flugfréttir

Fyrsta sölueintakið af KC-46A flýgur sitt fyrsta flug

- Verður afhent til bandríska flughersins á næsta ári

6. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:46

KC-46A Pegasus eldsneytisflugvélin í flugtaki í dag á Paine Field flugvellinum

Fyrsta sölueintakið af KC-46A Pegasus eldsneytisflugvél Boeing hóf sig á loft í dag frá Paine Field en um er að ræða fyrsta fullútbúna eintakið af vélinni sem verður afhent til viðskiptavinar.

Vélinni var flogið upp í hámarksflughæð vélarinnar sem er 39.000 fet en þar voru framkvæmdar prófanir á hreyflum og stjórntækjum.

Vélin verður þó ekki afhent til bandaríska flughersins fyrr en á næsta ári en nú þegar er búið að smíða sex KC-46A Pegasus vélar sem byggja á hönnun Boeing 767 þotunnar.

KC-46A Pegasus fyllir á eldsneyti á herþotur á flugi

Fyrsta KC-46A tilraunavélin hóf sig á loft í fyrsta sinn í september árið 2015 en síðan þá hefur vélin flogið 2.200 flugtíma í flugprófunum og þar af framkvæmt tengingu til eldsneytisáfyllingar í 1.600 klukkustundir

Tvö vandamál sem þarf að leysa fyrst

Þrátt fyrir þennan áfanga er þó nokkur vinna framundan sem þarf að ljúka áður en KC-46A Pegasus fær vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) en ein af þeim er vandamál með áfyllingararminn en nokkrum sinnum hefur komið upp atvik þar sem hann fer úr stillingu og rekst utan í þá flugvél sem verið er að fylla á eldsneyti.

Seinna vandamálið er með hátíðnifjarskiptabúnað vélarinnar sem notar yfirlag skrokksins sem móttökuloftnet en það getur valdið því að rafmagnsneistar myndast sem flugherinn þarf að vera viss um að slíkt gerist ekki þegar verið er að fylla eldsneyti á aðra flugvél.

Kostnaðurinn við KC-46A Pegasus flugvélina heldur áfram að hækka á sama tíma og mun Boeing fara fram á að fá aukafjárveitingu vegna verkefnisins upp á 34 milljarða króna.

Bandaríski flugherinn hefur pantað 179 eintök af KC-46A eldsneytisflugvélinni og verður flugvélin, sem flaug í dag, sú fyrsta sem verður afhent en pöntunin frá flughernum er metin á 4.576 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Stærsta sjóflugvél heims tilbúin fyrir tilraunir á vatni

27. ágúst 2018

|

Tilraunir á vatni munu hefjast á næstunni með kínversku AG600 flugvélina sem er stærsta sjóflugvél sem framleidd er í heiminum í dag.

Tilraunaflugmenn frá EASA fljúga MC-21 þotunni

27. september 2018

|

Tilraunaflugmenn á vegum evrópskra flugmálayfirvalda (EASA) hafa tekið fyrsta skrefið í flugprófunum á rússnesku Irkut MC-21-300 þotunni.

Norwegian slær farþegamet

6. ágúst 2018

|

Aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með Norwegian í einum mánuði líkt og í júlí þegar næstum 3.8 milljónir farþega flugu með félaginu eða um 120.000 farþegar á dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.