flugfréttir

Austrian kveður Fokkerinn

- Síðasta flugið með Fokker 100 í næsta mánuði

30. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:20

Fokker 100 þota Austrian Airlines í flugtaki

Austrian Airlines mun í næsta mánuði kveðja Fokkerinn eftir 29 ára flugsögu með þessum hollensku flugvélum.

Fyrsta farþegaflugið með Fokker-vélum hjá Austrian Airlines var flogið þann 15. mars árið 1988 með Fokker 50 flugvél og sjö árum síðar bættist fyrsta Fokker-þotan í flotann sem var af gerðinni Fokker 70.

Fokker-vélarnar þóttu einstaklega góðar í flotanum þar sem þeim fylgdi minni hávaði, minni mengun auk þess sem þær þóttu hraðfleygar og langdrægari en aðrar vélar á þeim tíma.

Austrian Airlines tók fleiri Fokker-vélar í flotann og þar á meðal fyrstu Fokker 100 þotuna sem kom til félagsins árið 2004.

Síðasta Fokker 100 þotan með sérstaka kveðjumerkingu á skrokknum

Þegar mest var hafði félagið 21 Fokker-flugvél í flotanum en þeim hefur farið fækkandi að undanförnu og í gær var sérstakt kveðjuflug flogið með Fokker 100 félagsins sem var útsýnisflug yfir Austurríki með boðsgesti og yfirmenn um borð.

Austrian Airlines ákvað árið 2015 að hætta með Fokker-vélarnar og skipta þeim út fyrir Embraer-þotur sem eru 18% sparneytnari en félagið hætti með Fokker 70 þotuna í júlí í sumar.

Síðasta Fokker 100 þotan í flotanum, sem ber skráninguna OE-LVE og heitir „Zagreb“ mun fljúga áfram fram í desembermánuð áður en hún verður afhent nýjum eiganda.

Allar Fokker 70 og Fokker 100 þoturnar í flota Austrian Airlines hafa fengið áframhaldandi líf í flota flugfélagsins Alliance Airlines í Ástralíu.

Síðasta áhöfnin á Fokker 100 hjá Austrian Airlines  fréttir af handahófi

Southwest Airlines pantar 40 Boeing 737 MAX til viðbótar

3. janúar 2018

|

Southwest Airlines ætlar sér að taka fjörutíu Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en félagið er að nýta sér kauprétt sinn á viðbótarvélum sem gerður var við upprunalega pöntun.

Hætti við flugtak vegna vatnselgs í flugtaki

20. desember 2017

|

Breiðþota af gerðinni Boeing 767 frá kanadíska flugfélaginu Air Canada Rouge þurfti að hætta við flugtak á flugvellinum í Vancouver í gær vegna slabbs og vatnselgs á flugbrautinni.

Fyrsti þátturinn í kvöld um sögu varnarliðsins

7. janúar 2018

|

Ný heimildarþáttaröð um sögu varnarliðsins mun hefja göngu sína í Ríkissjónvarpinu í kvöld en í þáttunum verður rakin saga bandaríska varnarliðsins á Íslandi frá árinum 1951 til 2006.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Vandamál með hjólabúnað á Bombardier-vél

23. febrúar 2018

|

Vandamál kom upp með hjólabúnað á Bombardier Dash 8 Q400 flugvél hjá Croatia Airlines er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Brussel í gær eftir flug frá Zagreb.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Líktu eftir sömu aðstæðum í flughermi

22. febrúar 2018

|

Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.