flugfréttir

„Þetta starf er ekki svo erfitt“ - Ætlar að ráða 125 nýja flugmenn

- Skorar á O´Leary til að lenda flugvél í myrkri og roki eftir 15 tíma vinnudag

22. september 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:31

Ryanair ætlar að ráða 125 nýja flugmenn til starfa en núverandi flugmenn hjá Ryanair segir að það muni ekki bjarga málunum

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa 125 nýja flugmenn á næstu tveimur vikum til að kom til móts við þann skort á flugmönnum sem upp er komin.

Félagið hefur bæði lent í vandræðum þar sem fjöldi flugmanna hafa sagt upp störfum og farið yfir til annarra flugfélaga á borð við Norwegian og þá eru margir flugmenn að taka út sumarleyfi á næstu vikum sem mun skerða rekstur félagsins.

Fjöldi flugmanna hjá Ryanair munu á næstu vikum taka sér fjögurra vikna sumarleyfi eftir stranga sumarvertíð en félagið ætlar að minnka sumarleyfistímann niður í 3 vikur og fá flugmenn að taka út fjórðu vikuna í sumarfrí í janúar eftir áramót.

Ryanair gerði tilraun til að fá flugmenn til að skipta út sumarfríinu fyrir bónusgreiðslur til flugmanna en flestir ætla að hafna því boði og hafa flugmenn Ryanair á 46 bækistöðvum félagsins í Evrópu tekið höndum saman gegn framkvæmdarstjóranum, Michael O´Leary.

Michael O´Leary fer ekki fögrum orðum um flugmennina sína og efast um að starfið sé svo erfitt

„Jafnvel þótt Ryanair ætlar að ráða 125 flugmenn til starfa á morgun þá mun það ekki laga vandamálið fyrir enda október þar sem félagið þarf a.m.k. 3 mánuði til að þjálfa nýju flugmennina“, segir einn flugmaður hjá Ryanair.

Vinna allt að 60 klukkustundir á viku

Flugmenn segja að O´Leary hafi meðal annars sagt að þeir væru latir til vinnu en á sama tíma þá eru fjölmargir sem fljúga yfir 40 tíma á viku sem samsvarar allt að 60 vinnustundum á viku.

„Við erum flestir að vakna upp kl. 4 á nóttunni og ferðumst langar vegalengdir til að komast út á flugvöll. Hann hefur enga hugmynd um hvað hann er að tala um og þetta skapar bara enn meiri andúð á honum sem framkvæmdarstjóra“, segir einn flugmaður hjá Ryanair.

Michael O´Leary í höfuðstöðvum Ryanair í Dublin í gær

O´Leary sagði meðal annars: „Ég skora á hvaða flugmann sem er að útskýra fyrir okkur hvernig í ósköpunum þetta á að vera erfitt og stressandi starf. - Og hvernig það getur verið að fljúga innan við 18 klukkustundir á viku, samkvæmt lögum, getur valdið síþreytu“.

„Ef O´Leary heldur að við séum að vinna auðvelt starf þá væri ég alveg til í að sjá hann spreyta sig á því að reyna lenda þotu í miklu roki, seint að kvöldi í myrkri eftir að hafa flogið í 15 klukkustundir“, segir annar flugmaður hjá Ryanair.

Brian Struttron, ritari hjá flugmannafélaginu BALPA, skorar á írsk flugmálayfirvöld til þess að rannsaka ummæli O´Learys um að flugmenn Ryanair séu aðeins að fljúga í 18 tíma á viku þar sem hann telur það vera algjöran þvætting.

Bæði flugstjórar og flugmenn hjá Ryanair hafa hótað því að hringja sig einn veika til að mótmæla launamálum félagsins og þá ætla margir flugmenn að ganga til liðs við verkalýðsfélag sem mun ekki falla vel í geðið hjá O´Leary.

O´Leary hefur tilkynnt hluthöfum að aðeins séu um smávægilega bresti að ræða sem verður hægt að laga en einn flugmaður hjá Ryanair segir þetta aðeins byrjunina á stóru vandamáli sem mun ekki ljúka fyrr en Ryanair tekur sig saman í andlitinu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga