flugfréttir

Risaflugvöllur í Istanbúl með sex flugbrautum opnar í október

- Nýi flugvöllurinn mun kosta tæpa 4 þúsund milljarða króna

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:04

Brottfararhlið fyrir 114 flugvélar verða við flugstöðina

Átta mánuðir eru í að stærsti flugvöllur heims opnar við strendur Svartahafs en fyrsta flugbrautin er nú tilbúin á nýja risaflugvellinum í Istanbúl.

80 prósent af fyrsta stigi framkvæmdanna er nú lokið en fyrsta flugbrautin er 3,7 kílómetrar á lengd og var kveikt á flugbrautarljósunum í fyrsta sinn í gær.

„Nú erum við búnir með fyrstu flugbrautina sem er tilbúin fyrir lendingar ásamt öllum þeim búnaði sem uppfyllir alþjóðlega staðla“, segir Yusaf Akcayoglu, framkvæmdarstjóri Istanbul Grand Airport (IGA).

Alls verða sex flugbrautir fyrirhugaðar á nýja flugvellinum sem verður opnaður í fjórum áföngum en flugvöllurinn mun opna formlega þann 29. október í haust.

Tyrknesk stjórnvöld ákváðu að hefja framkvæmdir á nýja flugvellinum þar sem Atatürk-flugvöllurinn í Istanbúl er að verða of lítill en ekki er hægt að stækka þann flugvöll þar sem hann er umkringdur íbúðabyggð og Marmara-hafinu til suðurs.

Nýi flugvöllurinn verður með sex flugbrautum þegar hann verður fullkláraður

Þegar flugvöllurinn opnar stendur til að flytja alla starfsemina af Atatürk-flugvellinum á 18 klukkstundum og mun það taka yfir 600 trukka að flytja öll tæki og tól yfir á nýja völlinn auk þess sem flugfloti Turkish Airlines mun færa allan flugflotann yfir á völlinn sem telur 330 flugvélar.

Alls verða brottfararhlið fyrir 114 flugvélar á nýja flugvellinum sem mun geta tekið við flugvélum frá yfir 100 flugfélögum og þá munu yfir 225.000 manns starfa á flugvellinum þegar hann verður komin í fulla notkun.

Atatürk-flugvellinum verður lokað

Atatürk-flugvöllurinn, sem í dag er 5. stærsti flugvöllur Evrópu, verður lokað eftir að nýi flugvöllurinn verður tekin í notkun þar sem ógjörningur verður að reka tvo flugvelli með svo mikilli nálægð við hvorn annan upp á lofthelgina að gera.

Þegar flugvöllurinn verður fullkláraður munu 150 milljónir farþega geta farið um hann árlega eða um 410.000 farþegar á dag en þess má geta að 104 milljónir farþega fóru um Hartfield-Jackson flugvöllinn í Atlanta í fyrra sem er í dag stærsti flugvöllur heims er kemur að farþegafjölda.

Nú þegar er búið að verja 10 milljörðum evra í framkvæmdirnar en heildarkostnaðurinn við flugvöllinn þegar framkvæmdum er lokið mun hljóða upp á 32 milljarða evra sem samsvarar 3 þúsund, níuhundruð fjörutíu og sex milljörðum króna.

Flugbrautarljósin á fyrstu flugbrautinni á nýja flugvellinum í Istanbúl voru tendruð í gærMyndband:  fréttir af handahófi

Tveir rússneskir flugmenn reyndust ölvaðir

7. júní 2018

|

Tveimur flugmönnum hjá rússneska lágfargjaldafélaginu Pobeda hefur verið sagt upp störfum eftir að þeir ætluðu að fljúga farþegaþotu félagsins undir áhrifum áfengis.

Tollastríð milli Bandaríkjanna og Kína gæti haft áhrif á Boeing

7. apríl 2018

|

Tollastríð gæti verið í uppsiglingu milli Kínverja og Bandaríkjamanna eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kynnti nýja toll á allt það ál og stál sem innflutt er til Bandaríkjanna frá Kína.

Flugakademía Keilis fær tvær nýjar kennsluflugvélar

3. apríl 2018

|

Flugakademía Keilis hefur fengið tvær nýjar kennsluvélar í flotann sem eru af gerðinni Diamond DA40 en vélarnar komu hingað til lands í lok mars.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.

Breiðþota hjá Lufthansa ónýt eftir að dráttarbíll varð alelda

12. júní 2018

|

Ein af Airbus A340-300 breiðþotum Lufthansa er ónýt eftir að hún eyðilagðist í eldi er dráttarbíll, sem dró hana á flugvellinum í Frankfurt í gær, varð alelda.