flugfréttir
Embry-Riddle og Singapore Airlines í samstarf um flugnám

Fyrstu nemendurnir frá Singapore Airlines munu hefja nám í Flight Minor verkefninu í júní
Embry-Riddle flugskólinn í Bandaríkjunum hefur gert samning við Singapore Airlines um flugnámsleið en með því ætlar flugfélagið að tryggja sér að hafa næga flugmenn tiltæka til að koma til móts við aukin umsvif á næstu árum.
Flugnámsleiðin, sem kallast Flight Minor, er aðgengileg fyrir þá nemendur sem stunda flugtengt nám við útibú skólans í Singapore, Embry-Riddle Asia,
og geta þeir á námsferlinum haldið til höfuðstöðva skólans í Flórída og lokið við námið með styrk frá Singapore Airlines.
Flugnemar munu í Flórída ljúka öllum verklegum tímum með öllum áritunum, þar sem ekki er aðstaða til slíks
nám við skólann í Singapore, og klárað námið svo aftur heima með forgang að starfi sem flugmenn hjá
Singapore Airlines.
„Þetta er „win win“ fyrir alla. Nemendur okkar munu fá einstaka þjálfun í tveimur flugskólum og góðan undirbúning
fyrir flugiðnaðinn og á meðan getum við uppfyllt þörfina fyrir reynda flugmenn“, segir John Watret, stjórnarmeðlimur
hjá Embry-Riddle Asia.
Boeing gerir ráð fyrir að þörf sé fyrir 235.000 nýja flugmenn á Asíu-Kyrrahafssvæðinu til ársins 2039 en Singapore
Airlines er 13. stærsta flugfélag Asíu með 110 þotur í flota sínum og á félagið von á 118 til viðbótar á næstu árum.


5. febrúar 2018
|
Tyrkneskur flugvélaljósmyndari náði ljósmynd af alvarlegu atviki er tvær farþegaþotur, sem báðar eru af gerðinni Boeing 737, fóru mjög nálægt hvor annarri við Ataturk-flugvöllinn í Istanbul sl. föst

14. febrúar 2018
|
Air Iceland Connect mun í vor hætta bæði fluginu milli Akureyrar og Keflavíkur og einnig flugi til Belfast og Aberdeen sem flogið hefur verið frá Keflavíkurflugvelli fyrir hönd Icelandair.

19. febrúar 2018
|
Ítalska flugfélagið Meridiana hefur verið endurstofnað undir nýju nafni og heitir félagið núna Air Italy.

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

17. apríl 2018
|
Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

17. apríl 2018
|
Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.

17. apríl 2018
|
Flugakademía Keilis mun aftur í sumar bjóða upp á sérstakar flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama sem fá einstakt tækifæri á því að kynnast öllum krókum og kimum flugsins og þeim flugtengdum fög

17. apríl 2018
|
Primera Air hefur fengið sína fyrstu A321neo þotu afhenta frá Airbus við hátíðlega athöfn sem fram fór við verksmiðjurnar í Hamborg.

16. apríl 2018
|
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru sögð vera að leggja lokahönd á samkomulag sem myndi binda endi á deilur og ásakanir milli flugfélaga landanna tveggja sem staðið ha