flugfréttir

Fyrsta sölueintakið af KC-46A flýgur sitt fyrsta flug

- Verður afhent til bandríska flughersins á næsta ári

6. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:46

KC-46A Pegasus eldsneytisflugvélin í flugtaki í dag á Paine Field flugvellinum

Fyrsta sölueintakið af KC-46A Pegasus eldsneytisflugvél Boeing hóf sig á loft í dag frá Paine Field en um er að ræða fyrsta fullútbúna eintakið af vélinni sem verður afhent til viðskiptavinar.

Vélinni var flogið upp í hámarksflughæð vélarinnar sem er 39.000 fet en þar voru framkvæmdar prófanir á hreyflum og stjórntækjum.

Vélin verður þó ekki afhent til bandaríska flughersins fyrr en á næsta ári en nú þegar er búið að smíða sex KC-46A Pegasus vélar sem byggja á hönnun Boeing 767 þotunnar.

KC-46A Pegasus fyllir á eldsneyti á herþotur á flugi

Fyrsta KC-46A tilraunavélin hóf sig á loft í fyrsta sinn í september árið 2015 en síðan þá hefur vélin flogið 2.200 flugtíma í flugprófunum og þar af framkvæmt tengingu til eldsneytisáfyllingar í 1.600 klukkustundir

Tvö vandamál sem þarf að leysa fyrst

Þrátt fyrir þennan áfanga er þó nokkur vinna framundan sem þarf að ljúka áður en KC-46A Pegasus fær vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) en ein af þeim er vandamál með áfyllingararminn en nokkrum sinnum hefur komið upp atvik þar sem hann fer úr stillingu og rekst utan í þá flugvél sem verið er að fylla á eldsneyti.

Seinna vandamálið er með hátíðnifjarskiptabúnað vélarinnar sem notar yfirlag skrokksins sem móttökuloftnet en það getur valdið því að rafmagnsneistar myndast sem flugherinn þarf að vera viss um að slíkt gerist ekki þegar verið er að fylla eldsneyti á aðra flugvél.

Kostnaðurinn við KC-46A Pegasus flugvélina heldur áfram að hækka á sama tíma og mun Boeing fara fram á að fá aukafjárveitingu vegna verkefnisins upp á 34 milljarða króna.

Bandaríski flugherinn hefur pantað 179 eintök af KC-46A eldsneytisflugvélinni og verður flugvélin, sem flaug í dag, sú fyrsta sem verður afhent en pöntunin frá flughernum er metin á 4.576 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Rakst með vængendann í steinvegg

25. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330 frá Aer Lingus rakst með vængenda utan í steinvegg á flugvellinum í San Francisco sl. miðvikudag.

Finnair ætlar að fjölga flugferðum til Rússlands

28. febrúar 2018

|

Finnair ætlar sér að fjölga flugferðum til Rússlandi en félagið segir að næstum 30 prósent aukning hafi verið í eftirspurn eftir fargjöldum til landsins í fyrra.

Flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

17. apríl 2018

|

Flugakademía Keilis mun aftur í sumar bjóða upp á sérstakar flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama sem fá einstakt tækifæri á því að kynnast öllum krókum og kimum flugsins og þeim flugtengdum fög

  Nýjustu flugfréttirnar

Boeing 777X og 787-10 ekki í myndinni fyrir American

26. maí 2018

|

Hvorki Boeing 777X né Boeing 787-10 eru í myndinni fyrir American Airlines en Vasu Raja, varaformaður yfir leiðakerfis- og áætluanardeild félagsins, segir að ekki sé verið að skoða nýjustu breiðþotur

Fyrsta flugi Icelandair til Kansas City fagnað

25. maí 2018

|

Fyrsta flugi Icelandair til Kansas City frá var fagnað við brottför á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis en Kansas City er ein fimm nýrra borga í Norður-Ameríku sem Icelandair bætir við leiðakerfi sitt n

Biluð sogdæla í blindflugi talin orsök flugslyss

25. maí 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað í New York fylki í Bandaríkjunum í maí árið 2016 er lítil flugvél fórst með þeim afleiðingum að

Rakst með vængendann í steinvegg

25. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330 frá Aer Lingus rakst með vængenda utan í steinvegg á flugvellinum í San Francisco sl. miðvikudag.

Hefja sjóflug milli Seattle og Vancouver

25. maí 2018

|

Kenmore Air hefur hafið áætlunarflug með sjóflugvélum milli Seattle og Vancouver sem býður upp á beinar tengingar milli miðbæjarkjarna borganna tveggja.

United flýgur fyrsta flugið til Íslands

24. maí 2018

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur flogið sitt fyrsta flug til Íslands sem lenti á Keflavíkurflugvelli sl. miðvikudag.

Aer Lingus byrjar að fljúga til Seattle

23. maí 2018

|

Aer Lingus hefur hafið áætlunarflug til Seattle í Bandaríkjunum en Dublin hefur verið vinsælasti áfangastaðurinn á vegum þeirra farþega sem fljúga frá Seattle með tengiflugi.

Flugmaðurinn fastur í umferð í leigubíl í fjóra tíma

23. maí 2018

|

Farþegar með einu flugi á vegum easyJet þurftu að bíða í fjórar klukkustundir inni í vélinni á Gatwick-flugvellinum í gær þar sem annar flugmaðurinn var fastur í umferð í leigubíl.

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

23. maí 2018

|

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflav

Svipt leyfinu vegna flugslyssins á Kúbu

23. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa svipt flugfélaginu Damojh Airlines flugrekstrarleyfinu í kjölfar flugslyssins þann 18. maí sl. er þota í eigu félagsins af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir fl

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00