flugfréttir

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

- TF-ICE er fyrsta 737 MAX þotan af þeim sextán sem væntanlegar eru

21. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:00

TF-ICE á Boeing Field í gær í Seattle. Lokahönd á málningarvinnu mun fara fram hér á landi

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Fyrsta Boeing 737 MAX 8 þotan hefur fengið skráninguna TF-ICE en í gær birtust fyrstu myndirnar af vélinni á Netinu í litum félagsins.

TF-ICE kom út úr samsetningarsal í Renton þann 20. febrúar og var henni þaðan flogið í málningu en Boeing hefur nokkra staði á Seattle-svæðinu þar sem nýjar þotur eru málaðar fyrir afhendingu.

Málningarvinna við vélina er þó ekki fullkláruð þótt grunnlitirnir sé komnir en lokafrágangur á litum vélarinnar mun fara fram hér á landi þegar vélin er komin heim.

Icelandair mun fá TF-ICE formlega afhenta frá Boeing í Seattle þann 28. febrúar en þann dag hefst þjálfun á vélina og mun sex manna hópur flugstjóra og þjálfunarflugmanna frá Icelandair fara til Seattle fyrir þann tíma.

TF-ICE í litum Icelandair en enn á eftir að setja punktinn yfir „i-ð“ í málningarvinnunni sem verður gert á Íslandi

„Þeir fara í lendingarþjálfun og leggjaþjálfun, þar sem æft er að fljúga leggi milli staða, og mun þjálfunin standa yfir til 3. mars“, segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í samtali við Alltumflug.is.

Fer fyrst í frágangsvinnu á farþegarými

Áætlað er að TF-ICE verði flogið til Íslands þann 5. mars en framundan tekur við vinna við að koma afþreyingarbúnaði fyrir í sætisbökum vélarinnar ásamt öðrum hlutum í samræmi við aðrar vélar í flotanum en sú vinna mun taka um fjórar til fimm vikur.

Samkvæmt áætlun þá mun vélin verða tilbúin í leiðarkerfið þann 5. apríl en ekki er enn komin endanleg dagsetning á fyrsta áætlunarfluginu en mögulega verður það í kringum 10. apríl.

TF-ICE er fyrsta Boeing 737 MAX 8 þotan af þeim þremur sem afhentar verða á þessu ári en alls pantaði Icelandair níu Boeing 737 MAX 8 þotur og sjö þotur af gerðinni 737 MAX 9.

TF-ICY kemur til landsins 20. mars

Næsta vél kemur til landsins þann 20. mars en hún verður skráð sem TF-ICY. Sú vél verður mögulega notuð til þjálfunar flugmanna á meðan TF-ICE verður inn í skýli í frágangsvinnu á farþegarými.

„Þann tíma sem TF-ICE verður inn í skýli þá verður hin vélin mögulega notuð til þjálfunar á meðan. Hugsanlega verður henni flogið milli staða hér á Íslandi til að ljúka við hluta af þjálfuninni“, segir Haukur.

Munu einblína á sjálfbæra þjálfun á MAX vélarnar

Icelandair mun einblína á að tileinka sér sjálfbæra þjálfun á Boeing 737 MAX frá fyrsta degi en þar að auki þá mun þjálfun einnig fara fram í samstarfi við Boeing.

Ár er síðan að Icelandair festi kaup á Boeing 737 MAX flughermi frá TRU Simulation + Training í Kanada, fyrst allra flugfélaga. en sá hermir er væntanlegur til landsins í vor og verður hann tekinn í notkun á Flugvöllunum í Hafnarfirði í sumar.

Boeing 737 MAX flughermir frá TRU Simulation + Training

TRU Flight Training Iceland, dótturfélag Icelandair, mun sjá um rekstur á Boeing 737 MAX flugherminum sem verður nákvæm eftirlíkingar af stjórnklefa vélarinnar og verður hann af tegundinni Level D.

Boeing 737 MAX 8 er mun hagkvæmari í rekstri og tæknivæddari en aðrar sambærilegar vélar. Til að mynda eru þær 40% hljóðlátari en hefðbundnar þotur sem koma með einum gangi („single aisle“) og þá gera LEAP-1B hreyflarnir frá CFM International Boeing 737 MAX vélar Icelandair mun umhverfisvænni og sparneytnari.

Þar að auki hafa verið gerðar ýmsar breytingar á vélinni ef borið er saman við Boeing 737NG með tilliti til betra loftflæðis auk þess sem nýr „Split Scimitar Winglets“ vænglingar bjóða upp á meiri sparneytni.

Boeing hefur í dag afhent yfir 80 eintök af Boeing 737 MAX þotunum af þeim 4.307 þotum sem pantaðar hafa verið af 63 flugfélögum og viðskiptavinum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga