flugfréttir

Ný leit að hefjast að malasísku farþegaþotunni

- Fyrirtækið fær aðeins greiðslu ef flakið finnst

8. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:17

Leitarskipið Seabed Construction er nú á leið yfir Indlandshaf frá Suður-Afríku

Ný leit er að hefjast að malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, sem hvarf sporlaust árið 2014 en í mars næstkomandi verða liðin 4 ár frá því vélin hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns innanborðs.

Ríkisstjórn Malasíu tilkynnti sl. laugardag að búið væri að gera samning við Ocean Infinity sem er einkarekið fyrirtæki í Houston í Texas sem mun taka að sér hina nýju leit sem mun fara fram á Indlandshafi.

Hvarf flugs MH370 er orðin ein stærsta ráðgáta flugsögunnar ásamt hvarfi flugkonunnar, Amelíu Earhart, sem ætlaði sér að fljúga kringum hnöttinn árið 1937, en flugsérfræðingar um allan heim hafa staðið á gati er kemur að því að svara spurningunni hvernig þota á borð við Boeing 777 getur horfið sporlaust.

Ár er liðið frá því að leitinni að malasísku farþegaþotunni var hætt en í janúar 2017 yfirgaf síðasta leitarskipið leitarsvæðið en þá hafði leitin staðið yfir í 1.046 daga eða í 2 ár og 10 mánuði.

Margir vísindamenn, sérfræðingar og aðrir aðilar hafa lengi talið að malasíska farþegaþotan hafi farið mun norðar í sjóinn við það svæði sem leitað hefur verið á

Ef fyrirtækinu Ocean Infinity tekst ekki að finna flak vélinnar þá mun fyrirtækið ekki fá neina greiðslu en samningurinn felur í sér sáttmála sem á ensku nefnist „no find, no fee“ og munu malasísk stjórnvöld einungis greiða fyrirtækinu og starfsmönnum þess greiðslu ef flak vélarinnar kemur í leitirnar.

Liow Tiong Lai, samgönguráðherra Malasíu, segir að stjórnvöld í landinu vilja ekki gefa ættingjum og aðstandendum neinar falskar vonir með leitinni en tók fram að ríkisstjórnin væri staðráðin í að gefast ekki upp.

28 sinnum minna leitarsvæði - og mun meiri líkur á að flakið sé þar að finna

Ocean Infinity segir að leitarskipið Seabed Constructor hafi farið úr höfn í Durban í Suður-Afríku strax í seinustu viku til að nýta sér hagstæða hafstrauma austur á bóginn í átt að leitarsvæðinu.

Flugmálayfirvöld í Ástralíu (ATSB), sem stjórnuðu leitinni seinast, segja að í dag hafi þau mun skýrari mynd af því hvar flakið gæti verið að finna en fjöldi sjálfstæðra sérfræðinga og einstaklinga höfðu sl. misseri greint frá því að upphafleg leit hafi farið fram á kolröngum stað.

Út frá gervitunglamyndum og nýjum reiknilíkönum af braki, sem meðal annars hefur skolað upp á land við austurströnd Afríku, er búið að greina „mjög heitt leitarsvæði“ sem er aðeins 25.000 ferkílómetrar á stærð en á því svæði er talið mjög líklegt að flak vélarinnar sé að finna.

Til samanburðar þá hafði verið leitað á 700.000 ferkílómetra stóru svæði þegar seinustu leit var hætt og er því um að ræða 28 sinnum minna svæði að þessu sinni.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga