flugfréttir

Icelandair vann til flestra verðlauna á Euro Effies

18. október 2017

|

Frétt skrifuð kl. 14:00

Úr „Stop Over Buddy“ herferð Icelandair

Herferð Icelandair, Stopover Buddy, hlaut í gærkvöldi fern Euro Effie auglýsingaverðlaun sem talin eru á meðal virtustu markaðsverðlauna í heiminum.

Icelandair keppti meðal annars við fyrirtæki á borð við Booking.com, Sænska ferðamálaráðið og Sodastream en það voru Íslenska auglýsingastofan og The Brooklyn Brothers í London sem unnu að herferðinni með Icelandair.

  Stopover Buddy herferðin hlaut einnig flest verðlaun af öllum þeim sem tilnefndir voru til verðlaunanna.   Icelandair hlaut fyrstu verðlaun í eftirfarandi flokkum: 

Brand Experience, sem verðlaunar óhefðbundna markaðsetningu og heildarupplifun sem vörumerki búa til fyrir viðskiptavini sína.
Leisure & Entertainment, þar sem ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtæki etja kappi.
Small Budget, þar sem sýnt er fram á árangur og kostnað undir ákveðnu hámarki.
Þar að auki fékk Icelandair silfurverðlaun í David vs Goliath, sem er flokkur fyrir smærri fyrirtæki í stórum geirum.

    Icelandair Stopover Buddy herferðin tengdi farþega Icelandair við áhugavert og gestrisið starfsfólk fyrirtækisins, sem sýndu gestunum land og þjóð. Flugfarþegar gátu skráð sig og óskað eftir ferðafélaga frá Icelandair eftir áhugasviði, tungumálakunnáttu og dagsetningum. Markaðssetning þjónustunnar fór aðallega fram á netinu og í gegnum almannatengsl, en herferðin er ein farsælasta vefmarkaðsherferð Icelandair frá upphafi.  

Frá Euro Effie auglýsingaverðlaununum í gærkvöldi

  Hugmyndin að baki herferðarinar liggur í könnun sem sýndi fram á að stór hluti bandarískra ferðamanna hefur áhyggjur af því að kynnast aðeins þeim hluta Íslands sem er markaðssettur og missi því af „sannri“ upplifun af áfangastaðnum. Á sama tíma virðast Bretar eyða 17 milljörðum punda í ferðir og viðburði sem þeim finnast ekki standa undir nafni – en það endurspeglar hve takmörkuð þekking þeirra á áfangastöðunum er.  

  Stopover Buddy var því kjörin lausn fyrir ferðamenn til þess að fræða þá betur um hvað Ísland sem áfangastaður hefur upp á að bjóða. Stopover-bókunum fjölgaði um 42% í kjölfar herferðarinnar og verðmæti fjölmiðlaumfjallana um Buddy-ferðir, herferðina og Icelandair var metið á yfir 250 milljónir punda.  

  Buddy-herferðin hefur þegar hlotið alþjóðleg verðlaun, m.a. verðlaun þýsku ferðaþjónustunnar, Gullpálmann, árið 2016.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga