flugfréttir

Austrian kveður Fokkerinn

- Síðasta flugið með Fokker 100 í næsta mánuði

30. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:20

Fokker 100 þota Austrian Airlines í flugtaki

Austrian Airlines mun í næsta mánuði kveðja Fokkerinn eftir 29 ára flugsögu með þessum hollensku flugvélum.

Fyrsta farþegaflugið með Fokker-vélum hjá Austrian Airlines var flogið þann 15. mars árið 1988 með Fokker 50 flugvél og sjö árum síðar bættist fyrsta Fokker-þotan í flotann sem var af gerðinni Fokker 70.

Fokker-vélarnar þóttu einstaklega góðar í flotanum þar sem þeim fylgdi minni hávaði, minni mengun auk þess sem þær þóttu hraðfleygar og langdrægari en aðrar vélar á þeim tíma.

Austrian Airlines tók fleiri Fokker-vélar í flotann og þar á meðal fyrstu Fokker 100 þotuna sem kom til félagsins árið 2004.

Síðasta Fokker 100 þotan með sérstaka kveðjumerkingu á skrokknum

Þegar mest var hafði félagið 21 Fokker-flugvél í flotanum en þeim hefur farið fækkandi að undanförnu og í gær var sérstakt kveðjuflug flogið með Fokker 100 félagsins sem var útsýnisflug yfir Austurríki með boðsgesti og yfirmenn um borð.

Austrian Airlines ákvað árið 2015 að hætta með Fokker-vélarnar og skipta þeim út fyrir Embraer-þotur sem eru 18% sparneytnari en félagið hætti með Fokker 70 þotuna í júlí í sumar.

Síðasta Fokker 100 þotan í flotanum, sem ber skráninguna OE-LVE og heitir „Zagreb“ mun fljúga áfram fram í desembermánuð áður en hún verður afhent nýjum eiganda.

Allar Fokker 70 og Fokker 100 þoturnar í flota Austrian Airlines hafa fengið áframhaldandi líf í flota flugfélagsins Alliance Airlines í Ástralíu.

Síðasta áhöfnin á Fokker 100 hjá Austrian Airlines  fréttir af handahófi

Aukið frelsi í flugumferð með tilkomu Borealis-samstarfsins

21. nóvember 2017

|

Borealis samstarfsbandalag Isavia og átta annarra norður-evrópskra flugleiðsögufyrirtækja hefur komist nær því markmiði að auka frjálsræði flugfélaga varðandi flugleiðir innan flugstjórnarsvæða sinna.

Fyrsta Boeing 737 MAX þotan í litum American Airlines

15. september 2017

|

Boeing hefur ýtt út úr samsetningarsal fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í litum American Airlines en félagið mun fá vélina afhenta síðar í mánuðinum.

Varar við áhættu sem fylgir of löngu flugtaki í kjölfar atviks

30. nóvember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi öryggismál vegna áhættu sem fylgir því ef flugvél er of lengi að hafa sig á loft í flugtaki við takmarkaðar aðstæður.

  Nýjustu flugfréttirnar

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

Líftími hreyflablaða í Boeing 787 styttri en talið var

11. desember 2017

|

Nokkur flugfélög í heiminum, sem hafa Dreamliner-þoturnar í flota sínum sem koma með Trent 1000 hreyflum frá Rolls-Royce, standa frammi fyrir mögulegum seinkunum á flugi yfir jólin og áramót vegna va

„Það mun koma önnur niðursveifla í fraktfluginu“

11. desember 2017

|

Talið er að frakflug í heiminum eigi eftir að halda áfram að aukast jafnt og þétt á næsta ári og er talið að árið 2018 verði mjög gott almennt séð í flugfraktinni.

249.000 farþegar með Icelandair í nóvember

10. desember 2017

|

Alls voru 249.000 farþegar sem flugu með Icelandair í nóvembermánuði sem leið sem er 8 prósenta aukning samanborðið við nóvember í fyrra.

Lufthansa fyrsta 5 stjörnu flugfélagið í Evrópu

9. desember 2017

|

Þýska flugfélagið Lufthansa er orðið fimm stjörnu flugfélag að mati fyrirtækisins Skytrax og er félagið fyrsta flugfélag heimsins utan Asíu og Miðausturlanda til að fá fimm stjörnur og það fyrsta í

Risaþotan Air France komin aftur til Frakklands

8. desember 2017

|

Air France hefur fengið aftur Airbus A380 risaþotuna sem lenti í Gæsaflóa á Nýfundnalandi þann 30. september sl. eftir að sprenging kom upp í einum af fjórum hreyflum hennar er vélin var á leið frá

Qatar Airways pantar 50 þotur af gerðinni A321neo

7. desember 2017

|

Qatar Airways undirritaði í dag samkomulag um kaup á fimmtíu farþegaþotum frá Airbus af gerðinni Airbus A321neo.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00