flugfréttir

Risaflugvöllur í Istanbúl með sex flugbrautum opnar í október

- Nýi flugvöllurinn mun kosta tæpa 4 þúsund milljarða króna

1. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:04

Brottfararhlið fyrir 114 flugvélar verða við flugstöðina

Átta mánuðir eru í að stærsti flugvöllur heims opnar við strendur Svartahafs en fyrsta flugbrautin er nú tilbúin á nýja risaflugvellinum í Istanbúl.

80 prósent af fyrsta stigi framkvæmdanna er nú lokið en fyrsta flugbrautin er 3,7 kílómetrar á lengd og var kveikt á flugbrautarljósunum í fyrsta sinn í gær.

„Nú erum við búnir með fyrstu flugbrautina sem er tilbúin fyrir lendingar ásamt öllum þeim búnaði sem uppfyllir alþjóðlega staðla“, segir Yusaf Akcayoglu, framkvæmdarstjóri Istanbul Grand Airport (IGA).

Alls verða sex flugbrautir fyrirhugaðar á nýja flugvellinum sem verður opnaður í fjórum áföngum en flugvöllurinn mun opna formlega þann 29. október í haust.

Tyrknesk stjórnvöld ákváðu að hefja framkvæmdir á nýja flugvellinum þar sem Atatürk-flugvöllurinn í Istanbúl er að verða of lítill en ekki er hægt að stækka þann flugvöll þar sem hann er umkringdur íbúðabyggð og Marmara-hafinu til suðurs.

Nýi flugvöllurinn verður með sex flugbrautum þegar hann verður fullkláraður

Þegar flugvöllurinn opnar stendur til að flytja alla starfsemina af Atatürk-flugvellinum á 18 klukkstundum og mun það taka yfir 600 trukka að flytja öll tæki og tól yfir á nýja völlinn auk þess sem flugfloti Turkish Airlines mun færa allan flugflotann yfir á völlinn sem telur 330 flugvélar.

Alls verða brottfararhlið fyrir 114 flugvélar á nýja flugvellinum sem mun geta tekið við flugvélum frá yfir 100 flugfélögum og þá munu yfir 225.000 manns starfa á flugvellinum þegar hann verður komin í fulla notkun.

Atatürk-flugvellinum verður lokað

Atatürk-flugvöllurinn, sem í dag er 5. stærsti flugvöllur Evrópu, verður lokað eftir að nýi flugvöllurinn verður tekin í notkun þar sem ógjörningur verður að reka tvo flugvelli með svo mikilli nálægð við hvorn annan upp á lofthelgina að gera.

Þegar flugvöllurinn verður fullkláraður munu 150 milljónir farþega geta farið um hann árlega eða um 410.000 farþegar á dag en þess má geta að 104 milljónir farþega fóru um Hartfield-Jackson flugvöllinn í Atlanta í fyrra sem er í dag stærsti flugvöllur heims er kemur að farþegafjölda.

Nú þegar er búið að verja 10 milljörðum evra í framkvæmdirnar en heildarkostnaðurinn við flugvöllinn þegar framkvæmdum er lokið mun hljóða upp á 32 milljarða evra sem samsvarar 3 þúsund, níuhundruð fjörutíu og sex milljörðum króna.

Flugbrautarljósin á fyrstu flugbrautinni á nýja flugvellinum í Istanbúl voru tendruð í gærMyndband:  fréttir af handahófi

Laudamotion kynnir nýtt útlit

25. október 2018

|

Flugfélagið Laudamotion hefur kynnt nýtt útlit og liti fyrir flugflota félagsins en aðeins eru sjö mánuðir frá því félagið kynnti nýtt útlit við stofnun þess.

Missti af fluginu og reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni

20. nóvember 2018

|

Kona sem hafði misst af fluginu sínu í Indónesíu var yfirbuguð af starfsfólki flugvallarins þar sem hún reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.