flugfréttir
Flugvélargangur breytist í leiksvið í afmælisflugi Icelandair
- Einstök leiksýning í háloftunum

Myndin frá æfingu á leikritinu
Leikgleði og leyndir hæfileikar munu ráða ríkjum í einni af flugvélum Icelandair þegar hún breytist í háloftaleikhús yfir Atlantshafinu föstudaginn 8. september næstkomandi.
Um er að ræða einstakt flugleikverk, hið fyrsta sinnar tegundar, sérstaklega samið fyrir Icelandair í tilefni af 80 ára afmæli fyrirtækisins. Verkið er innblásið af langri og farsælli flugsögu þess og skartar meðal annars hæfileikaríku starfsfólki í nokkrum aðalhlutverkum.
Fyrsti hluti flugleikverksins, sem hlotið hefur nafnið Opening Flight, verður fluttur á leiðinni frá London til Keflavíkur, annar hlutinn í Saga Lounge setustofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli og þriðji og síðasti hlutinn í loftinu á leiðinni frá Keflavík til New York. Eitt hundrað sæti voru í boði á leiksýninguna og verður verkið aðeins sýnt í þessu eina flugi.
Undirbúningur fyrir flugleiksýninguna hófst í vetur en unnið var í samstarfi við kynningarstofuna Brooklyn Brothers í London og breska leikhópinn Gideon Reeling, sem sérhæfir sig í svokölluðu þátttökuleikhúsi (immersive theatre). Leikarar í Opening Flight verða blanda af breskum atvinnuleikurum og starfsmönnum Icelandair.

Um er að ræða einstakt flugleikverk, hið fyrsta sinnar tegundar, sérstaklega samið fyrir Icelandair í tilefni af 80 ára afmæli fyrirtækisins.
Auglýst voru hæfileikapróf fyrir starfsfólk, fjölmargir sóttu um og kom þar sannarlega í ljós að leyndir hæfileikar voru á hverju strái í þeim úrvalshópi sem starfar hjá Icelandair.
Hljóðfæraleikarar, söngvarar og dansarar voru meðal þeirra sem mættu í prufur og þeir sem urðu fyrir valinu tóku í framhaldinu þátt í undirbúningsnámskeiði með leikhúsfólkinu í sumar.
Þessi einstæða leiksýning markar upphaf nýrrar Stopover-herferðar Icelandair, en Icelandair hefur boðið farþegum á leið yfir Atlantshafið að hafa viðdvöl á Íslandi allt frá því á sjöunda áratugnum. Í kjölfarið á leiksýningunni bjóðast viðdvalarfarþegum sérsniðnir og spennandi viðburðir á Íslandi í allan vetur.
Fleiri fljúga nú yfir Atlantshafið en nokkru sinni fyrr og aukin eftirspurn er eftir góðri þjónustu og sönnum upplifunum. Herferð Icelandair er ætlað að svara þessum óskum farþega.


19. febrúar 2018
|
Boeing 737 MAX 9 hefur fengið flughæfnisvottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

20. febrúar 2018
|
Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

26. mars 2018
|
Önnur MC-21-300 tilraunarþotan frá Irkut fer að nálgast flugprófanir en þotan kom úr lokasamsetningu á dögunum.

20. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.