flugfréttir

750 skjáir á draugaflugvellinum í Berlín eru komnir á tíma

- Búið að vera kveikt á skjánum á BER í sex ár

21. mars 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:06

Upplýsingaskjáir á þýskum flugvelli

Flatskjáir hafa sinn líftíma og núna er komið að því að skipta um hundruði upplýsingaskjáa á nýja Brandenburg-flugvellinum í Berlín þrátt fyrir að aldrei hafi neinn einasti farþegi horft á þá til að sjá upplýsingar um flugið sitt.

Kveikt hefur verið á 750 upplýsingaskjám á Brandenburg-flugvellinum síðan að flugstöðin sjálf var tilbúin árið 2012 og hefur verið rafmagn á þeim öllum, allan sólarhringinn frá árinu 2012.

Ekki einn skjár hefur sýnt upplýsingar um eina einustu brottför eða komu en skjárnir hafa verið í gangi í 6 ár en flestir þó með tómum, „svörtum“ skjá.

Stefna Hönemann, talsmaður Brandenburg-flugvallarins, segir að á þessum sex árum hafi skjárnir brunnið yfir við það að hafa alltaf verið í gangi og tengdir rafkerfi flugvallarins og þarf því að skipta um þá alla en kostnaðurinn við það nemur hálfri milljón evra sem jafngildir 61 milljón króna sem samsvarar 81.000 krónum á hvern skjá.

Upplýsingaskjáir í flugstöðinni á Brandenburg-flugvelli

Ekki verður öllum skjánum fargað þar sem til stendur að um 100 skjáir fái annað líf á hinum tveimur flugvöllunum í Berlín, Tegel-flugvellinum og Schönefeld-flugvellinum.

Brandenburg-flugvöllurinn er löngu orðin þjóðarskömm fyrir Þjóðverja með tilliti til stöðu landsins sem lengi hefur verið talið eitt stærsta iðnaðarríki heims og þá kostar um 70 milljónir króna á dag að halda flugvellinum opnum án flugumferðar.

Nýjasta dagsetningin fyrir opnun flugvallarins er árið 2021 en svo oft var búið að fresta opnun hans að flestir voru hættir að taka mark á nýrri dagsetningu.  fréttir af handahófi

Uppkeyrslu á mótor endaði með árekstri

25. nóvember 2018

|

Engan sakaði er árekstur varð milli tveggja farþegaflugvéla á flugvellinum í Karachi í Pakistan um helgina.

Afhendingar á Boeing 737 þotum að komast í rétt horf

10. október 2018

|

Afhendingar á nýjum Boeing 737 þotum hjá Boeing eru að komast aftur í rétt horf eftir miklar seinkanir í sumar.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00