flugfréttir
Kínverska ARJ21 þotan í prófunum í Keflavík
- Verður í prófunum í hliðarvindi næstu vikurnar

ARJ21-700 þotan á Keflavíkurflugvelli í kvöld / Ljósmynd: Sigurður Björgvin Magnússon
Ein af nýjustu farþegaþotum Kínverja, ARJ21 þotan frá Comac, er nú stödd á Íslandi en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag.
Vélin hefur verið í flugprófunum á Norðurlöndunum frá því í seinustu viku og er þetta fyrsta flug ARJ21 þotunnar
til Evrópu.
ARJ21 þotan verður hér á landi í nokkrar vikur í flugprófunum en vélin verður eingöngu í prófunum í hliðarvindi og
er nú beðið eftir að það fari að hvessa.
„Þeir eru að gera allt klárt fyrir mælitæki og setja upp búnað sem þarf til mælinga og svo á morgun verður farið í flug
til að leyfa flugmönnunum að kynnast flugvellinum og svo byrja sjálfar hliðarvindslendingarnar á föstudag ef veður leyfir“, segir Ingimar Ingimarsson.

ARJ21 þotan verður við prófanir á Keflavíkurflugvelli fram í síðustu vikuna í mars
Tilraunaþotan, sem ber skráninguna B-001Q, kom hingað til lands frá Bergen í Noregi en þangað kom
vélin frá Helsinki sem var fyrsti viðkomustaður vélarinnar í Skandinavíu.
„Hún þarf að hafa hliðarvind upp á 22 til 32 hnúta sem eru kröfurnar. Það merkilega er að þennan vind er ekki hægt
að finna í Kína. Það er ekki svona hvasst þar. Þessvegna koma þeir alla leið hingað“, segir Ingimar en þess má geta að nokkrar af nýjustu þotum Airbus hafa komið hingað til lands til að nýta íslenska rokið til prófanna í hliðarvindi.
ARJ21 stendur fyrir „Advanced Regional Jet of the 21st Century“ en hönnun vélarinnar hófst árið 2002
og átti þotan upphaflega að koma á markað árið 2005 en 8 ára seinkun varð á framleiðslunni og var fyrsta
eintakið ekki afhent fyrr en árið 2015.

ARJ21 þotan kom á markaðinn júní 2016
Tíu þotur hafa verið smíðaðar og er kínverska flugfélagið Chengdu Airlines eina flugfélagið sem hefur fengið
þotuna afhenta og er félagið komið með fjórar þotur.
ARJ21 er ætlað að etja kappi við farþegaþotur frá Embraer og CRJ og CSeries-þoturnar frá Bombardier
en aðeins kínversk flugfélög hafa pantað þessa flugvélategund auk tveggja pantanna frá Kongó og Indónesíu.
ARJ21 þotan eru eingöngu ætluð fyrir innanlandsflug en vélin hefur flugdrægi upp á 3.700 kílómetra og getur vélin
því flogið milli flestra borga borga í Kína en þess má geta að eitt lengasta áætlunarflug í Kína tekur 6:30 klukkustundir sem er flugið milli borganna Guangzhou og Kashgar.


12. mars 2023
|
Ríkisstjórnin í Sádí-Arabíu hefur kynnt til leiks nýtt flugfélag sem nefnist Riyadh Air sem mun hafa höfuðstöðvar í höfuðborginni Riyadh en stefnt er á að nýja flugfélagið muni fljúga til yfir 100 á

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.

30. janúar 2023
|
Bandarísk stjórnvöld setja nú þrýsting á Tyrki til þess að stöðva allt áætlunarflug til Rússlands með Boeing-þotum en einnig hvetja þau flugfélög í Hvíta-Rússlandi til að gera slíkt hið sama.

29. mars 2023
|
Karlmaður á fimmtugsaldri tókst í vikunni að fara í gegnum flugvöllinn í Dublin án þess að hafa neitt vegabréf og brottfararspjald og tókst honum að fara alla leið um borð í farþegaflugvél írska flu

29. mars 2023
|
Flugvélaframleiðandinn Piper Aircraft hefur fengið pöntun frá Blue Line Aviation í 55 kennsluflugvélar af gerðinni Piper Archer TX og Piper Seminole sem verða afhentar á næstu árum til höfuðstöðva sk

27. mars 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) á í heiftarlegum deilum þessa daganna við japanska flugvélaleigu vegna ágreinings um samkomulag er varðar leigu á Airbus A350 þotu í flota flugfélagsins.

27. mars 2023
|
Ekki ber öllum klukkum saman um hvað tímanum líður á flugvellinum í Beirút í Líbanon sem sýnir mismunandi klukkur þessa stundina.

27. mars 2023
|
Stjórnvöld í Bretlandi hafa farið af stað með verkefni sem miðar af því að þróa langtímastefnu er kemur að hávaðamildum á nóttunni í kringum þrjá stærstu flugvellina í London sem eru Heathrow, Gatwic

25. mars 2023
|
Flugmaður, sem var farþegi um borð í Boeing 737-700 þotu frá Southwest Airlines, aðstoðaði flugmann við að lenda þotunni eftir að flugstjórinn veiktist skyndilega.

23. mars 2023
|
Tyrkneska viðhaldsfyrirtækið Turkish Technic hefur lokið við að mála Boeing 777-300ER þotu í litum indverska lágfargjaldafélagsins IndiGo.

23. mars 2023
|
Japan Airlines hefur lagt inn pöntun til Boeing í 21 farþegaþotu af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og mun flugfélagið japanska nota þoturnar til þess að endurnýja eldri þotur af gerðinni Boeing 737-800.