flugfréttir

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

- Ekkert flugfélag flýgur þó enn risaþotum til Stokkhólms

15. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:12

Frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

Búið er að taka í notkun nýtt hlið sem hefur fengið númerið F66 sem er sérstakleg ætlað flugvélum með breitt vænghaf.

Hliðið kemur með tveimur landgöngum sem leggjast að sitthvorri hæðinni á Airbus A380 og með því er hægt að koma fyrir yfir 500 farþegum í risaþotuna innan 35 mínútna.

Þá er verið að leggja lokahönd á hlið F32 sem verður sambærilegt hlið svo hægt sé að taka á móti tveimur stórum flugvélum á borð við Airbus A380, Boeing 747 eða Boeing 777X þegar sú vél kemur á markað.

Þrátt fyrir nýju risaþotuhliðin þá er ekkert flugfélag sem flýgur svona stórum vélum í dag til Arlanda-flugvallarins en Ole Wieth Christensen, yfirmaður flugvallarins, segir að Arlanda-flugvöllur vill vera reiðubúin því þegar að því kemur.

Emirates flýgur í dag til Stokkhólms með Boeing 777-300ER en svo gæti farið að félagið muni skipta út þeirri vél fyrir risaþotuna A380 og væri flugvöllurinn því tilbúinn fyrir það.

Risaþotan hefur þó nokkrum sinnum lent á Arlanda-flugvelli en þá hefur oftast verið um að ræða flugvél sem hefur þurft að lenda vegna veiks farþega um borð.  fréttir af handahófi

Uppkeyrslu á mótor endaði með árekstri

25. nóvember 2018

|

Engan sakaði er árekstur varð milli tveggja farþegaflugvéla á flugvellinum í Karachi í Pakistan um helgina.

Vinsælustu fréttirnar á Alltumflug.is árið 2018

31. desember 2018

|

Árið 2018 var viðburðaríkt í fluginu eins og flest önnur ár en árið einkenndist bæði af erfiðleikum í rekstri flugfélaganna bæði hér heima sem og erlendis en á sama tíma tóku íslensk flugfélög við ný

Bandarískt fyrirtæki fjárfestir í WOW air

29. nóvember 2018

|

Fjárfestingarfyrirtækið Indigo Partners hefur fallist á að fjárfesta í WOW air en tilkynnt var í kvöld að WOW air hefði náð samkomulagi við fyrirtækið.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00