flugfréttir
Stytting hafin á flugbrautinni í Santa Monica
- Dómari lét ógilda tímabundið nálgunarbann á framkvæmdir borgarstjórnar

Frá flugvellinum í Santa Monica
Framkvæmdir eru hafnar við styttingu flubrautarinnar á flugvellinum í Santa Monica í Kaliforníu en mikill hiti hefur verið um flugvöllinn þar sem borgarstjóri Santa Monica hefur barist fyrir lokun vallarins.
Flugmenn, flugvallarsamfélagið og stuðningsmenn vallarins voru nýbúnir að fagna
tímabundnu banni við framkvæmdum og hróflun flugvallarins en í seinustu viku
úrskurðaði dómari bannið ógilt og dæmi borgarstjórninni í vil með því að heimila
framkvæmdirnar.
Flugbrautin á Santa Monica flugvelli er tæplega 5.000 fet á lengd en hún verður
stytt um 30% sem samsvarar 1.500 fetum og verður brautin því um 3.500 fet á lengd eftir styttinguna.
Með því munu einkaþotur og stærri vélar ekki geta lent í Santa Monica og verður
starfsemi vallarins því eingöngu bundin við litlar flugvélar og þá aðallega eins hreyfils
vélar.
Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá 21:00 til 7:00 á morgnanna í seinustu viku
á meðan fyrsti áfangi styttingarinnar stendur yfir en í næsta áfanga verður flugvellinum
lokað í 10 daga samfleytt á meðan lokið verður við að stytta brautina.

Flugbrautin mun styttast um 1.500 fet eftir framkvæmdirnar
„Stytting brautarinnar þýðir að flug um völlinn mun skerðast verulega. Þetta
mun hafa neikvæð áhrif á íbúa og viðskiptalífið á svæðinu, almannaflug og
flugsamfélagið“, segir Stacy Howard, formaður samtaka viðskipta- og einkaþotuflugsins í Bandaríkjunum (NBAA).
Fyrirtæki í flugtengdum rekstri á svæðinu og flugsamtök á borð við AOPA og NBAA hafa
unnið hart að því að finna leiðir til að halda flugvellinum opnum.

Fjölmargir einkaflugmenn eiga flugvélar á Santa Monica flugvelli
„Ákvörðun dómarans um að afnema tímabundna bannið opnar borgarstjóranum dyr til
halda áfram með fyrirhugaðar framkvæmdir sínar en við höldum ótrauðir áfram við
að nota lagalegan rétt okkar til að halda flugvellinum opnum áfram eins og við höfum
gert í marga áratugi“, segir Alex Gertsen hjá NBAA.
Santa Monica og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) komust að niðurstöðu í janúar
um styttingu brautarinnar með því skilyrði að flugvellinum verði lokað árið 2028.


2. febrúar 2018
|
Norwegian segir að mögulega komi til greina að nota Airbus A321LR þotuna í áætlunarflug yfir Atlantshafið þegar félagið fær fyrstu vélarnar afhentar árið 2019.

26. febrúar 2018
|
International Airlines Group (IAG), eignarhaldsfélag British Airways og Iberia, á nú í viðræðum við bæði Boeing og Airbus um kaup á nýjum þotum í flota lágfargjaldafélagsins Level sem stofnað var í

27. febrúar 2018
|
Önnur flugbrautin á flugvellinum í Dubai verður lokað í 45 daga á næsta ári vegna viðgerðar og endurbóta á brautinni.

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

17. apríl 2018
|
Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

17. apríl 2018
|
Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.

17. apríl 2018
|
Flugakademía Keilis mun aftur í sumar bjóða upp á sérstakar flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama sem fá einstakt tækifæri á því að kynnast öllum krókum og kimum flugsins og þeim flugtengdum fög

17. apríl 2018
|
Primera Air hefur fengið sína fyrstu A321neo þotu afhenta frá Airbus við hátíðlega athöfn sem fram fór við verksmiðjurnar í Hamborg.