flugfréttir

Fjárfestingarbanki Evrópu lánar Isavia til uppbyggingar á KEF

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:52

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia og Andrew McDowell, aðstoðarframkvæmdarstjóri Fjárfestingabanka Evrópu

Isavia hefur tryggt sér 12,5 milljarða króna (100 milljóna evra) lán frá Fjárfestingarbanka Evrópu (EIB) en fjármagnið verður nýtt til endurnýjunar á núverandi mannvirkjum og til afkastaaukningar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta auknum fjölda farþega.

Samningurinn, sem undirritaður var í gær á skrifstofu sendinefndar Evrópusambandsins í Aðalstræti, uppfyllir lánsfjárþörf Isavia fyrir árið 2018.

„Það er ánægjulegt að sjá Fjárfestingarbanka Evrópu á meðal lánveitenda Isavia og við gerum okkur miklar vonir um áframhaldandi farsælt samstarf við bankann. Framundan er mikil uppbygging á Keflavíkurflugvelli og stuðningur og skilningur lánveitenda skiptir því sköpum fyrir Isavia.“, segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.

Verkefnið mun auka afkastagetu og bæta þjónustustig inni í flugstöðinni, bæði á brottfararsvæði og á almennu svæði sem í dag anna ekki núverandi farþegafjölda á háannatímum.

Fjármagnið verður einnig nýtt til stækkunar á suðurbyggingu flugstöðvarinnar, endurnýjunar á farangursflokkunarkerfi, endurbóta á flugbrautum og lagningu nýrra akbrauta og flýtiafreina, sem og í aðrar tengdar fjárfestingar.

„Leiðin til Íslands liggur í gegnum Keflavík og reiknað er með því að farþegum muni halda áfram að fjölga og verði um 10,5 milljónir á árinu 2018. Því er ljóst að þörf er á aukinni afkastagetu til þess að geta þjónustað þann fjölda fólks sem á leið hér um á hverju ári“, segir Andrew McDowell, aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárfestingarbanka Evrópu og yfirmaður verkefna bankans í ríkjum EFTA.

„Fjárfestingarbanki Evrópu hefur lánað til íslenskra verkefna frá árinu 1995 og með þessum samningi nær bankinn þeim áfanga að hafa lánað einn milljarð evra til íslenskra verkefna, en af því erum við mjög stolt.“ bætir McDowell við.  fréttir af handahófi

Yfir 60 látnir í flugslysi í Íran

18. febrúar 2018

|

Talið er að enginn hafi komist lífs af í flugslysi í Íran í morgun er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 brotlenti í fjallendi í innanlandsflugi í landinu.

Airbus bjartsýnt á að pantanir fari að aukast í A380 á næstunni

23. febrúar 2018

|

Airbus segist að nokkur bjartsýni ríki um að pantanir í risaþotuna Airbus A380 eigi eftir að dafna á ný eftir nokkur ár þar sem þrengsli á stórum flugvöllum verður stærra vandamál með hverju árinu.

Airbus þróar nýja og stærri vænglinga fyrir A350

6. febrúar 2018

|

Airbus mun á næstunni kynna nýja og stærri vænglinga fyrir Airbus A350 þotuna sem er hluti af endurhönnun á loftflæðislegum flugeiginleikum vélarinnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.