flugfréttir

Furstadæmin og Bandaríkin tilbúin að ná sáttum í deilum

- Tilbúin að leggja bókhaldið á borðið og sanna að engir styrkir voru þegnir

16. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Boeing 777 þota United Airlines í lendingu á flugvellinum í San Francisco með Boeing 777 þotu Emirates í baksýn

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru sögð vera að leggja lokahönd á samkomulag sem myndi binda endi á deilur og ásakanir milli flugfélaga landanna tveggja sem staðið hafa í rúmt ár.

Bandarísku flugfélögin þrjú, American Airlines, United Airlines og Delta Air Lines hafa ásakað Emirates, Qatar Airways og Etihad Airways um að hafa þegið ólögmæta styrki frá ríkisstjórnum landa sinna sem hefur gefið þeim byr undir vængina í flugi til Ameríku.

Miðausturlandaflugfélögin hafa þvertekið fyrir að hafa þegið styrki frá arabalöndunum og segja slíkar ásakanir komu úr hörðustu átt og vitna í þá styrki sem þau bandarísku hafa fengið frá stjórnvöldum vestanhafs.

Með samkomulaginu þá yrði Emirates og Etihad Airways að gera bókhaldið sitt opinbert og leyfa stjórnendum bandarísku flugfélaganna þriggja með berum augum að Miðausturlandaflugfélögin hafi aldrei þegið neina styrki frá Furstadæmunum eins og þau eru sökuð um.

Þá verða Emirates og Etihad Airways einnig að sættast á að fljúga ekki fleiri flugferðir til Bandaríkjanna frá öðrum áfangastað nema frá Furstadæmunum en Emirates hefur t.a.m. flogið frá Dubai vestur um haf með viðkomu í evrópskum borgum með tilkomu loftferðasamnings um flug gegnum þriðja landið.

Ekki er búið að ganga frá samkomulaginu enn allir aðilar hafa fallist á að framfylgja því en enn á eftir að bera það undir viðkomandi ráðuneyti í Bandaríkjunum.

Amerísku flugfélögin þrjú hafa eytt miklu púðri í að þrýsta bæði á ríkisstjórn Barrack Obama og núna á ríkisstjórn Donalds Trumps til þess að sækja málið alla leið og knýja Emirates og Qatar Airways til að setja spilin á borðið með því að sýna þeim bókhaldið.

Búið að ná sátt við Qatar Airways

Sambærilegu samkomulagi hefur verið náð við ríkisstjórn Qatar þar sem flugfélögin þrjú hafa einnig sakað Qatar Airways um að taka við ólögmætum ríkisstyrkjum.

Qatar Airways hefur fallist á að sýna allar millifærslur sem félagið hefur fengið frá ríkisstjórn landsins á næstu misserum og sýna með því fram á að félagið hafi ekkert að fela.

Bandarísku flugfélögin hafa þó mestar áhyggjur af svokölluðu „Fimmta frelsissakomulagi“ um loftferðir sem leyfir flugfélögum eins og Emirates að fljúga með farþega frá öðrum löndum til Bandaríkjanna án þess að þeir hafi stígið fæti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum líkt flug Emirates frá Dubai til New York með viðkomu í Mílanó.

Emirates hefur hinsvegar beint á að bandarísku flugfélögin séu ekkert skárri og benda á að Delta Air Lines flýgur áætlunarflug frá Manila á Filippseyjum til Tókýó.

Bandarísku flugfélögin óttast hinsvegar að með þessum loftferðasamningi geti Emirates flogið til evrópskra borga og sótt fleiri farþega í Airbus A380 risaþoturnar og ferjað til Bandaríkjanna og með því gert bandarísku flugfélögunum erfitt fyrir í samkeppninni sem þau eiga nú þegar í basli með.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga