flugfréttir

Fyrsta sölueintakið af KC-46A flýgur sitt fyrsta flug

- Verður afhent til bandríska flughersins á næsta ári

6. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:46

KC-46A Pegasus eldsneytisflugvélin í flugtaki í dag á Paine Field flugvellinum

Fyrsta sölueintakið af KC-46A Pegasus eldsneytisflugvél Boeing hóf sig á loft í dag frá Paine Field en um er að ræða fyrsta fullútbúna eintakið af vélinni sem verður afhent til viðskiptavinar.

Vélinni var flogið upp í hámarksflughæð vélarinnar sem er 39.000 fet en þar voru framkvæmdar prófanir á hreyflum og stjórntækjum.

Vélin verður þó ekki afhent til bandaríska flughersins fyrr en á næsta ári en nú þegar er búið að smíða sex KC-46A Pegasus vélar sem byggja á hönnun Boeing 767 þotunnar.

KC-46A Pegasus fyllir á eldsneyti á herþotur á flugi

Fyrsta KC-46A tilraunavélin hóf sig á loft í fyrsta sinn í september árið 2015 en síðan þá hefur vélin flogið 2.200 flugtíma í flugprófunum og þar af framkvæmt tengingu til eldsneytisáfyllingar í 1.600 klukkustundir

Tvö vandamál sem þarf að leysa fyrst

Þrátt fyrir þennan áfanga er þó nokkur vinna framundan sem þarf að ljúka áður en KC-46A Pegasus fær vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) en ein af þeim er vandamál með áfyllingararminn en nokkrum sinnum hefur komið upp atvik þar sem hann fer úr stillingu og rekst utan í þá flugvél sem verið er að fylla á eldsneyti.

Seinna vandamálið er með hátíðnifjarskiptabúnað vélarinnar sem notar yfirlag skrokksins sem móttökuloftnet en það getur valdið því að rafmagnsneistar myndast sem flugherinn þarf að vera viss um að slíkt gerist ekki þegar verið er að fylla eldsneyti á aðra flugvél.

Kostnaðurinn við KC-46A Pegasus flugvélina heldur áfram að hækka á sama tíma og mun Boeing fara fram á að fá aukafjárveitingu vegna verkefnisins upp á 34 milljarða króna.

Bandaríski flugherinn hefur pantað 179 eintök af KC-46A eldsneytisflugvélinni og verður flugvélin, sem flaug í dag, sú fyrsta sem verður afhent en pöntunin frá flughernum er metin á 4.576 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Rússar og Kínverjar í samstarf um hönnun nýs hreyfils

26. september 2017

|

Rússar og Kínverjar hafa skrifað undir samstarfssamning um þróun og hönnun á þotuhreyfli fyrir nýja tegund breiðþotu sem til stendur að smíða.

Fyrsta Boeing 737 MAX þotan í litum American Airlines

15. september 2017

|

Boeing hefur ýtt út úr samsetningarsal fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í litum American Airlines en félagið mun fá vélina afhenta síðar í mánuðinum.

Brotlenti nálægt minningarathöfn um flugslysið í Andesfjöllum

11. október 2017

|

Flugvél af gerðinni Piper Cub brotlenti í sjónum skammt undan borginni Montevideo í Uruguay sl. sunnudag, skammt frá sextán manna hópi eftirlifenda sem lifðu af flugslysið í Andesfjöllum árið 1972 se

  Nýjustu flugfréttirnar

50 ár frá frumsýningu Concorde

11. desember 2017

|

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Ísing á Heathrow setti allt flug úr skorðum í gær

11. desember 2017

|

Um 50.000 farþegar á vegum British Airways eru nú strandaglópar víðvegar um Evrópu eftir að snjókoma og ísingaraðstæður setti allt flug félagsins úr skorðum á Heathrow-flugvellinum.

SpiceJet stefnir á farþegaflug með sjóflugvélum

11. desember 2017

|

SpiceJet, þriðja stærsta flugfélag Indlands, hefur lokið tilraunum með sjóflugvélum sem mögulega verða notaðar í áætlunarflugi ef allt gengur eftir.

Risaþota frá Emirates of lágt í Canarsie-aðfluginu á JFK

11. desember 2017

|

Airbus A380 risaþota frá Emirates þurfti að fara í fráhvarfsflug á Kennedy-flugvellinum í New York sl. þriðjudag þar sem vélin var komin of lágt inn til lendingar í aðflugi.

Líftími hreyflablaða í Boeing 787 styttri en talið var

11. desember 2017

|

Nokkur flugfélög í heiminum, sem hafa Dreamliner-þoturnar í flota sínum sem koma með Trent 1000 hreyflum frá Rolls-Royce, standa frammi fyrir mögulegum seinkunum á flugi yfir jólin og áramót vegna va

„Það mun koma önnur niðursveifla í fraktfluginu“

11. desember 2017

|

Talið er að frakflug í heiminum eigi eftir að halda áfram að aukast jafnt og þétt á næsta ári og er talið að árið 2018 verði mjög gott almennt séð í flugfraktinni.

249.000 farþegar með Icelandair í nóvember

10. desember 2017

|

Alls voru 249.000 farþegar sem flugu með Icelandair í nóvembermánuði sem leið sem er 8 prósenta aukning samanborðið við nóvember í fyrra.

Lufthansa fyrsta 5 stjörnu flugfélagið í Evrópu

9. desember 2017

|

Þýska flugfélagið Lufthansa er orðið fimm stjörnu flugfélag að mati fyrirtækisins Skytrax og er félagið fyrsta flugfélag heimsins utan Asíu og Miðausturlanda til að fá fimm stjörnur og það fyrsta í

Risaþotan Air France komin aftur til Frakklands

8. desember 2017

|

Air France hefur fengið aftur Airbus A380 risaþotuna sem lenti í Gæsaflóa á Nýfundnalandi þann 30. september sl. eftir að sprenging kom upp í einum af fjórum hreyflum hennar er vélin var á leið frá

Qatar Airways pantar 50 þotur af gerðinni A321neo

7. desember 2017

|

Qatar Airways undirritaði í dag samkomulag um kaup á fimmtíu farþegaþotum frá Airbus af gerðinni Airbus A321neo.

 síðustu atvik

  2017-12-04 17:20:00