flugfréttir

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

- Búið að vera kveikt á skjánum á BER í sex ár

21. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

Upplýsingaskjáir á þýskum flugvelli

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að sjá upplýsingar um flugið sitt.

Kveikt hefur verið á 750 upplýsingaskjám á Brandenburg-flugvellinum síðan að flugstöðin sjálf var tilbúin árið 2012 og hefur verið rafmagn á þeim öllum, allan sólarhringinn frá árinu 2012.

Ekki einn skjár hefur sýnt upplýsingar um eina einustu brottför eða komu en skjárnir hafa verið í gangi í 6 ár en flestir þó með tómum, „svörtum“ skjá.

Stefna Hönemann, talsmaður Brandenburg-flugvallarins, segir að á þessum sex árum hafi skjárnir brunnið yfir við það að hafa alltaf verið í gangi og tengdir rafkerfi flugvallarins og þarf því að skipta um þá alla en kostnaðurinn við það nemur hálfri milljón evra sem jafngildir 61 milljón króna sem samsvarar 81.000 krónum á hvern skjá.

Upplýsingaskjáir í flugstöðinni á Brandenburg-flugvelli

Ekki verður öllum skjánum fargað þar sem til stendur að um 100 skjáir fái annað líf á hinum tveimur flugvöllunum í Berlín, Tegel-flugvellinum og Schönefeld-flugvellinum.

Brandenburg-flugvöllurinn er löngu orðin þjóðarskömm fyrir Þjóðverja með tilliti til stöðu landsins sem lengi hefur verið talið eitt stærsta iðnaðarríki heims og þá kostar um 70 milljónir króna á dag að halda flugvellinum opnum án flugumferðar.

Nýjasta dagsetningin fyrir opnun flugvallarins er árið 2021 en svo oft var búið að fresta opnun hans að flestir voru hættir að taka mark á nýrri dagsetningu.  fréttir af handahófi

Elgur hljóp í stélskrúfu á þyrlu

15. febrúar 2018

|

Þyrla brotlenti í Utah í Bandaríkjunum sl. þriðjudag eftir að elgur hljóp í veg fyrir þyrluna og endaði í aftari spaðann á stélhluta þyrlunnar.

Noregur stefnir á rafknúið innanlandsflug fyrir árið 2040

22. janúar 2018

|

Noregur stefnir að því að verða fyrsta landið í heimi til að hafa eingöngu rafknúnar farþegaflugvélar á stuttum flugleiðum í innanlandsflugi fyrir árið 2040.

Farþegum með Icelandair fækkaði um 5 prósent í febrúar

6. mars 2018

|

Fimm prósent færri farþegar flugu með Icelandair í febrúarmánuði sem leið samanborið við febrúar í fyrra.

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair Group íhugar kaup á flugfélagi á Asóreyjum

20. apríl 2018

|

Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

JPMorgan-bankinn undirbýr tilboð í Norwegian fyrir IAG

20. apríl 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

United kaupir 20 notaðar Airbus A319 þotur

20. apríl 2018

|

United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

Orsök flugslyss: Flugmenn slepptu tékklista fyrir flugtak

20. apríl 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

Tuttugu börn og fjölskyldur þeirra fá ferðastyrk Vildarbarna

19. apríl 2018

|

20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

Málmþreyta talin orsök sprengingar í hreyfli

18. apríl 2018

|

Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

Widerøe íhugar að panta minni Embraer-þotu

18. apríl 2018

|

Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

Avinor vill ekki malbika alla flugbrautina í Røros

17. apríl 2018

|

Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

Takmarkanir á Trent 1000 mun gera flugfélögum erfitt fyrir

17. apríl 2018

|

Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

Hreyfill sprakk á þotu frá Southwest í 31.000 fetum

17. apríl 2018

|

Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.