flugfréttir

Austrian kveður Fokkerinn

- Síðasta flugið með Fokker 100 í næsta mánuði

30. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:20

Fokker 100 þota Austrian Airlines í flugtaki

Austrian Airlines mun í næsta mánuði kveðja Fokkerinn eftir 29 ára flugsögu með þessum hollensku flugvélum.

Fyrsta farþegaflugið með Fokker-vélum hjá Austrian Airlines var flogið þann 15. mars árið 1988 með Fokker 50 flugvél og sjö árum síðar bættist fyrsta Fokker-þotan í flotann sem var af gerðinni Fokker 70.

Fokker-vélarnar þóttu einstaklega góðar í flotanum þar sem þeim fylgdi minni hávaði, minni mengun auk þess sem þær þóttu hraðfleygar og langdrægari en aðrar vélar á þeim tíma.

Austrian Airlines tók fleiri Fokker-vélar í flotann og þar á meðal fyrstu Fokker 100 þotuna sem kom til félagsins árið 2004.

Síðasta Fokker 100 þotan með sérstaka kveðjumerkingu á skrokknum

Þegar mest var hafði félagið 21 Fokker-flugvél í flotanum en þeim hefur farið fækkandi að undanförnu og í gær var sérstakt kveðjuflug flogið með Fokker 100 félagsins sem var útsýnisflug yfir Austurríki með boðsgesti og yfirmenn um borð.

Austrian Airlines ákvað árið 2015 að hætta með Fokker-vélarnar og skipta þeim út fyrir Embraer-þotur sem eru 18% sparneytnari en félagið hætti með Fokker 70 þotuna í júlí í sumar.

Síðasta Fokker 100 þotan í flotanum, sem ber skráninguna OE-LVE og heitir „Zagreb“ mun fljúga áfram fram í desembermánuð áður en hún verður afhent nýjum eiganda.

Allar Fokker 70 og Fokker 100 þoturnar í flota Austrian Airlines hafa fengið áframhaldandi líf í flota flugfélagsins Alliance Airlines í Ástralíu.

Síðasta áhöfnin á Fokker 100 hjá Austrian Airlines  fréttir af handahófi

Airbus sér fram á þörf fyrir yfir 100 A220 þotur á ári

26. júlí 2018

|

Airbus telur að næg eftirspurn sé eftir nýju Airbus A220 þotunni sem framleiðandinn keypti af Bombardier og er talið að markaður sé fyrir framleiðslu á allt að 100 eintökum af vélinni á ári.

Fjórar A220 þotur úr umferð í gær hjá SWISS vegna bilana

28. ágúst 2018

|

Flugáætlun SWISS International Air Lines varð fyrir töluverði röskun í gær eftir að bilun kom upp í fjórum Airbus A220 þotum félagsins sem einnig eru þekktar undir nafninu CSeries.

Ölvaður flugstjóri hjá Finnair stöðvaður fyrir brottför

17. ágúst 2018

|

Áfengi mældist í blóði hjá finnskum flugmanni sem mætti til starfa sl. miðvikudag á flugvellinum í Helsinki.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.