengsli eru á vellinum og fjölgaði farþegum Delta á LaGuardia aðeins um 1,5% í fyrra.

38,5 prósent af þeim farþegum sem fóru um LaGuardia-flugvöll árið 2016 voru farþegar á vegum Delta en American Airlines hefur næst stærstu hlutdeildina með 19,3% farþega.  fréttir af handahófi

Ekkert flugslys meðal flugfélaga í Afríku árið 2016

20. september 2017

|

Ekkert flugslys í áætlunarflugi í Afríku var skráð í fyrra en fram kemur að þetta sé í fyrsta sinn í heilan áratug sem ekkert flugslys verður á heilu ári meðal afrískra flugfélaga sem eru aðilar að a

Jet2.com ætlar að ráða 180 nýja flugmenn

31. ágúst 2017

|

Breska flugfélagið Jet2.com ætlar sér að ráða á næstunni yfir 1.700 nýja starfsmenn og þar af fjölda flugmanna, flugliða auk flugvallarstarfsfólks.

Fyrsta flugvélin lendir á St. Maarten eftir Irmu

8. september 2017

|

Fyrsta flugvélin til að fara um Princess Juliana flugvöllinn á St. Maarten, eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir í vikunni, lenti á vellinum í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Air Berlin reynir að fá skaðabætur frá Etihad Airways

23. október 2017

|

Air Berlin hefur farið fram á að Etihad Airways greiði 1,2 milljarða króna í skaðabætur á þeim forsendum að félagið reyndi aldrei á neinum tímapunkti að koma í veg fyrir gjaldþrot Air Berlin eða veit

Bellew aftur til Ryanair - Hefur sagt upp hjá Malaysian

23. október 2017

|

Ryanair hefur tekist að ná aftur til sín fyrrverandi rekstrarstjóra félagsins, Peter Bellew, sem í dag er framkvæmdarstjóri Malaysia Airlines, en hann hefur nú tilkynnt uppsögn sína hjá malasíska fé

Tvö flugfélög í Rússlandi munu sameinast í nýtt félag

22. október 2017

|

Rússnesku flugfélögin Nordavia og Red Wings hafa tilkynnt um samruna og munu félögin sameinast undir einu merki.

Ólöglegur innflutningur á ketti kostar flugfélagið 3 milljónir

22. október 2017

|

Dómstóll í Bretlandi hefur fellt dóm í máli Ukraine International Airlines eftir að flugfélagið leyfði farþega að fara um borð með kött í flugi til Bretlands án leyfis.

Air Mauritius fær sína fyrstu Airbus A350 þotu

22. október 2017

|

Air Mauritius hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A350 þotu en þetta er fyrsta þotan af sex sem félagið á von á að fá afhentar.

Reyna að selja fjórar A380 risaþotur Transaero

21. október 2017

|

Rússneska flugvélaleigan VEB Leasing reynir nú að selja þær fjórar Airbus A380 risaþotur sem pantaðar voru fyrir flugfélagið Transaero sem varð gjaldþrota árið 2015.

Boeing 737 MAX kemur til greina fyrir Qantas

20. október 2017

|

Qantas er að íhuga að velja Boeing 737 MAX þoturnar til þess að endurnýja innanlandsflota félagsins.

Isavia kyrrsetur þotu frá Air Berlin vegna skuldar

20. október 2017

|

Isavia hefur kyrrsett farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá Air Berlin vegna vangoldinna gjalda sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar félagsins.

Wizz Air mun sækja um breskt flugrekstrarleyfi

19. október 2017

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air ætlar að freista þess að sækja um breskt flugrekstrarleyfi en með því gæti félagið sett upp bækistöðvar á Bretlandi.

Flugstjóri Air Berlin í bobba eftir sérstakt kveðjulágflug yfir DUS

18. október 2017

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú sérstakt lágflug Airbus A330 breiðþotu frá Air Berlin sem var að lenda á flugvellinum í Dusseldorf sl. mánudag.

 síðustu atvik

  2017-09-01 12:00:00