flugfréttir

Austrian kveður Fokkerinn

- Síðasta flugið með Fokker 100 í næsta mánuði

30. nóvember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 12:20

Fokker 100 þota Austrian Airlines í flugtaki

Austrian Airlines mun í næsta mánuði kveðja Fokkerinn eftir 29 ára flugsögu með þessum hollensku flugvélum.

Fyrsta farþegaflugið með Fokker-vélum hjá Austrian Airlines var flogið þann 15. mars árið 1988 með Fokker 50 flugvél og sjö árum síðar bættist fyrsta Fokker-þotan í flotann sem var af gerðinni Fokker 70.

Fokker-vélarnar þóttu einstaklega góðar í flotanum þar sem þeim fylgdi minni hávaði, minni mengun auk þess sem þær þóttu hraðfleygar og langdrægari en aðrar vélar á þeim tíma.

Austrian Airlines tók fleiri Fokker-vélar í flotann og þar á meðal fyrstu Fokker 100 þotuna sem kom til félagsins árið 2004.

Síðasta Fokker 100 þotan með sérstaka kveðjumerkingu á skrokknum

Þegar mest var hafði félagið 21 Fokker-flugvél í flotanum en þeim hefur farið fækkandi að undanförnu og í gær var sérstakt kveðjuflug flogið með Fokker 100 félagsins sem var útsýnisflug yfir Austurríki með boðsgesti og yfirmenn um borð.

Austrian Airlines ákvað árið 2015 að hætta með Fokker-vélarnar og skipta þeim út fyrir Embraer-þotur sem eru 18% sparneytnari en félagið hætti með Fokker 70 þotuna í júlí í sumar.

Síðasta Fokker 100 þotan í flotanum, sem ber skráninguna OE-LVE og heitir „Zagreb“ mun fljúga áfram fram í desembermánuð áður en hún verður afhent nýjum eiganda.

Allar Fokker 70 og Fokker 100 þoturnar í flota Austrian Airlines hafa fengið áframhaldandi líf í flota flugfélagsins Alliance Airlines í Ástralíu.

Síðasta áhöfnin á Fokker 100 hjá Austrian Airlines  fréttir af handahófi

Yfir 300 lítrar af eldsneyti láku frá þyrlu í frakt á Boeing 747-8F

12. júlí 2018

|

Mikil hætta skapaðist er eldsneytisleki kom upp í þyrlu sem verið var að flytja með júmbó-fraktþotu Cargolux frá Texas til Þýskalands í mars árið 2017.

Boeing mun aðstoða Antonov við að hefja flugvélasmíði á ný

28. júlí 2018

|

Boeing mun koma Úkraínu til hjálpar og aðstoða Antonvo við að endurvekja flugvélaframleiðsluna sem hefur legið niðri í tæp fjögur ár.

Hönnunarvinna komin á fullt skrið vegna Boeing 797

18. júlí 2018

|

Boeing lýsti því yfir á Farnborough-flugsýningunni að vinna við hönnun og þróun á nýrri farþegaþotu, sem nefnd hefur verið við Boeing 797, sé nú þegar komin á fullt skrið þrátt fyrir að ekki sé forml

  Nýjustu flugfréttirnar

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída

16. ágúst 2018

|

Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum

Flugumferðarstjóra sagt upp störfum vegna atviks

16. ágúst 2018

|

Flugumferðarþjónustan í Serbíu og Svartfjallalandi (SMATSA) hefur vikið flugumferðarstjóra úr starfi sem starfaði í flugturninum á flugvellinum í Belgrade vegna atviks þar sem tvær flugvélar flugu of

Laumufarþegi féll til jarðar í flugtaki í Venezúela

16. ágúst 2018

|

Laumufarþegi lét lífið í gær í Venezúela er hann féll til jarðar úr hjólarými á farþegaþotu sem var í flugtaki á Simón Bolívar flugvellinum í höfuðborginni Caracas.

Í mál við Ryanair vegna raskana á flugi í kjölfar verkfalla

15. ágúst 2018

|

Ryanair hefur fengið á sig lögsóknir vegna fjölda flugferða sem félagið hefur þurft að fella niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna.

FBI ræðir við flugvallarstarfsfólk

15. ágúst 2018

|

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) ræður nú við starfsfólk á Seattle-Tacoma flugvellinum auk starfsfólks hjá Alaskan Airlines og Horizon Air í tengslum við atvikið sem átti sér stað þann 10. ágúst er

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfél

Air Tanzania stefnir á að hefja flug til Evrópu á ný

15. ágúst 2018

|

Air Tanzania ætlar sér að hefja áætlunarflug til Evrópu en félagið er ríkisflugfélag Tanzaníu og var það stofnað árið 1977.

Flugöryggi enn ábótavant í Rússlandi þrátt fyrir tilmæli

15. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tillögur að endurbótum í flugöryggi í landinu hafi ekki enn skilað árangri þrátt fyrir tilmæli sem gefin voru út á sínum tíma varðandi slíkt.

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu