flugfréttir

Fyrsta sölueintakið af KC-46A flýgur sitt fyrsta flug

- Verður afhent til bandríska flughersins á næsta ári

6. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 20:46

KC-46A Pegasus eldsneytisflugvélin í flugtaki í dag á Paine Field flugvellinum

Fyrsta sölueintakið af KC-46A Pegasus eldsneytisflugvél Boeing hóf sig á loft í dag frá Paine Field en um er að ræða fyrsta fullútbúna eintakið af vélinni sem verður afhent til viðskiptavinar.

Vélinni var flogið upp í hámarksflughæð vélarinnar sem er 39.000 fet en þar voru framkvæmdar prófanir á hreyflum og stjórntækjum.

Vélin verður þó ekki afhent til bandaríska flughersins fyrr en á næsta ári en nú þegar er búið að smíða sex KC-46A Pegasus vélar sem byggja á hönnun Boeing 767 þotunnar.

KC-46A Pegasus fyllir á eldsneyti á herþotur á flugi

Fyrsta KC-46A tilraunavélin hóf sig á loft í fyrsta sinn í september árið 2015 en síðan þá hefur vélin flogið 2.200 flugtíma í flugprófunum og þar af framkvæmt tengingu til eldsneytisáfyllingar í 1.600 klukkustundir

Tvö vandamál sem þarf að leysa fyrst

Þrátt fyrir þennan áfanga er þó nokkur vinna framundan sem þarf að ljúka áður en KC-46A Pegasus fær vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) en ein af þeim er vandamál með áfyllingararminn en nokkrum sinnum hefur komið upp atvik þar sem hann fer úr stillingu og rekst utan í þá flugvél sem verið er að fylla á eldsneyti.

Seinna vandamálið er með hátíðnifjarskiptabúnað vélarinnar sem notar yfirlag skrokksins sem móttökuloftnet en það getur valdið því að rafmagnsneistar myndast sem flugherinn þarf að vera viss um að slíkt gerist ekki þegar verið er að fylla eldsneyti á aðra flugvél.

Kostnaðurinn við KC-46A Pegasus flugvélina heldur áfram að hækka á sama tíma og mun Boeing fara fram á að fá aukafjárveitingu vegna verkefnisins upp á 34 milljarða króna.

Bandaríski flugherinn hefur pantað 179 eintök af KC-46A eldsneytisflugvélinni og verður flugvélin, sem flaug í dag, sú fyrsta sem verður afhent en pöntunin frá flughernum er metin á 4.576 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída

16. ágúst 2018

|

Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum

Hátt í 100 Airbus-þotur bíða þess að fá hreyfla

3. júní 2018

|

Fyrir lok þessa mánaðar verður fjöldi þeirra Airbus-þotna, sem bíða þess að fá hreyfla, kominn upp í eitt hundrað flugvélar, en vegna vandamála bæði hjá Pratt & Whitney og CFM International, hafa nýj

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Rekstrarstjóri Air Canada tekur við stjórn Air France-KLM

18. ágúst 2018

|

Benjamin Smith, fyrrverandi rekstrarstjóri Air Canada, hefur verið gerður að framkvæmdarstjóra
Air France-KLM.

Air Force Two á leið í andlitslyftingu

17. ágúst 2018

|

Boeing hefur fengið 16 milljónir bandaríkjadali, eða 1.7 milljarð króna, frá ríkistjórn Bandaríkjanna til þess að gera endurbætur á forsetaflugvélinni, „Air Force Two“, en Donald Trump, Bandaríkjafo

Stofnandi easyJet í mál við tvö flugfélög með svipuð nöfn

17. ágúst 2018

|

Stofnandi easyJet, Sir Stelios Haji-loannou, sakar nú flugfélag eitt í Hondúras um stuld á höfundarétti með því að nota nafn sem svipar of mikið til lágfargjaldafélagsins breska.

Ölvaður flugstjóri hjá Finnair stöðvaður fyrir brottför

17. ágúst 2018

|

Áfengi mældist í blóði hjá finnskum flugmanni sem mætti til starfa sl. miðvikudag á flugvellinum í Helsinki.

Flugmenn KLM hóta verkfalli

17. ágúst 2018

|

Flugmenn hjá hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines hóta því nú að leggja niður störf sín og hefja verkfallsaðgerðir líkt og hollenskir starfsbræður þeirra hjá Ryanair.

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída

16. ágúst 2018

|

Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum

Flugumferðarstjóra sagt upp störfum vegna atviks

16. ágúst 2018

|

Flugumferðarþjónustan í Serbíu og Svartfjallalandi (SMATSA) hefur vikið flugumferðarstjóra úr starfi sem starfaði í flugturninum á flugvellinum í Belgrade vegna atviks þar sem tvær flugvélar flugu of

Laumufarþegi féll til jarðar í flugtaki í Venezúela

16. ágúst 2018

|

Laumufarþegi lét lífið í gær í Venezúela er hann féll til jarðar úr hjólarými á farþegaþotu sem var í flugtaki á Simón Bolívar flugvellinum í höfuðborginni Caracas.

Í mál við Ryanair vegna raskana á flugi í kjölfar verkfalla

15. ágúst 2018

|

Ryanair hefur fengið á sig lögsóknir vegna fjölda flugferða sem félagið hefur þurft að fella niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna.

FBI ræðir við flugvallarstarfsfólk

15. ágúst 2018

|

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) ræður nú við starfsfólk á Seattle-Tacoma flugvellinum auk starfsfólks hjá Alaskan Airlines og Horizon Air í tengslum við atvikið sem átti sér stað þann 10. ágúst er