flugfréttir

Ísing í stemmuröri möguleg orsök flugslyssins í Rússlandi

- Hraðamælar gáfu upp óáreiðanlegan flughraða skömmu eftir flugtak

13. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:49

Rannsóknin á flugslysinu beinist nú að stemmuröri vélarinnar en talið er að það hafi ekki verið upphitað fyrir flugtak

Möguleiki er á því að orsök flugslyssins í Rússlandi sl. sunnudag, er Antonov An-148 farþegaþota frá flugfélaginu Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu, megi rekja til ísingar á stemmuröri vélarinnar en komið hefur í ljós að hiti í stemmurörið hafði ekki verið settur á fyrir flugtak.

Stemmurör, eða „pitot tube“ er rör sem mælir áfallsþrýsting á loftflæði á flugvélum sem gefur upp upplýsingar um hraða vélarinnar sem kemur fram á hraðamæli en ef flugvél, sem flýgur í ísingaraðstæðum, hefur ekki hita í búnaðinum, getur myndast ísing sem gerir útreikning frá rörinu ónákvæman.

Rússneskir flugslysasérfræðingar, sem koma að rannsókn slyssins, hafa rannsakað gögn úr flugrita vélarinnar og hefur komið í ljós að í síðustu 15 flugferðum vélarinnar var stemmurörið upphitað en ekki fyrir flugtak í seinustu flugferðinni sem kostaði 71 mannslíf.

Annar flugriti vélarinnar á slysstað

Svo virðist sem að neyðarástand hafi komið upp um tveimur og hálfri mínútu eftir flugtak en samkvæmt fyrstu hljóðupptökum úr hljóðrita vélarinnar má greina hvar flugmennirnir eru í uppnámi yfir þeim aðstæðum sem voru farnar að skapast.

Verið er að greina frekari upplýsingar úr flugritunum til að ganga úr skugga um hvort aðrar orsakir hafi átt hlut að máli og þá er einnig verið að athuga hvort að stemmurörið hafi verið bilað og ekki virkað með eðlilegum hætti.

Flugstjóri vélarinnar hét Valery Gubanov og var hann 51 árs og flugmaðurinn, sem var 41 árs, hét Sergey Gambaryan. Fram kemur að þeir hafi þegar tilkynnt um vandamál er vélin var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak.

Sergey Gambaryan (til vinstri) og Valery Gubanov, flugstjóri (til hægri)

Þess má geta að ísing á stemmuröri var talin hafa verið meginorsök flugslyssins er Airbus A330 farþegaþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi þann 1. júní árið 2009 á leið sinni frá Rio de Janeiro til Parísar með þeim afleiðingum að 228 manns fórust.

Flugstjórinn afþakkaði afísingu

Þá er haft eftir rússneska dagblaðinu RBK Daily að flugstjóri vélarinnar hafi neitað að láta afísa vélina fyrir flugtak en annar rússneskur fjölmiðill, Kommersant, segir að flugmenn, sem flugu um Domodedovo-flugvöllinn þennan daginn, hefðu haft val um hvort þeir vildu fá afísingu þar sem ekki var það kalt í veðri þennan morguninn.

Rannsóknaraðilar hafa greint frá því að vélin var í heilu lagi er hún féll til jarðar og að enginn eldur hafi brotist út sem stangast á við vitnisburð sjónarvotta sem töldu sig hafa séð eld koma frá hreyflum vélarinnar áður en hún fórst.

Fjöldi manns hefur verið að störfum á slysstað frá því vélin fórst á sunnudag

Vélin var komin í 6.400 feta hæð þegar vandamál komu upp og fóru mælar að sýna mismunandi flughraða. Vélin missti hæð niður í 5.800 fet en því næst náði hún að klifra um einhver fet til viðbótar áður en hún féll að lokum til jarðar.

Fjöldi björgunarmanna var á vettvangi á slysstað í dag að kemba svæðið og týna saman leifar af braki úr vélinni ásamt jarðneskum leifum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga