flugfréttir

Fyrsta sölueintakið af KC-46A flýgur sitt fyrsta flug

- Verður afhent til bandríska flughersins á næsta ári

6. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:46

KC-46A Pegasus eldsneytisflugvélin í flugtaki í dag á Paine Field flugvellinum

Fyrsta sölueintakið af KC-46A Pegasus eldsneytisflugvél Boeing hóf sig á loft í dag frá Paine Field en um er að ræða fyrsta fullútbúna eintakið af vélinni sem verður afhent til viðskiptavinar.

Vélinni var flogið upp í hámarksflughæð vélarinnar sem er 39.000 fet en þar voru framkvæmdar prófanir á hreyflum og stjórntækjum.

Vélin verður þó ekki afhent til bandaríska flughersins fyrr en á næsta ári en nú þegar er búið að smíða sex KC-46A Pegasus vélar sem byggja á hönnun Boeing 767 þotunnar.

KC-46A Pegasus fyllir á eldsneyti á herþotur á flugi

Fyrsta KC-46A tilraunavélin hóf sig á loft í fyrsta sinn í september árið 2015 en síðan þá hefur vélin flogið 2.200 flugtíma í flugprófunum og þar af framkvæmt tengingu til eldsneytisáfyllingar í 1.600 klukkustundir

Tvö vandamál sem þarf að leysa fyrst

Þrátt fyrir þennan áfanga er þó nokkur vinna framundan sem þarf að ljúka áður en KC-46A Pegasus fær vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) en ein af þeim er vandamál með áfyllingararminn en nokkrum sinnum hefur komið upp atvik þar sem hann fer úr stillingu og rekst utan í þá flugvél sem verið er að fylla á eldsneyti.

Seinna vandamálið er með hátíðnifjarskiptabúnað vélarinnar sem notar yfirlag skrokksins sem móttökuloftnet en það getur valdið því að rafmagnsneistar myndast sem flugherinn þarf að vera viss um að slíkt gerist ekki þegar verið er að fylla eldsneyti á aðra flugvél.

Kostnaðurinn við KC-46A Pegasus flugvélina heldur áfram að hækka á sama tíma og mun Boeing fara fram á að fá aukafjárveitingu vegna verkefnisins upp á 34 milljarða króna.

Bandaríski flugherinn hefur pantað 179 eintök af KC-46A eldsneytisflugvélinni og verður flugvélin, sem flaug í dag, sú fyrsta sem verður afhent en pöntunin frá flughernum er metin á 4.576 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Wizz Air sýnir Alitalia áhuga

25. janúar 2018

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur sýnt áhuga á að kaupa og taka yfir rekstur Alitalia er snýr að stuttum flugleiðum.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

Lauda segir að Lufthansa sé að eyðileggja Niki

18. desember 2017

|

Milljarðamæringurinn Niki Lauda, fyrrum kappakstursökumaður í Formúla 1 og stofnandi flugfélagsins Niki, sakar Lufthansa um að vera eyðileggja Niki með því markmiði að koma félaginu fyrir kattarnef

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Vandamál með hjólabúnað á Bombardier-vél

23. febrúar 2018

|

Vandamál kom upp með hjólabúnað á Bombardier Dash 8 Q400 flugvél hjá Croatia Airlines er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Brussel í gær eftir flug frá Zagreb.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Líktu eftir sömu aðstæðum í flughermi

22. febrúar 2018

|

Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00