flugfréttir

Fjárfestingarbanki Evrópu lánar Isavia til uppbyggingar á KEF

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:52

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia og Andrew McDowell, aðstoðarframkvæmdarstjóri Fjárfestingabanka Evrópu

Isavia hefur tryggt sér 12,5 milljarða króna (100 milljóna evra) lán frá Fjárfestingarbanka Evrópu (EIB) en fjármagnið verður nýtt til endurnýjunar á núverandi mannvirkjum og til afkastaaukningar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta auknum fjölda farþega.

Samningurinn, sem undirritaður var í gær á skrifstofu sendinefndar Evrópusambandsins í Aðalstræti, uppfyllir lánsfjárþörf Isavia fyrir árið 2018.

„Það er ánægjulegt að sjá Fjárfestingarbanka Evrópu á meðal lánveitenda Isavia og við gerum okkur miklar vonir um áframhaldandi farsælt samstarf við bankann. Framundan er mikil uppbygging á Keflavíkurflugvelli og stuðningur og skilningur lánveitenda skiptir því sköpum fyrir Isavia.“, segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.

Verkefnið mun auka afkastagetu og bæta þjónustustig inni í flugstöðinni, bæði á brottfararsvæði og á almennu svæði sem í dag anna ekki núverandi farþegafjölda á háannatímum.

Fjármagnið verður einnig nýtt til stækkunar á suðurbyggingu flugstöðvarinnar, endurnýjunar á farangursflokkunarkerfi, endurbóta á flugbrautum og lagningu nýrra akbrauta og flýtiafreina, sem og í aðrar tengdar fjárfestingar.

„Leiðin til Íslands liggur í gegnum Keflavík og reiknað er með því að farþegum muni halda áfram að fjölga og verði um 10,5 milljónir á árinu 2018. Því er ljóst að þörf er á aukinni afkastagetu til þess að geta þjónustað þann fjölda fólks sem á leið hér um á hverju ári“, segir Andrew McDowell, aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárfestingarbanka Evrópu og yfirmaður verkefna bankans í ríkjum EFTA.

„Fjárfestingarbanki Evrópu hefur lánað til íslenskra verkefna frá árinu 1995 og með þessum samningi nær bankinn þeim áfanga að hafa lánað einn milljarð evra til íslenskra verkefna, en af því erum við mjög stolt.“ bætir McDowell við.  fréttir af handahófi

Leitin að MH370 tekur enda

29. maí 2018

|

Leitin að malasísku farþegaþotunni, flug MH370, sem hvarf þann 7. mars árið 2014, mun taka enda í dag en engin frekari leit er skipulögð og gæti svo farið að flak vélarinnar muni aldrei finnast.

Hafna ásökunum um ruglingsleg fyrirmæli frá flugturni

22. mars 2018

|

Yfirvöld í Nepal vísa þeim ásökunum á bug um að ruglingsleg fyrirmæli frá flugumferðarstjórum á flugvellinum í Kathmandu hafi orsakað flugslysið er farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400

Thai Airways hættir með Boeing 737-400

8. júní 2018

|

Thai Airways verður eingöngu með breiðþotur í flota sínum frá og með haustinu en þá ætlar félagið að hætta að fljúga milli Bangkok og Koh Samui.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.

Breiðþota hjá Lufthansa ónýt eftir að dráttarbíll varð alelda

12. júní 2018

|

Ein af Airbus A340-300 breiðþotum Lufthansa er ónýt eftir að hún eyðilagðist í eldi er dráttarbíll, sem dró hana á flugvellinum í Frankfurt í gær, varð alelda.