flugfréttir
Airbus gerir hlé á afhendingum á nýjum Airbus A320neo þotum
- EASA sendir út tilmæli í kjölfar atvika með PW1100G hreyfilinn

PW1100G hreyfill á Airbus A320neo þotu
Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur sent út tilskipun þar sem nokkur flugfélög hafa tilkynnt um vandamál með PW1100G hreyfilinn þar sem upp komu tilvik þar sem þurfti að slökkva á hreyflum á flugi og einnig atvik þar sem hætt var við flugtak vegna vandamála með hreyfilinn.
Indverska flugfélagið IndiGo hefur kyrrsett þrjár Airbus A320neo þotur vegna vandans l en í tilmælum frá EASA kemur
fram að þar sem áhætta á hreyflabilun sé mest er vélarnar eru á flugi sé mikil hætta á því að bilun geti komið upp í báðum hreyflunum.
Airbus vinnur nú að því að komast að rót vandans í samstarfi við hreyflaframleiðandann Pratt & Whitney
en talið er að vandamálið hrjái aðeins þá PW1100G hreyfla sem hafa verið framleiddir nýlega og eru því um ellefu
Airbus A320neo og A321neo þotur sem hafa verið kyrrsettar með þá hreyfla sem smíðaðir voru á tilteknu tímabili.
Tilmælin eiga aðeins við þær Airbus A320neo þotur sem koma með PW1100G hreyfilinn en þær vélar, sem hafa
LEAP-1A hreyfillinn frá CFM International, geta haldið áfram að fljúga.
Nokkur mismunandi vandamál hafa komið upp með PW1100G hreyfillinn en árið 2016 var vandamál í hugbúnaði
í hreyflinum sem skapaði hættu á ofhitnun sem krafðist lengri tíma í að ræsa hreyflanna en slíkt lengdi viðsnúningstíma fyrir heimflug.
Það vandamál varð til þess að Qatar Airways vildi ekki taka við fyrstu Airbus A320neo þotunum fyrst allra flugfélaga
og varð Lufthansa því fyrsta flugfélag í heimi til þess að fljúga Airbus A320neo þotunni.


19. nóvember 2018
|
Um 700 flugmenn hjá SAS munu láta af störfum sökum aldurs á næstu 10 árum og er það um helmingi fleiri en hafa látið af störfum sl. áratug.

14. janúar 2019
|
Fraktþota af gerðinni Boeing 707 brotlenti í nótt í Íran eftir að hún lenti á röngum flugvelli með þeim afleiðingum að þotan fór út af brautinni, gegnum vegg sem umliggur flugvallarsvæðið og endaði in

26. janúar 2019
|
Yfirvöld á Spáni reyna nú að hafa uppi á eiganda að farþegaþotu af gerðinni McDonnell Douglas MD-87 sem hefur verið yfirgefin á Barajas-flugvellinum í Madríd í 9 ár.

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.