flugfréttir
Tvær þyrlur rákust saman á flugi í Frakklandi í morgun
- Að minnsta kosti fimm látnir

Frá slysstað í morgun milli Marseille og Nice
Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur brotlentu eftir að hafa rekist á hvora aðra á flugi í suðurhluta Frakklands í morgun.
Báðar þyrlurnar voru kennsluþyrlur af gerðinni SA341 sem framleiddar eru af franska framleiðandanum Aérospatiale
Gazelle en þyrlurnar voru í æfingum er slysið átti sér stað þar sem verið var að þjálfa nýja þyrluflugmenn í franska
hernum.
Þyrlurnar féllu til jarðar skammt undan bænum Carcés sem er staðsettur mitt á milli Marseille og Nice og
kom önnur þyrlan niður á vegi en hin brotlenti skammt frá og varð alelda.
Frönsk yfirvöld segja að þrír hafi látist sem voru um borð í annarri þyrlunni og tveir í hinni en ekki hefur verið gefið upp hversu margir voru í þyrlunum og hvort einhver hafi komist lífs af.
Brak úr þyrlunum dreifðist yfir stórt svæði sem er að mestu óbyggt en engann sakaði á jörðu niðri.
Báðar þyrlurnar voru í eigu EALAT herflugskólans sem þjálfar nýja þyrluflugmenn fyrir franska
herinn.
Slysið átti sér stað klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma:


6. desember 2018
|
Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

25. nóvember 2018
|
Engan sakaði er árekstur varð milli tveggja farþegaflugvéla á flugvellinum í Karachi í Pakistan um helgina.

11. febrúar 2019
|
Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.