flugfréttir

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

- Búið að vera kveikt á skjánum á BER í sex ár

21. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

Upplýsingaskjáir á þýskum flugvelli

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að sjá upplýsingar um flugið sitt.

Kveikt hefur verið á 750 upplýsingaskjám á Brandenburg-flugvellinum síðan að flugstöðin sjálf var tilbúin árið 2012 og hefur verið rafmagn á þeim öllum, allan sólarhringinn frá árinu 2012.

Ekki einn skjár hefur sýnt upplýsingar um eina einustu brottför eða komu en skjárnir hafa verið í gangi í 6 ár en flestir þó með tómum, „svörtum“ skjá.

Stefna Hönemann, talsmaður Brandenburg-flugvallarins, segir að á þessum sex árum hafi skjárnir brunnið yfir við það að hafa alltaf verið í gangi og tengdir rafkerfi flugvallarins og þarf því að skipta um þá alla en kostnaðurinn við það nemur hálfri milljón evra sem jafngildir 61 milljón króna sem samsvarar 81.000 krónum á hvern skjá.

Upplýsingaskjáir í flugstöðinni á Brandenburg-flugvelli

Ekki verður öllum skjánum fargað þar sem til stendur að um 100 skjáir fái annað líf á hinum tveimur flugvöllunum í Berlín, Tegel-flugvellinum og Schönefeld-flugvellinum.

Brandenburg-flugvöllurinn er löngu orðin þjóðarskömm fyrir Þjóðverja með tilliti til stöðu landsins sem lengi hefur verið talið eitt stærsta iðnaðarríki heims og þá kostar um 70 milljónir króna á dag að halda flugvellinum opnum án flugumferðar.

Nýjasta dagsetningin fyrir opnun flugvallarins er árið 2021 en svo oft var búið að fresta opnun hans að flestir voru hættir að taka mark á nýrri dagsetningu.  fréttir af handahófi

Lufthansa ætlar að selja sex risaþotur til Airbus

14. mars 2019

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli sér að losa sig við að minnsta kosti sex Airbus A380 risaþotur sem verða seldar aftur til Airbus.

Maður og kona handtekin vegna drónaárásar á Gatwick

22. desember 2018

|

Tveir hafa verið handteknir í Bretlandi í tengslum við drónaárás á Gatwick-flugvöll sem opnaði að nýju í gær eftir að hafa verið lokaður í einn og hálfan sólarhring frá því á miðvikudagskvöldið.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvöllur til sölu á 257 milljónir

16. mars 2019

|

Fasteignasala ein í Bandaríkjunum hefur fengið umboð til þess að selja heilan flugvöll sem er nú til sölu fyrir 257 milljónir króna.

Avianca hættir við pöntun í 17 þotur frá Airbus

16. mars 2019

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur hætt við pöntun í 17 þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni sem var hluti af pöntun í 100 þotur sem flugfélagið lagði inn til Airbus árið 2015.

Stýrisstillar þotunnar virðast hafa verið í óeðlilegri stöðu

16. mars 2019

|

Flugslysasérfræðingar í Eþíópíu hafa fundið hluta af stélfleti Boeing 737 MAX þotu Ethiopian Airlines, sem fórst þann 10. mars sl. og kemur fram að stýrisstillar („trim“) á stélfletinum hafa verið í

Lufthansa ætlar að selja sex risaþotur til Airbus

14. mars 2019

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli sér að losa sig við að minnsta kosti sex Airbus A380 risaþotur sem verða seldar aftur til Airbus.

Flugritarnir sendir til Frakklands

14. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur verið valin til þess að taka að sér rannsókn á gögnum úr flugritum Boeing 737 MAX þotu Ethiopian Airlines sem fórst skömmu eftir flugtak þann 10. mars sl.

Færri en 20 Boeing 737 MAX þotur á flugi

13. mars 2019

|

Aðeins voru 23 flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX í loftinu í öllum heiminum í kvöld kl. 20:34 samkvæmt Flightradar24.com en kl. 20:50 hafði þeim fækkað niður í 18 þotur.

Bandaríkin kyrrsetja 737 MAX

13. mars 2019

|

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir rétt í þessu að Hvíta Húsið hafi fari fram á að Boeing 737 MAX þotur í Bandaríkjunum verði líka kyrrsettar en bandarísk flugfélög á borð við Southwest

Íhuga að selja eða hætta rekstri Malaysian

13. mars 2019

|

Ríkisstjórn Malasíu leitar nú aftur leiða til þess að selja rikisflugfélagið Malaysian Airlines.

Slóu 34 ára gamalt hraðamet yfir Atlantshafið á Socata TBM 930

12. mars 2019

|

Tveir flugmenn settu sl. helgi nýtt heimsmet er kemur að flughraða er þeir flugu yfir Atlantshafið frá New York til Parísar á einshreyfils flugvél af gerðinni Socata TBM 930.

Hundraðasti Trent XWB hreyfillinn afhentur

12. mars 2019

|

Rolls-Royce afhenti á dögunum hundraðasta Trent XWB hreyfilinn frá hreyflaverksmiðjunum í Dahlewitz í Þýskalandi.