flugfréttir

Risaflugvöllur í Istanbúl með sex flugbrautum opnar í október

- Nýi flugvöllurinn mun kosta tæpa 4 þúsund milljarða króna

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:04

Brottfararhlið fyrir 114 flugvélar verða við flugstöðina

Átta mánuðir eru í að stærsti flugvöllur heims opnar við strendur Svartahafs en fyrsta flugbrautin er nú tilbúin á nýja risaflugvellinum í Istanbúl.

80 prósent af fyrsta stigi framkvæmdanna er nú lokið en fyrsta flugbrautin er 3,7 kílómetrar á lengd og var kveikt á flugbrautarljósunum í fyrsta sinn í gær.

„Nú erum við búnir með fyrstu flugbrautina sem er tilbúin fyrir lendingar ásamt öllum þeim búnaði sem uppfyllir alþjóðlega staðla“, segir Yusaf Akcayoglu, framkvæmdarstjóri Istanbul Grand Airport (IGA).

Alls verða sex flugbrautir fyrirhugaðar á nýja flugvellinum sem verður opnaður í fjórum áföngum en flugvöllurinn mun opna formlega þann 29. október í haust.

Tyrknesk stjórnvöld ákváðu að hefja framkvæmdir á nýja flugvellinum þar sem Atatürk-flugvöllurinn í Istanbúl er að verða of lítill en ekki er hægt að stækka þann flugvöll þar sem hann er umkringdur íbúðabyggð og Marmara-hafinu til suðurs.

Nýi flugvöllurinn verður með sex flugbrautum þegar hann verður fullkláraður

Þegar flugvöllurinn opnar stendur til að flytja alla starfsemina af Atatürk-flugvellinum á 18 klukkstundum og mun það taka yfir 600 trukka að flytja öll tæki og tól yfir á nýja völlinn auk þess sem flugfloti Turkish Airlines mun færa allan flugflotann yfir á völlinn sem telur 330 flugvélar.

Alls verða brottfararhlið fyrir 114 flugvélar á nýja flugvellinum sem mun geta tekið við flugvélum frá yfir 100 flugfélögum og þá munu yfir 225.000 manns starfa á flugvellinum þegar hann verður komin í fulla notkun.

Atatürk-flugvellinum verður lokað

Atatürk-flugvöllurinn, sem í dag er 5. stærsti flugvöllur Evrópu, verður lokað eftir að nýi flugvöllurinn verður tekin í notkun þar sem ógjörningur verður að reka tvo flugvelli með svo mikilli nálægð við hvorn annan upp á lofthelgina að gera.

Þegar flugvöllurinn verður fullkláraður munu 150 milljónir farþega geta farið um hann árlega eða um 410.000 farþegar á dag en þess má geta að 104 milljónir farþega fóru um Hartfield-Jackson flugvöllinn í Atlanta í fyrra sem er í dag stærsti flugvöllur heims er kemur að farþegafjölda.

Nú þegar er búið að verja 10 milljörðum evra í framkvæmdirnar en heildarkostnaðurinn við flugvöllinn þegar framkvæmdum er lokið mun hljóða upp á 32 milljarða evra sem samsvarar 3 þúsund, níuhundruð fjörutíu og sex milljörðum króna.

Flugbrautarljósin á fyrstu flugbrautinni á nýja flugvellinum í Istanbúl voru tendruð í gærMyndband:  fréttir af handahófi

Hawaiian Airlines kaupir gjaldþrota flugfélag á Hawaii

21. desember 2017

|

Hawaiian Airlines ætlar sér að taka yfir rekstri og kaupa hluta af flugfélaginu Island Air sem varð gjaldþrota í nóvember en þó án þess að taka yfir flugflota.

Endalok Airbus A380 veltur á nýrri pöntun frá Emirates

5. janúar 2018

|

Samkvæmt þremur heimildarmönnum, sem kunnugir eru innan herbúða Airbus og koma ekki fram undir nafni, þá er Airbus í starholunum með að hætta framleiðslu á risaþotunni A380 ef Emirates ákveður að le

Spænskir flugmenn semja við Norwegian en hóta Ryanair lögsókn

9. febrúar 2018

|

Á meðan Norwegian hefur náð kjarasamningi við sína flugmenn á Spáni þá stefnir allt í óefni og lögsóknir milli spænskra flugmanna og Ryanair sem nær ekki að halda sínum spænskum flugmönnum góðum líkt

  Nýjustu flugfréttirnar

United sendir þrjá hunda með röngu flugi á einni viku

19. mars 2018

|

Aftur kom upp atvik hjá United Airlines þar sem hundur kemur við sögu en sl. fimmtudag þurfi ein farþegaþota félagsins að fljúga af leið og lenda á öðrum flugvelli eftir að í ljós kom að félagið ha

Flugvél lenti ofan á annarri flugvél í Flórída

18. mars 2018

|

Undarlegt atvik átti sér stað í Flórída sl. föstudag er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR20 kom inn til lendingar og endaði ofan á annarri Cirrus-flugvél af gerðinni SR22 sem var nýlent á

Primera Air mun fljúga frá Birmingham til Íslands

18. mars 2018

|

Primera Air mun hefja flug milli Keflavíkur og Birmingham sem verður fyrsta flugleið félagsins milli Bretlands og Íslands.

Niki rís úr öskunni sem nýtt flugfélag: Laudamotion

17. mars 2018

|

Nýtt flugfélag í eigu milljónamæringsins og fyrrverandi kappakstursökuþórsins, Niki Lauda, mun hefja starfsemi sína síðar í mánuðinum.

Narita-flugvöllur í Tókýó fær þriðju flugbrautina

16. mars 2018

|

Narita-flugvöllurinn í Tókýó hefur fengið leyfi fyrir þriðju flugbrautinni auk þess sem japönskum flugmálayfirvöldum hafa gefið flugvellinum leyfi til þess að vera starfræktur lengur fram á nótt og

Ryanair mun hefja flug til Tyrklands

16. mars 2018

|

Ryanair hefur ákveðið að hefja flug til Tyrklands en þetta er í fyrsta sinn sem lágfargjaldafélagið írska mun fljúga til landsins.

Flugmenn Air France boða til verkfalls yfir páska

15. mars 2018

|

Flugmenn hjá Air France hafa samþykkt verkfallsaðgerðir enn og aftur en alls voru 71 prósent flugmanna, sem eru meðlimir í ellefu verkalýðsfélögum og þar á meðal SNPL, sem samþykktu að leggja niður s

Fjögur tonn af demöntum og gulli féllu til jarðar í flugtaki

15. mars 2018

|

Um 3.4 tonn af gulli, gimsteinum, platinum og demöntum rigndi yfir flugbrautina í borginni Yakutia í Síberíu eftir að flugvél af gerðinni Antonov An-12 missti frakt frá borði í flugtaki eftir að gat

Emirates fær leyfi fyrir flugi frá Barcelona til Mexíkó

15. mars 2018

|

Emirates hefur fengið leyfi til þess að fljúga milli Spánar og Mexíkó og mun félagið í kjölfar þess hefja flug frá Barcelona til Mexíkóborgar.

Iran Air vill ráða kvenkyns flugmenn í fyrsta sinn

15. mars 2018

|

Iran Air ætlar sér í fyrsta sinn að ráða kvenkyns flugmenn til starfa hjá félaginu en í 57 ára sögu félagsins hafa aðeins karlmenn flogið flugvélum félagsins.