flugfréttir

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

- Búið að vera kveikt á skjánum á BER í sex ár

21. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

Upplýsingaskjáir á þýskum flugvelli

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að sjá upplýsingar um flugið sitt.

Kveikt hefur verið á 750 upplýsingaskjám á Brandenburg-flugvellinum síðan að flugstöðin sjálf var tilbúin árið 2012 og hefur verið rafmagn á þeim öllum, allan sólarhringinn frá árinu 2012.

Ekki einn skjár hefur sýnt upplýsingar um eina einustu brottför eða komu en skjárnir hafa verið í gangi í 6 ár en flestir þó með tómum, „svörtum“ skjá.

Stefna Hönemann, talsmaður Brandenburg-flugvallarins, segir að á þessum sex árum hafi skjárnir brunnið yfir við það að hafa alltaf verið í gangi og tengdir rafkerfi flugvallarins og þarf því að skipta um þá alla en kostnaðurinn við það nemur hálfri milljón evra sem jafngildir 61 milljón króna sem samsvarar 81.000 krónum á hvern skjá.

Upplýsingaskjáir í flugstöðinni á Brandenburg-flugvelli

Ekki verður öllum skjánum fargað þar sem til stendur að um 100 skjáir fái annað líf á hinum tveimur flugvöllunum í Berlín, Tegel-flugvellinum og Schönefeld-flugvellinum.

Brandenburg-flugvöllurinn er löngu orðin þjóðarskömm fyrir Þjóðverja með tilliti til stöðu landsins sem lengi hefur verið talið eitt stærsta iðnaðarríki heims og þá kostar um 70 milljónir króna á dag að halda flugvellinum opnum án flugumferðar.

Nýjasta dagsetningin fyrir opnun flugvallarins er árið 2021 en svo oft var búið að fresta opnun hans að flestir voru hættir að taka mark á nýrri dagsetningu.  fréttir af handahófi

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

13. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvell

Þota frá Aeroméxico fór út af braut í flugtaki í Mexíkó

1. ágúst 2018

|

Flugslys átti sér stað í gærkvöldi í Mexíkó er farþegaþota frá mexíkóska flugfélaginu Aeroméxico Connect fór út af flugbraut í flugtaksbruni á Guadalupe Victoria flugvellinum í borginni Durango.

Ný útgáfa af Ilyushin Il-96 fær styrk frá rússneska ríkinu

30. júlí 2018

|

Ríkisstjórnin í Rússlandi hefur varið 2.2 milljörðum króna í styrk í framleiðslu á nýrri útgáfu á hinni fjögurra hreyfla Ilyushin Il-96 farþegaþotu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.