flugfréttir

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

- PAWA Dominicana, SBA Airlines og Aserca Airlines öll svipt leyfinu

22. febrúar 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

McDonnell Douglas þota SBA Airlines

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í uppnámi í skugga ástandsins í landinu.

Í janúar sl. var SBA Airlines (Santa Bárbara Airlines) svipt flugrekstarleyfi sínu í 3 mánuði þar sem í ljós kom að félagið náði ekki að halda flugáætlun sinni sem varð til þess að fjöldi farþega urðu strandaglópar í Miami en félagið hefur undir það seinasta aðeins flogið eina flugleið sem er milli Caracas og Miami.

Þann 29. janúar missti PAWA Dominicana flugrekstrarleyfið einnig í þrjá mánuði vegna skulda sem hafa hrannast upp en félagið skuldar meðal annars þjónustu- og flugvallargjöld.

Nú seinast aflýsti flugfélagið Aserca Airlines í Venezúela öllu flugi vegna „tæknilegra ástæðan“ en síðar kom í ljós að félagið var svipt leyfinu vegna fjárhagsörðuleika þar sem lausafé félagsins var uppurið og gat félagið ekki lengur greitt tryggingar af flugvélum sínum.

Öll flugfélögin eru í eigu móðurfélagsins Grupo Condor sem er í eigu viðskiptajöfursins Simeon Garcia sem lengi hefur starfað í flugrekstri í Venezúela.

Efnahagsástandinu í Venezúela hefur verið kennt um hvernig farið er fyrir flugfélögunum en einn flugmaður hjá Aserca Airlines, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að það hafi samt ekki verið málið heldur léleg vinnubrögð innan stjórnar félagsins en hann bendir á að flestir stjórnarmeðlimir félagsins hafa flúið land.

Aserca Airlines var svipt flugrekstrarleyfinu sl. föstudag

„Það hafa fjórtán flugstjórar og tíu flugmenn starfað seinustu daga hjá félaginu sem hafa flogið þeirri einu McDonnall Douglas MD-82 þotu sem eftir er. Það er bara bilun“, segir flugmaðurinn.

„Allir flugmennirnir sátu bara heima hjá sér og biðu eftir símtali til að vera kallaðir á vakt til að fljúga 30 mínútna langt flug en nú er það á enda þar sem félagið mun ekki fljúga meira“, bætir hann við.

Starfsmenn sem áttu inni ógreidd laun stálu eigum úr höfuðstöðvunum

Aserca Airlines hefur haft tíu McDonnell Douglas MD-82 þotur í flotanum en níu af þeim hafa allar verið í geymslu á flugvellinum í Caracas.

Í raun má segja að framtíð flugfélaganna þriggja sé á enda þar sem flestir flugmennirnir eru farnir að leita að nýju starfi hjá öðrum flugfélögum.

Ástandið er ennþá það slæmt að orðrómur er um að nokkrir starfsmenn hjá SBA Airlines hafi gert tilraun til að stela eigum frá höfuðstöðvum félagsins í Caracas til að fá eitthvað í staðinn fyrir þau laun sem þeir eiga inni hjá félaginu og hafa þeir tekið meðal annars skrifstofubúnað, tölvur og fleira frá skrifstofunni.

Ekki er vitað hvar Simeon Garcia er niðurkomin í dag og hefur ekki komið nein yfirlýsing frá félögunum í hans eigu en þrátt fyrir það þá hefur því verið lýst yfir að um „tímabundið hlé á starfsemi“ sé að ræða á meðan flugfélögin hafa tæknilega séð lagt árar í bát.

PAWA Dominicana er einnig í eigu Simeon Garcia







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga