flugfréttir

Risaflugvöllur í Istanbúl með sex flugbrautum opnar í október

- Nýi flugvöllurinn mun kosta tæpa 4 þúsund milljarða króna

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:04

Brottfararhlið fyrir 114 flugvélar verða við flugstöðina

Átta mánuðir eru í að stærsti flugvöllur heims opnar við strendur Svartahafs en fyrsta flugbrautin er nú tilbúin á nýja risaflugvellinum í Istanbúl.

80 prósent af fyrsta stigi framkvæmdanna er nú lokið en fyrsta flugbrautin er 3,7 kílómetrar á lengd og var kveikt á flugbrautarljósunum í fyrsta sinn í gær.

„Nú erum við búnir með fyrstu flugbrautina sem er tilbúin fyrir lendingar ásamt öllum þeim búnaði sem uppfyllir alþjóðlega staðla“, segir Yusaf Akcayoglu, framkvæmdarstjóri Istanbul Grand Airport (IGA).

Alls verða sex flugbrautir fyrirhugaðar á nýja flugvellinum sem verður opnaður í fjórum áföngum en flugvöllurinn mun opna formlega þann 29. október í haust.

Tyrknesk stjórnvöld ákváðu að hefja framkvæmdir á nýja flugvellinum þar sem Atatürk-flugvöllurinn í Istanbúl er að verða of lítill en ekki er hægt að stækka þann flugvöll þar sem hann er umkringdur íbúðabyggð og Marmara-hafinu til suðurs.

Nýi flugvöllurinn verður með sex flugbrautum þegar hann verður fullkláraður

Þegar flugvöllurinn opnar stendur til að flytja alla starfsemina af Atatürk-flugvellinum á 18 klukkstundum og mun það taka yfir 600 trukka að flytja öll tæki og tól yfir á nýja völlinn auk þess sem flugfloti Turkish Airlines mun færa allan flugflotann yfir á völlinn sem telur 330 flugvélar.

Alls verða brottfararhlið fyrir 114 flugvélar á nýja flugvellinum sem mun geta tekið við flugvélum frá yfir 100 flugfélögum og þá munu yfir 225.000 manns starfa á flugvellinum þegar hann verður komin í fulla notkun.

Atatürk-flugvellinum verður lokað

Atatürk-flugvöllurinn, sem í dag er 5. stærsti flugvöllur Evrópu, verður lokað eftir að nýi flugvöllurinn verður tekin í notkun þar sem ógjörningur verður að reka tvo flugvelli með svo mikilli nálægð við hvorn annan upp á lofthelgina að gera.

Þegar flugvöllurinn verður fullkláraður munu 150 milljónir farþega geta farið um hann árlega eða um 410.000 farþegar á dag en þess má geta að 104 milljónir farþega fóru um Hartfield-Jackson flugvöllinn í Atlanta í fyrra sem er í dag stærsti flugvöllur heims er kemur að farþegafjölda.

Nú þegar er búið að verja 10 milljörðum evra í framkvæmdirnar en heildarkostnaðurinn við flugvöllinn þegar framkvæmdum er lokið mun hljóða upp á 32 milljarða evra sem samsvarar 3 þúsund, níuhundruð fjörutíu og sex milljörðum króna.

Flugbrautarljósin á fyrstu flugbrautinni á nýja flugvellinum í Istanbúl voru tendruð í gærMyndband:  fréttir af handahófi

Sukhoi fraktþota í undirbúningi

3. júlí 2018

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhoi vinnur nú að því að koma með fraktútgáfu af Sukhoi Superjet 100 þotunni sem til stendur að smíða.

TUI mun hætta með Boeing 757 og 767 fyrir árið 2020

21. júlí 2018

|

Boeing 757 og Boeing 767 þoturnar munu á næstu árum hverfa úr flugflota þeirra sex flugfélaga sem eru í eigu TUI.

Norðmenn hefja prófanir með litla rafmagnsflugvél

10. júlí 2018

|

Norska fyrirtækið, Equator Aircraft Norway, segir að fyrirtækið hafi flogið fyrsta, stöðuga tilraunarflugið með rafmagnsflugvélinni P2 Xcursion á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.