flugfréttir

Fjárfestingarbanki Evrópu lánar Isavia til uppbyggingar á KEF

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:52

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia og Andrew McDowell, aðstoðarframkvæmdarstjóri Fjárfestingabanka Evrópu

Isavia hefur tryggt sér 12,5 milljarða króna (100 milljóna evra) lán frá Fjárfestingarbanka Evrópu (EIB) en fjármagnið verður nýtt til endurnýjunar á núverandi mannvirkjum og til afkastaaukningar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta auknum fjölda farþega.

Samningurinn, sem undirritaður var í gær á skrifstofu sendinefndar Evrópusambandsins í Aðalstræti, uppfyllir lánsfjárþörf Isavia fyrir árið 2018.

„Það er ánægjulegt að sjá Fjárfestingarbanka Evrópu á meðal lánveitenda Isavia og við gerum okkur miklar vonir um áframhaldandi farsælt samstarf við bankann. Framundan er mikil uppbygging á Keflavíkurflugvelli og stuðningur og skilningur lánveitenda skiptir því sköpum fyrir Isavia.“, segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.

Verkefnið mun auka afkastagetu og bæta þjónustustig inni í flugstöðinni, bæði á brottfararsvæði og á almennu svæði sem í dag anna ekki núverandi farþegafjölda á háannatímum.

Fjármagnið verður einnig nýtt til stækkunar á suðurbyggingu flugstöðvarinnar, endurnýjunar á farangursflokkunarkerfi, endurbóta á flugbrautum og lagningu nýrra akbrauta og flýtiafreina, sem og í aðrar tengdar fjárfestingar.

„Leiðin til Íslands liggur í gegnum Keflavík og reiknað er með því að farþegum muni halda áfram að fjölga og verði um 10,5 milljónir á árinu 2018. Því er ljóst að þörf er á aukinni afkastagetu til þess að geta þjónustað þann fjölda fólks sem á leið hér um á hverju ári“, segir Andrew McDowell, aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárfestingarbanka Evrópu og yfirmaður verkefna bankans í ríkjum EFTA.

„Fjárfestingarbanki Evrópu hefur lánað til íslenskra verkefna frá árinu 1995 og með þessum samningi nær bankinn þeim áfanga að hafa lánað einn milljarð evra til íslenskra verkefna, en af því erum við mjög stolt.“ bætir McDowell við.  fréttir af handahófi

Föst í fimm tíma eftir að hafa beygt inn á lokaða akbraut

30. júlí 2018

|

Farþegaþota frá Air Canada var föst í fimm klukkustundir á Narita-flugvellinum í Tókýó eftir að flugmenn vélarinnar tóku óvart ranga beygju inn á akbraut þar sem framkvæmdir stóðu yfir á yfirlagi bra

Þota Malaysian fór í loftið með hlífar á stemmurörum

23. júlí 2018

|

Farþegaþota frá Malaysia Airlines þurfti í síðustu viku að snúa við skömmu eftir flugtak í Ástralíu eftir að í ljós kom að mælar sýndu óáreiðanlegar upplýsingar um flughraða þar sem gleymst hafði að

Fastjet sagt á barmi gjaldþrots

27. júní 2018

|

Afríska lágfargjaldafélagið Fastjet er sagt vera á grafarbakkanum og féllu hlutabréf félagsins í morgun í verði um heil 67 prósent eftir að stjórn félagsins tilkynnti að staða félagsins væri mjög slæ

  Nýjustu flugfréttirnar

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.