flugfréttir

Borgarstjórn Santa Monica flýtir styttingu flugbrautar

- Bíða ekki eftir niðurstöðum kærumála sem gæti dæmt borginni í óhag

10. ágúst 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:33

Flugvöllurinn í Santa Monica

Borgarráðið í Santa Monica í Kaliforníu hefur ákveðið að hraða framkvæmdum við styttingu á flugbrautinni á Santa Monica Municipal flugvellinum í bænum sem er næstum því 100 ára gamall.

Það var í ágúst í fyrra sem borgarstjórn Santa Monica gerði tilraun til að loka flugvellinum en í ljós kom að það myndi brjóta í bága við 70 ára gömul lög sem gerð voru til að tryggja tilvist vallarins.

Borgarstjórnin og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) komu sér saman að niðurstöðu að flugbrautin yrði stytt en til stendur að loka flugvellinum eftir 11 ár eða árið 2028.

Einkaþotur útilokaðar frá vellinum með styttri flugbraut

Borgarstjórinn samþykkti í vikunni framkvæmdir upp á 369 milljónir króna vegna styttingu flugbrautarinnar og verður framkvæmdunum flýtt.

Eftir að brautin styttist munu einkaþotur og stærri flugvélar ekki geta lent á vellinum og mun völlurinn því aðeins verða nothæfur fyrir litlar flugvélar og dregst því umferðin töluvert saman um völlinn.

Flugbrautin á Santa Monica Airport er álíka löng og 13/31 brautin á Reykjavíkurflugvelli en brautin mun styttast um tæpan þriðjung; úr 4.973 fetum niður í 3.500 fet en við það verður hún álíka löng og 06/24 brautin á BIRK.

Kostnaðurinn mun lenda á skattgreiðendum og hefur fyrirtækið Aecom verið fengið til að sjá um framkvæmdirnar og munu þær hefast í október í haust og eru verklok áætluð fyrir lok ársins.

Skýringarmynd varðandi fyrirhugaða styttingu flugbrautar

Loka þarf flugvellinum í um 10 daga á meðan framkvæmdirnar standa yfir en þær munu að mestu fara fram á nóttunni.

Borgarstjórn hefur þegar skipað nefnd til að ákveða hvernig þeim byggingum verður ráðstafað sem eru staðsettar á flugvallarsvæðinu en mörgum fyrirtækjum, sem tengjast rekstri vallarins, hefur verið gert að yfirgefa húsnæðin.

Á meðan á þessu stendur eru mörg fyrirtæki og aðilar sem hafa höfðað mál gegn borgarstjórn Santa Monica og gætu niðurstöður úr þeim dómsmálum haft áhrif á styttingu brautarinnar ef málin ná að ganga í gegn í tæka tíð.

Einnig gætu niðurstöðurnar komið í veg fyrir endanlega ákvörðun varðandi lokun vallarins árið 2028.

Samtök viðskipta- og einkaþotuflugsins í Bandaríkjunum (NBAA) hafa meðal annars höfðað mál á þeim forsendum að það sé ekki í verkahring bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) að gera samning við Santa Monica flugvöll og fallast á lokun vallarins árið 2028 og hafa margir aðrir flugrekstaraðilar sambærileg mál í kerfinu sem bíða afgreiðslu.

Flugstöð vallarins í Santa Monica

Jol Silvesmith, lögfræðingur NBAA (National Business Aviation Association), segir að þótt að brautin verði stytt í haust þá sé tiltölulega ekki mikið mál að lenga hana á ný ef dómari dæmir flugvellinum í vil en þá verður farið fram á að brautin verði lengd að fullu á nýjan leik og mun sá kostnaður einnig lenda á skattgreiðendum.

Aðilar í flugtengdum rekstri á Santa Monica flugvellinum benda á mikilvægi vallarins og að völlurinn sé nauðsynlegur flugvöllur sem skilar 29 milljörðum króna tekjum inn í bandarískt samfélag á hverju ári en árið 2015 fóru 90.000 flugvélar um völlinn.

Borgarstjórn Santa Monica hyggst hinsvegar ætla að reisa almenningsgarð á landsvæðinu eftir að flugvellinum verður lokað árið 2028.

Tölvugerð mynd af almenningsgarðinum sem á að koma í stað flugvallarins eftir 11 ár







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga