flugfréttir

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

- Búið að vera kveikt á skjánum á BER í sex ár

21. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

Upplýsingaskjáir á þýskum flugvelli

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að sjá upplýsingar um flugið sitt.

Kveikt hefur verið á 750 upplýsingaskjám á Brandenburg-flugvellinum síðan að flugstöðin sjálf var tilbúin árið 2012 og hefur verið rafmagn á þeim öllum, allan sólarhringinn frá árinu 2012.

Ekki einn skjár hefur sýnt upplýsingar um eina einustu brottför eða komu en skjárnir hafa verið í gangi í 6 ár en flestir þó með tómum, „svörtum“ skjá.

Stefna Hönemann, talsmaður Brandenburg-flugvallarins, segir að á þessum sex árum hafi skjárnir brunnið yfir við það að hafa alltaf verið í gangi og tengdir rafkerfi flugvallarins og þarf því að skipta um þá alla en kostnaðurinn við það nemur hálfri milljón evra sem jafngildir 61 milljón króna sem samsvarar 81.000 krónum á hvern skjá.

Upplýsingaskjáir í flugstöðinni á Brandenburg-flugvelli

Ekki verður öllum skjánum fargað þar sem til stendur að um 100 skjáir fái annað líf á hinum tveimur flugvöllunum í Berlín, Tegel-flugvellinum og Schönefeld-flugvellinum.

Brandenburg-flugvöllurinn er löngu orðin þjóðarskömm fyrir Þjóðverja með tilliti til stöðu landsins sem lengi hefur verið talið eitt stærsta iðnaðarríki heims og þá kostar um 70 milljónir króna á dag að halda flugvellinum opnum án flugumferðar.

Nýjasta dagsetningin fyrir opnun flugvallarins er árið 2021 en svo oft var búið að fresta opnun hans að flestir voru hættir að taka mark á nýrri dagsetningu.  fréttir af handahófi

Tvær þotur fóru of langt eftir lendingu á flugbraut í Hamborg

22. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Þýskalandi rannsaka nú tvenn mistök sem áttu sér stað á flugvellinum í Hamborg fyrr í þessum mánuði þar sem tvær farþegaþotur fór inn á ranga akbraut eftir að þær yfirgáfu flugbrau

Spá minni hagnaði vegna hækkandi verðs á eldsneyti

31. maí 2018

|

IATA, alþjóðasamtök flugfélaganna, telur að hækkandi verð á þotueldsneyti eigi eftir að hafa töluverð áhrif á afkomu flugfélaganna á þessu ári.

Thai Airways hættir með Boeing 737-400

8. júní 2018

|

Thai Airways verður eingöngu með breiðþotur í flota sínum frá og með haustinu en þá ætlar félagið að hætta að fljúga milli Bangkok og Koh Samui.

  Nýjustu flugfréttirnar

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

Farnborough-flugsýningin hefst formlega

16. júlí 2018

|

Flugsýningin Farnborough Airshow hófst formlega í Bretlandi í morgun og hafa margar pantanir verið gerðar á fyrstu klukkutímum flugsýningarinnar.

MRJ90 þotan kemur fram á Farnborough flugsýningunni

14. júlí 2018

|

Mitshubishi Aircraft segir að flugvélaframleiðandinn sé tilbúin til þess að fljúga nýju MRJ þotunni sitt fyrsta sýningarflug sem verður þá í annað sinn sem þotan kemur fram opinberlega.

Embraer E2 lendir í fyrsta sinn á London City

13. júlí 2018

|

Nýja E190-E2 þotan frá Embraer lenti í fyrsta sinn á London City flugvellinum í dag á leið sinni á Farnborough-flugsýninguna en flugvélin mun henta mjög vel fyrir flug um London City þar sem sá flugv

Hálfur milljarður í endurnýjun flugbrautar á Gander-flugvelli

13. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Kanada ætla að verja tæpum hálfum milljarði króna í endurnýjun á yfirlagi á annarri flugbrautinni á Gander-flugvelli sem er lengsta flugbrautin í Nýfundnalandi og ein sú lengsta í Kanada.

Ryanair fær grænt ljós frá ESB vegna yfirtöku á Laudamotion

13. júlí 2018

|

Ryanair hefur fengið grænt ljós vegna kaupa á austurríska flugfélaginu Laudamotion og er það mat Evrópusambandsins að yfirtakan muni ekki hafa neikvæð áhrif á samkeppnina meðal flugfélaga í Evrópu.

Metumferð um Vnukovo-flugvöll vegna HM í Rússlandi

12. júlí 2018

|

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur orðið til þess að aldrei áður hafa eins margir farþegar farið um Vnokovo-flugvöllinn í Moskvu.

Gríski flugherinn pantar tólf Tecnam P2002JF kennsluvélar

12. júlí 2018

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið pöntun frá gríska flughernum sem hefur fest kaup á tólf flugvélum af gerðinni Tecnam P2002JF.

Koma Air India til bjargar með 32 milljóna króna fé í reksturinn

12. júlí 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur ákveðið að setja enn og aftur fé í rekstur Air India til þess að halda rekstri flugfélagsins gangandi eftir að síðustu tilraunir til þess að selja og einkavæða félagið fóru