flugfréttir

Norðmenn fá afhenta eina dýrustu orrustuþotu heims

- Fyrstu þrjár F-35 þoturnar lentu í Noregi sl. föstudag

7. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 19:04

Afhendingarflugið til Noregs frá Texas tók um 15 klukkustundir

Nýtt upphaf hófst í varnarmálum í Noregi sl. föstudag er norski flugherinn fékk fyrstu þrjár F-35A Lightning II orrustuþoturnar afhentar á einu bretti frá Lockheed Martin í Bandaríkjunum.

F-35 Lighning II orrustuþotan er dýrasta hernaðarverkefni sögunnar sem ráðist hefur verið í og hafa bandarísk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir hversu dýrkeypt þotan hefur verið fyrir bandaríska skattgreiðendur.

F-35 orrustuþoturnar þrjár voru afhentar frá Fort Worth í Texas og var þeim flogið til Ørland-herflugvallarins í Noregi en afhendingunni verður formlega fagnað í Noregi með hátíðlegri athöfn sem fram fer næstkomandi föstudag.

Fyrsta F-35A Lightning II orrustuþotan fyrir norska flugherinn lendir á Ørland Air Base herflugvellinum eftir afhendingarflugið frá Fort Worth í Texas

„Þetta er sögulegur viðburður og um stóran áfanga að ræða fyrir Noreg“, sagði Morten Klever, yfirmaður með F-35 verkefninu innan norska varnarmálaráðuneytinu en Noregur er ein þeirra níu þjóða sem koma að fjármögnun F-35 þotunnar.

Framleiðslan á F-35 er Bandaríkjunum mjög mikilvæg til að efla samstarf við bandamenn og gegn hugsanlegri ógn frá þeim þjóðum sem þegar eru að þróa sambærilegar orrustuvélar á borð við Rússland og Kína. 

Brian Bann, einn af herflugmönnunum sem flaug vélunum þremur

Eiga von á 52 herþotum til ársins 2024

Norðmenn munu fá sex F-35 orrustuþotur afhentar árlega frá og með næsta ári og munu afhendingar standa yfir til ársins 2024 en norski flugherinn á von á alls 52 eintökum af F-35 Lightning II orrustuþotum.

Ekki er um ódýran grip að ræða en hver og ein F-35 orrustuþota kostar Norðmenn 12 milljarða króna en verkefnið í heild sinni ásamt þróunar- og framleiðslukostnaði hleypur á yfir 150 þúsund milljörðum íslenskra króna.

15 tíma flug frá Texas til Noregs

Eldri orrustuþotur norska flugherins af gerðinni F-16 flugu til móts við nýju F-35 þoturnar er þær nálguðust Noregsstrendur eftir 15 klukkutíma flug frá Texas.

„Þetta var mjög gott flug og góð tilfinning að fá móttökur frá F-16 þotunum. Manni leið smá eins og maður hefði gefist upp í bardaga og væri á leið heim eftir orrustu“, sagði Brian Bann, einn af herflugmönnunum þremur sem flaug nýju vélunum úr 32°C stiga hita í Texas í 9 stiga hita í Noregi.

F-35A þoturnar þrjár á flugi undan ströndum Noregs

„Ég vil meina að þetta sé besta flugvél í heimi - Já, hún er ótrúlega nútímaleg og útbúin ótrúlegri tækni“, bætir Bann við.

Allir flugmennirnir, sem flugu vélunum til Noregs, eru bandarískir en norskir herflugmenn gátu ekki flogið þeim til Norges þar sem þoturnar eru enn skráðar á Lockheed Martin.

Hernaðargöng og annar tækjabúnaður, sem fylgir vélunum, mun koma síðar en fyrst þarf að framkvæma tilraunir á búnaðinum áður honum verður komið fyrir í þotunum en eftir það verður hægt að skrá þær í Noregi.

Fleiri myndir:









  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga