flugfréttir
Grumman C-2A herflugvél fórst undan ströndum Japans
- Ellefu um borð og hafa átta fundist á lífi

Grumman C-2A Greyhound flugvél lendir á flugmóðurskipi
Bandarísk herflugvél frá sjóher Bandaríkjanna fórst yfir Kyrrahafi, skammt suðaustur af japönsku eyjunni Okinawa í dag.
Ellefu manns voru um borð í flugvélinni sem var af gerðinni Grumman C-2A Greyhound sem
er tveggja hreyfla herflutningavél með skrúfumótorum.
Vélin var að ferja hermenn og birgðir til flugmóðurskipsins USS Ronald Reagan sem var
staðsett á Filippseyjahafi þegar slysið átti sér stað.
Átta af þeim 11 sem voru um borð hafa fundist á lífi og hafa þeir verið fluttir með þyrlum
til flugmóðurskipsins og virðast þeir við góða heilsu.
Japönsk skip og leitarflugvélar hafa verið á sveimi yfir svæðinu í leit að þeim þremur
áhafnarmeðlimum sem hafa enn ekki fundist.

Átta hafa fundist á lífi en þriggja er enn leitað
Ekki er enn vitað um orsök slyssins en japanska varnarmálaráðuneytið gaf frá sér
yfirlýsingu þar sem fram kemur að talið sé að bilun hafi átt sér stað í hreyfli.
Þetta er þriðja slysið sem komið hefur upp á þessu ári innan sjöunda flotadeildar
bandaríska sjóhersins á svæðinu en í hinum tilfellunum var um sjóslys að ræða.


17. apríl 2018
|
Primera Air hefur fengið sína fyrstu A321neo þotu afhenta frá Airbus við hátíðlega athöfn sem fram fór við verksmiðjurnar í Hamborg.

30. janúar 2018
|
Primera Air hefur hætt við fyrirhugað flug milli Birmingham í Bretlandi og Boston í Bandaríkjunum en flugleiðin er ein af þeim níu flugferðum sem fyrirhugaðar eru yfir Atlantshafið í vor.

22. mars 2018
|
Finnair hefur náð samkomulagi við Airbus um að flýta afhendingum á nýjum Airbus A350 þotum til næstu ári til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir flugi til Asíu.

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

17. apríl 2018
|
Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

17. apríl 2018
|
Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.

17. apríl 2018
|
Flugakademía Keilis mun aftur í sumar bjóða upp á sérstakar flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama sem fá einstakt tækifæri á því að kynnast öllum krókum og kimum flugsins og þeim flugtengdum fög

17. apríl 2018
|
Primera Air hefur fengið sína fyrstu A321neo þotu afhenta frá Airbus við hátíðlega athöfn sem fram fór við verksmiðjurnar í Hamborg.