flugfréttir

Austrian kveður Fokkerinn

- Síðasta flugið með Fokker 100 í næsta mánuði

30. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:20

Fokker 100 þota Austrian Airlines í flugtaki

Austrian Airlines mun í næsta mánuði kveðja Fokkerinn eftir 29 ára flugsögu með þessum hollensku flugvélum.

Fyrsta farþegaflugið með Fokker-vélum hjá Austrian Airlines var flogið þann 15. mars árið 1988 með Fokker 50 flugvél og sjö árum síðar bættist fyrsta Fokker-þotan í flotann sem var af gerðinni Fokker 70.

Fokker-vélarnar þóttu einstaklega góðar í flotanum þar sem þeim fylgdi minni hávaði, minni mengun auk þess sem þær þóttu hraðfleygar og langdrægari en aðrar vélar á þeim tíma.

Austrian Airlines tók fleiri Fokker-vélar í flotann og þar á meðal fyrstu Fokker 100 þotuna sem kom til félagsins árið 2004.

Síðasta Fokker 100 þotan með sérstaka kveðjumerkingu á skrokknum

Þegar mest var hafði félagið 21 Fokker-flugvél í flotanum en þeim hefur farið fækkandi að undanförnu og í gær var sérstakt kveðjuflug flogið með Fokker 100 félagsins sem var útsýnisflug yfir Austurríki með boðsgesti og yfirmenn um borð.

Austrian Airlines ákvað árið 2015 að hætta með Fokker-vélarnar og skipta þeim út fyrir Embraer-þotur sem eru 18% sparneytnari en félagið hætti með Fokker 70 þotuna í júlí í sumar.

Síðasta Fokker 100 þotan í flotanum, sem ber skráninguna OE-LVE og heitir „Zagreb“ mun fljúga áfram fram í desembermánuð áður en hún verður afhent nýjum eiganda.

Allar Fokker 70 og Fokker 100 þoturnar í flota Austrian Airlines hafa fengið áframhaldandi líf í flota flugfélagsins Alliance Airlines í Ástralíu.

Síðasta áhöfnin á Fokker 100 hjá Austrian Airlines  fréttir af handahófi

JPMorgan-bankinn undirbýr tilboð í Norwegian fyrir IAG

20. apríl 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

Fékk veðurloftbelg í hreyfil skömmu eftir flugtak

30. apríl 2018

|

Farþegaþota frá Air India neyddist til þess að snúa við skömmu eftir flugtak í innanlandsflugi á Indlandi gær eftir að vélin flaug á veðurloftbelg sem fór inn í annan hreyfil vélarinnar.

Einkaþota lenti án leyfis á lokaðri flugbraut í Finnlandi

3. apríl 2018

|

Mjög alvarlegt atvik átti sér stað á dögunum er einkaþota lenti á flugvelli í Finnlandi án heimildar frá flugturni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

23. maí 2018

|

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflav

Svipt leyfinu vegna flugslyssins á Kúbu

23. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa svipt flugfélaginu Damojh Airlines flugrekstrarleyfinu í kjölfar flugslyssins þann 18. maí sl. er þota í eigu félagsins af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir fl

Flugstöðin á Patreksfirði til sölu

22. maí 2018

|

Fyrir þá sem dreymir um að eignast sína eigin flugstöð þá er tækifæri til slíkra kaupa einmitt núna en á fasteignavef Morgunblaðsins má sjá að flugstöðin á Patreksfirði er nú til sölu.

Flugfélög í Afghanistan fá að fljúga á ný til Evrópu

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Afghanistan tilkynntu í gær að öll flugfélög landsins verði á næstunni fjarlægð af svarta listanum í Evrópu.

Air India losar sig við A320 þotur með tvöföldum hjólum

22. maí 2018

|

Air India mun hætta með þær Airbus A320 þotur sem koma með tvöföldum hjólum á aðalhjólastelli en flugfélagið indverska fékk vélarnar yfir í sinn flugflota við yfirtökuna á Indian Airlines árið 2011.

Lenti án nefhjóls í Jeddah

22. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-200 frá Onur Air, sem var að fljúga á vegum Saudi Arabia Airlines, lenti með nefhjólið uppi á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu í gær.

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Segja styttingu flugbrautarinnar í Santa Monica ólögmæta

21. maí 2018

|

Samtök fyrirtækja í viðskipta- og einkaþotuflugi í Bandaríkjunum, NBAA (National Business Aviation Association), hvetur nú áfrýjunardómstól í Bandaríkjunum til þess að ógilda samkomulag sem bandarísk

IAG leigir út pláss á Gatwick yfir sumarið

21. maí 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur leigt út nokkur afgreiðslupláss á Gatwick-flugvellinum í London til tveggja flugfélaga sem munu nota plássin í sumar.

Móðurfélag BA með nýtt tilboð í Norwegian

21. maí 2018

|

IAG (International Airlines Group), móðurfélag British Airways, ætlar ekki að gefast upp hvað varðar tilraunir á yfirtöku á Norwegian og ætlar fyrirtæki að koma með nýtt tilboð í flugfélagið norska.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00