flugfréttir

Málmþreyta talin orsök sprengingar í hreyfli

- Kona sem sogaðist út um glugga lést af sárum sínum

18. apríl 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:12

Starfsmenn samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) á vettvangi á flugvellinum í Philadelphia

Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dallas.

Í tilkynningu frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) kemur fram að frumskoðun á hreyflinu hafi leitt í ljós að hreyflablað númer 13 hafi losnað úr festingu vegna málmþreytu í blaðinu.

Southwest Airlines hefur ákveðið að skoða hreyflablöð í öllum CFM56 hreyflunum á Boeing 737 flota félagsins í kjölfar niðurstöðu NTSB en rannsókn á atvikinu í gær er hvergi nærri lokið.

Þetta er í annað sinn sem málmþreyta í hreyflablaði á CFM56-7B hreyfli veldur sprengingu í hreyfli á Boeing 737 þotu Southwest Airlines en sambærilegt atvik átti sér stað á þotu sömu gerðar hjá félaginu í 30.700 feta hæð er vélin var á leiðinni frá New Orleans til Orlando í ágúst árið 2016 en engann sakaði í því atviki.

Starfsmenn NTSB að störfum við hreyfilinn sem sprakk

Í kjölfar þess gáfu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) út yfirlýsingu í fyrra þar sem farið var fram á að skoðun færi fram á tilteknum CFM56 hreyflum í þeim tilgangi að leita eftir málmþreytu í hreyflablöðum en ekki er vitað hvort að tilskipunin hafi náð til þess hreyfils sem sprakk í gær.

Flugslysasérfræðingar frá Frakklandi hafa verið sendir til Bandaríkjanna þar sem CFM56 hreyfillinn er framleiddur af CFM International sem er að hluta til í eigu franska fyrirtækisins Safran.

Konan sem lést í gær hét Jennifer Riordan

CFM56-7B hreyfillinn er einn vinsælasti þotuhreyfill heims en hann má finna á yfir 6.700 farþegaþotum um allan heim og hefur öryggissaga hans verið mjög góð frá því hann kom á markaðinn árið 1997.

Sprengingin varð til þess að brak skaust í skrokk vélarinnar og gerði gat á gluggann með þeim afleiðingum að hann fór úr falsinu.

Kona sem sat við gluggann sogaðist út um gluggaopið og far föst í falsinu vegna þrýstingsmunarins auk þess sem hún slasaðist af braki sem skaust inn um gluggann.

Samkvæmt einum farþega um borð í vélinni þá kom karlmaður henni til hjálpar og greip konuna og reyndi að toga hana frá glugganum og inn í vélina en sogið var það mikið að það hafðist ekki fyrr en annar farþegi hljóp til og aðstoðaði hann.

Konan var flutt á sjúkrahús við lendingu í Philadelphia en lést skömmu síðar af sárum sínum. Hún hét Jennifer Riordan og starfaði við almannatengsl í Well Fargo

Jennifer var 43 ára, gift og tveggja barna móðir og búsett í Albuquerque í Nýju-Mexíkó. Sjö aðrir farþegar slösuðust en þeir hlutu minnihlutar áverka.

Talið er að rannsóknin á atvikinu gæti tekið 12 til 15 mánuði.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga