flugfréttir

Keflavíkurflugvöllur í 8. sæti í ánægjumælingu

15. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 13:01

Úr flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól.

Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins.

Það er finnska fyrirtækið HappyOrNot sem birtir niðurstöðurnar úr mælingum frá 160 flugvöllum í 36 löndum. CNN Europe birti fyrstu frétt um málið. Byggt er á gögnum sem var safnað frá nóvember 2016 til nóvember 2017. Mæld var reynsla fólks af öryggisleit, farangursafgreiðslu, sarlernum og fleiru.

Keflavíkurflugvöllur er í áttunda sæti af þessum 160 flugvöllum og ánægjan þar meiri en til dæmis hjá farþegum sem fóru um Heathrow-flugvöll í Lundúnum og Óslóarflugvöll.  

Hamingjan er mest á Exeter-flugvelli í Englandi en í öðru til þriðja sæti eru Flugvöllurinn í Cork á Írlandi og Leonardo da Vinci-Fiumicino flugvöllurinn í Róm.  

Í frétt CNN segir að svo virðist sem Keflavíkurflugvöllur hafi tekist með aðdáunarverðum hætti að ráða við mikinn uppgang í ferðaþjónustu. 6.8 milljón farþegar hafi farið um Keflavíkurflugvöll 2016 – fimm milljón fleiri en 2004. Þrátt fyrir þessa aukningu hafi 86,35% farþega verið hamingjusamir þegar þeir gáfu svör sín í gegnum HappyOrNot-standana.  

Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins

„Það er afskaplega gleðilegt að sjá að upplifun ferðafólks sem fer um Keflavíkurflugvöll er svo jákvæð sem raun ber vitni,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Ég vil þakka starfsfólki Isavia og starfsfólki allra rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli fyrir það frábæra starf sem er unnið til að tryggja að öll starfsemi flugvallarins gangi vel fyrir sig. Þessi niðurstaða renni frekari stoðum undir þær upplýsingar sem við höfum fengið úr öðrum mælingum um ánægju farþega.“  

Fram kemur í úttektinni að farþegar séu líklegri til að þrýsta á græna hnappinn – til marks um ánægju – þegar klukkan er 9 að morgni á þriðjudegi í október- eða nóvembermánuði.  

Ferðalangar eru hins vegar ólíklegri til að ýta á græna hnappinn þegar þeir eru að bíða eftir farangri sínum klukkan 2 eða 3 að nóttu um helgi í júlímánuði. Þá sé minni ánægja við heimkomu á sunnudegi – þegar vinnuvikan bíði fólks.  

Þá er ferðafólk síður ánægt í apríl og júlí þegar yfirleitt er mikið að gera á flugvöllum á háannatíma um páska eða mitt sumar.  

Það er Advania sem veitir Isavia mælingarþjónustuna.

Flugvellir þar sem ánægjan var mest:

1. Exeter-flugvöllur, Bretland -- 88.66%
2.-3. Cork-flugvöllur, Írland -- 88.45%
2.-3. Leonardo da Vinci-Fiumicino flugvöllur (Róm), Ítalía -- 88.45%
4. Dallas Fort Worth alþjóðaflugvöllurinn, Bandaríkin-- 87.35%
5. Newcastle alþjóðaflugvöllurinn, Bretland -- 87.05%
6. London Southend flugvöllur, Bretland -- 86.79%
7. Cardiff flugvöllur, Bretland -- 86.57%
8. Keflavíkurflugvöllur, Íslandi -- 86.35%







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga