flugfréttir

Arlanda-flugvöllur tekur í notkun hlið fyrir risaþotur

- Ekkert flugfélag flýgur þó enn risaþotum til Stokkhólms

15. janúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:12

Frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi

Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi er nú tilbúinn til að taka við risaþotunni Airbus A380.

Búið er að taka í notkun nýtt hlið sem hefur fengið númerið F66 sem er sérstakleg ætlað flugvélum með breitt vænghaf.

Hliðið kemur með tveimur landgöngum sem leggjast að sitthvorri hæðinni á Airbus A380 og með því er hægt að koma fyrir yfir 500 farþegum í risaþotuna innan 35 mínútna.

Þá er verið að leggja lokahönd á hlið F32 sem verður sambærilegt hlið svo hægt sé að taka á móti tveimur stórum flugvélum á borð við Airbus A380, Boeing 747 eða Boeing 777X þegar sú vél kemur á markað.

Þrátt fyrir nýju risaþotuhliðin þá er ekkert flugfélag sem flýgur svona stórum vélum í dag til Arlanda-flugvallarins en Ole Wieth Christensen, yfirmaður flugvallarins, segir að Arlanda-flugvöllur vill vera reiðubúin því þegar að því kemur.

Emirates flýgur í dag til Stokkhólms með Boeing 777-300ER en svo gæti farið að félagið muni skipta út þeirri vél fyrir risaþotuna A380 og væri flugvöllurinn því tilbúinn fyrir það.

Risaþotan hefur þó nokkrum sinnum lent á Arlanda-flugvelli en þá hefur oftast verið um að ræða flugvél sem hefur þurft að lenda vegna veiks farþega um borð.  fréttir af handahófi

Antonov An-225 flýgur á ný eftir viðamikla skoðun og uppfærslur

6. apríl 2018

|

Stærsta flugvél heims, Antnonov An-225, hóf sig á loft á ný sl. þriðjudag eftir viðamikla viðhaldsskoðun en töluverðar endurbætur voru einnig gerðar á flugvélinni í leiðinni.

ETOPS fer niður í 60 mínútur

8. maí 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hefa gefið út ný fyrirmæli vegna vandamála með ákveðna tegund Trent 1000 hreyfla sem skerðir enn frekar rekstur þeirra flugfélaga sem hafa Boeing 787 þotur í flota sí

NTSB hvetur flugmenn til að gæta að þyngd og jafnvægi

21. mars 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilmæli til einkaflugmanna þar sem þeir eru hvattir til að gæta ávalt að áætlanagerð er kemur að þyngd flugvéla og sjá til þess að hún s

  Nýjustu flugfréttirnar

Boeing 777X og 787-10 ekki í myndinni fyrir American

26. maí 2018

|

Hvorki Boeing 777X né Boeing 787-10 eru í myndinni fyrir American Airlines en Vasu Raja, varaformaður yfir leiðakerfis- og áætluanardeild félagsins, segir að ekki sé verið að skoða nýjustu breiðþotur

Fyrsta flugi Icelandair til Kansas City fagnað

25. maí 2018

|

Fyrsta flugi Icelandair til Kansas City frá var fagnað við brottför á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis en Kansas City er ein fimm nýrra borga í Norður-Ameríku sem Icelandair bætir við leiðakerfi sitt n

Biluð sogdæla í blindflugi talin orsök flugslyss

25. maí 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað í New York fylki í Bandaríkjunum í maí árið 2016 er lítil flugvél fórst með þeim afleiðingum að

Rakst með vængendann í steinvegg

25. maí 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330 frá Aer Lingus rakst með vængenda utan í steinvegg á flugvellinum í San Francisco sl. miðvikudag.

Hefja sjóflug milli Seattle og Vancouver

25. maí 2018

|

Kenmore Air hefur hafið áætlunarflug með sjóflugvélum milli Seattle og Vancouver sem býður upp á beinar tengingar milli miðbæjarkjarna borganna tveggja.

United flýgur fyrsta flugið til Íslands

24. maí 2018

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur flogið sitt fyrsta flug til Íslands sem lenti á Keflavíkurflugvelli sl. miðvikudag.

Aer Lingus byrjar að fljúga til Seattle

23. maí 2018

|

Aer Lingus hefur hafið áætlunarflug til Seattle í Bandaríkjunum en Dublin hefur verið vinsælasti áfangastaðurinn á vegum þeirra farþega sem fljúga frá Seattle með tengiflugi.

Flugmaðurinn fastur í umferð í leigubíl í fjóra tíma

23. maí 2018

|

Farþegar með einu flugi á vegum easyJet þurftu að bíða í fjórar klukkustundir inni í vélinni á Gatwick-flugvellinum í gær þar sem annar flugmaðurinn var fastur í umferð í leigubíl.

Þrjú flugfélög hefja flug til Dallas

23. maí 2018

|

Dallas í Texas er áfangastaður sem aldrei áður hefur verið flogið til frá Íslandi í beinu flugi en á næstu tveimur vikum munu hvorki meira né minna en þrjú flugfélög hefja flug milli Dallas og Keflav

Svipt leyfinu vegna flugslyssins á Kúbu

23. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa svipt flugfélaginu Damojh Airlines flugrekstrarleyfinu í kjölfar flugslyssins þann 18. maí sl. er þota í eigu félagsins af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir fl

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00